Landsnet horfir til framtíðar og hagkvæmni Þórður Guðmundsson skrifar 22. mars 2012 06:00 Magnús Rannver Rafnsson fjallaði nýverið í Fréttablaðinu um áhyggjur sínar af línulögnum á Reykjanesskaganum. Í greininni gagnrýnir hann mig og Landsnet fyrir 19. aldar hugsanahátt og bendir svo á þriðju lausnina en segir ekkert um í hverju hún er fólgin. Greinin ber þess merki að höfundur virðist ekki vera vel að sér um hlutverk og verkefni Landsnets. Ég ætla að svara helstu fullyrðingum Magnúsar. Stálgrindarmöstur eins og Landsnet hyggst reisa á Reykjanesskaganum er táknmynd liðinna tíma. Hér er um misskilning að ræða því Landsnet ætlar ekki að nota stálgrindarmöstur á Reykjanesskaganum. Möstrin sem ráðgert er að reisa eru sambærileg núverandi línum á Reykjanesi sem eru efnislítil röramöstur sem falla vel að umhverfi sínu og eiga lítið sameiginlegt með Eiffel turninum. Þessi mastragerð hentar ekki alls staðar á landinu. Öflugri möstur þarf víða þar sem veðurfarsskilyrði eru erfiðari og þá eru stálgrindarmöstur góður valkostur vegna styrks og hagkvæmni. Fámennur hópur manna stjórnar ferlinu – og hefur lengi gert – með sérhagsmuni að leiðarljósi, nú í síauknum mæli á kostnað almennings. Þær ákvarðanir sem teknar hafa verið byggja á þeim lausnum sem hagkvæmastar eru og af sérfræðingum sem ég ber fullt traust til. Sérhagsmunirnir, ef einhverjir eru, eru að tryggja hagkvæmustu flutningsgjaldskrá sem völ er á. Þar sem flutningsgjaldskrá til almennings hefur lækkað um 44% að raungildi frá 2005 þá hljómar þessi fullyrðing greinarhöfundar vægast sagt undarlega. Það sem almenningur og sveitarstjórnarfólk almennt virðist minna upplýst um er að það eru til aðrar lausnir á raforkuflutningi en þær sem Landsnet kynnir, við getum kallað þær þriðju leiðina. Um er að ræða umhverfisvænar lausnir sem – byggja á nútímaverkfræði, lausnir sem jafnframt eru hagkvæmar sé rétt staðið að málum. Landsnet hefur ávallt verið meðvitað um viðhorf samfélagsins til háspennulína. Því hefur áhersla verið lögð á nýsköpun við hönnun háspennulína. Landsnet hefur sýnt frumkvæði í þeim efnum sem vakið hefur áhuga fyrirtækja og almennings utan landsteinanna. Landsnet hefur unnið að þróun nýrra mastragerða í samvinnu við norska flutningsfyrirtækið. Þar er beitt nútímaverkfræði við hönnun nýrra mastra, sem falla vel að umhverfinu, á eins hagkvæman hátt og unnt er. Telji greinarhöfundur að hann hafi lausnir sem eru umhverfisvænni og um leið hagkvæmari en þær sem unnið er að þá býð ég honum hér með til fundar við mig um málið. Af hverju að færa sig frá því sem maður þekkir svo vel – og er sérfræðingur í – breytingarnar gætu haft „óþarfa" aukakostnað í för með sér fyrir fyrirtækið þótt slíkt gæti komið betur út fyrir samfélagið. Landsnet hefur markað skýra framtíðarsýn sem byggir á framsýni og frumkvæði. Því vinnur Landsnet ekki eftir því að „að gera það sem maður þekkir svo vel – og er sérfræðingur í" og er ekki hrætt við breytingar – heldur þveröfugt. Hefur þetta tekist vel því gjaldskrá Landsnets til almenningsveitna er óbreytt síðan 2009. Geri aðrir betur! Hversu mikill þarf hagnaðurinn að vera. Áhugaverð spurning en lýsir misskilningi greinarhöfundar. Landsnet getur aldrei orðið gróðafyrirtæki því fyrirtækið ákvarðar ekki sjálft tekjur sínar, né arðsemi. Orkustofnun ákvarðar þetta á grundvelli eftirlitshlutverks síns sem skilgreint er í raforkulögum. Fari tekjur Landsnets yfir leyfð viðmið lækkar fyrirtækið gjaldskrá sína. Af hverju þykir það sjálfsagt að (sbr. það sem fram hefur komið í máli forstjóra Landsnets) það skili sér beint í hærra raforkuverði til almennings ef raforkuflutningskerfi sem byggt er fyrir einkafyrirtæki í Helguvík verður dýrara en Landsnet gerði ráð fyrir. Uppbygging flutningskerfisins miðast ekki við einstaka notendur eða framleiðendur. Flutningskerfið er byggt fyrir alla þá sem nota það og liggur hér til grundvallar hugsunin „einn fyrir alla – allir fyrir einn". Þannig er sama gjaldskrá um allt land þar sem raforkulögin kveða skýrt á um að allir skuli sitja við sama borð hvað varðar flutningskostnað raforku. Það hefur lengi legið fyrir að önnur af fyrirhuguðum línum suður á Reykjanes er nauðsynleg vegna alvarlega annmarka á núverandi tengingu Reykjanesskagans við meginflutningskerfið. Iðnaðaruppbygging á Reykjanesskaganum mun gera þá fjárfestingu hagkvæmari en ella. Í fyrsta lagi hefur viðkomandi fyrirtæki væntanlega samið sérstaklega um annað og lægra orkuverð en við hin borgum. Fullkomið gegnsæi er í gjaldskrá Landsnets. Engir sértækir samningar eru gerðir við þá sem nota flutningskerfið. Greitt er samkvæmt gjaldskrá á hverjum tíma sem sjá má á heimasíðu Landsnets. Í öðru lagi hefði þá ekki átt að taka tillit til þessa í hagkvæmniútreikningum fyrirtækisins. Allar útfærslurnar sem skoðaðar hafa verið, en þær nema nokkrum tugum, hafa verið hagkvæmnigreindar með hefðbundnum hætti. Háspennustrengur í jörðu er krefjandi framkvæmd í umhverfislegu tilliti. Vegagerð fyrir þungavinnuvélar, stórir skurðir og fyllingar tilheyra slíkri framkvæmd. Breitt svöðusár verður eftir í landslaginu sem í íslenskum aðstæðum er oft viðkvæmt. Algerlega sammála – hef engu hér við að bæta. Umhverfisslys vofir yfir á Reykjanesi og með breyttri hugsun má koma í veg fyrir það. Ég kalla eftir skýrari upplýsingum frá greinarhöfundi um hvað hann á við þegar hann segir að umhverfisslys sé yfirvofandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir 19. aldar iðnvæðing á Suðurnesjum? Fyrir hvern er hagkvæmnin reiknuð, þegar kemur að því að reikna kostnað af raforkuflutningskerfum? Hversu mikið kostar vond ímynd? Margar þjóðir eyða miklum fjármunum í að markaðssetja sig sem best þær geta. Ef við viljum að Suðurnes verði vitnisburður um 19. aldar iðnvæðingu á 21. öldinni, þá er vitaskuld best að halda áfram á þeirri braut sem Landsnet hefur markað. Eftir tíu ár verður þessi ímynd enn fjarlægari nútímanum sem gerir hana enn sérstæðari. E.t.v. er þetta í samræmi við áform ríkisstjórnarinnar. 17. mars 2012 06:00 Eiga Suðurnes að bera ímynd 19. aldar iðnvæðingar? Stálgrindarmöstur eins og þau sem Landsnet hyggst reisa á Reykjanesskaganum eru táknmynd liðinna tíma. Þau byggja í grunninn á sömu verkfræði og notuð var við hönnun og byggingu Eiffel turnsins. Byggingu Eiffel turnsins lauk árið 1889 og hefur ýmislegt breyst í heiminum síðan þá – líka í verkfræði. Fyrir mörgum áratugum var litið á stálgrindarmöstur og háspennulínur með stolti, þau tilheyrðu kennileitum þróaðra ríkja – táknmynd iðnvæðingarinnar og vitnisburður um nútímaverkfræði síns tíma. Það eru í dag aftur á móti sterk tengsl milli þeirrar neikvæðu ímyndar sem stálgrindarmöstur hafa og þeirrar tegundar verkfræði sem býr að baki. 15. mars 2012 06:00 Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Magnús Rannver Rafnsson fjallaði nýverið í Fréttablaðinu um áhyggjur sínar af línulögnum á Reykjanesskaganum. Í greininni gagnrýnir hann mig og Landsnet fyrir 19. aldar hugsanahátt og bendir svo á þriðju lausnina en segir ekkert um í hverju hún er fólgin. Greinin ber þess merki að höfundur virðist ekki vera vel að sér um hlutverk og verkefni Landsnets. Ég ætla að svara helstu fullyrðingum Magnúsar. Stálgrindarmöstur eins og Landsnet hyggst reisa á Reykjanesskaganum er táknmynd liðinna tíma. Hér er um misskilning að ræða því Landsnet ætlar ekki að nota stálgrindarmöstur á Reykjanesskaganum. Möstrin sem ráðgert er að reisa eru sambærileg núverandi línum á Reykjanesi sem eru efnislítil röramöstur sem falla vel að umhverfi sínu og eiga lítið sameiginlegt með Eiffel turninum. Þessi mastragerð hentar ekki alls staðar á landinu. Öflugri möstur þarf víða þar sem veðurfarsskilyrði eru erfiðari og þá eru stálgrindarmöstur góður valkostur vegna styrks og hagkvæmni. Fámennur hópur manna stjórnar ferlinu – og hefur lengi gert – með sérhagsmuni að leiðarljósi, nú í síauknum mæli á kostnað almennings. Þær ákvarðanir sem teknar hafa verið byggja á þeim lausnum sem hagkvæmastar eru og af sérfræðingum sem ég ber fullt traust til. Sérhagsmunirnir, ef einhverjir eru, eru að tryggja hagkvæmustu flutningsgjaldskrá sem völ er á. Þar sem flutningsgjaldskrá til almennings hefur lækkað um 44% að raungildi frá 2005 þá hljómar þessi fullyrðing greinarhöfundar vægast sagt undarlega. Það sem almenningur og sveitarstjórnarfólk almennt virðist minna upplýst um er að það eru til aðrar lausnir á raforkuflutningi en þær sem Landsnet kynnir, við getum kallað þær þriðju leiðina. Um er að ræða umhverfisvænar lausnir sem – byggja á nútímaverkfræði, lausnir sem jafnframt eru hagkvæmar sé rétt staðið að málum. Landsnet hefur ávallt verið meðvitað um viðhorf samfélagsins til háspennulína. Því hefur áhersla verið lögð á nýsköpun við hönnun háspennulína. Landsnet hefur sýnt frumkvæði í þeim efnum sem vakið hefur áhuga fyrirtækja og almennings utan landsteinanna. Landsnet hefur unnið að þróun nýrra mastragerða í samvinnu við norska flutningsfyrirtækið. Þar er beitt nútímaverkfræði við hönnun nýrra mastra, sem falla vel að umhverfinu, á eins hagkvæman hátt og unnt er. Telji greinarhöfundur að hann hafi lausnir sem eru umhverfisvænni og um leið hagkvæmari en þær sem unnið er að þá býð ég honum hér með til fundar við mig um málið. Af hverju að færa sig frá því sem maður þekkir svo vel – og er sérfræðingur í – breytingarnar gætu haft „óþarfa" aukakostnað í för með sér fyrir fyrirtækið þótt slíkt gæti komið betur út fyrir samfélagið. Landsnet hefur markað skýra framtíðarsýn sem byggir á framsýni og frumkvæði. Því vinnur Landsnet ekki eftir því að „að gera það sem maður þekkir svo vel – og er sérfræðingur í" og er ekki hrætt við breytingar – heldur þveröfugt. Hefur þetta tekist vel því gjaldskrá Landsnets til almenningsveitna er óbreytt síðan 2009. Geri aðrir betur! Hversu mikill þarf hagnaðurinn að vera. Áhugaverð spurning en lýsir misskilningi greinarhöfundar. Landsnet getur aldrei orðið gróðafyrirtæki því fyrirtækið ákvarðar ekki sjálft tekjur sínar, né arðsemi. Orkustofnun ákvarðar þetta á grundvelli eftirlitshlutverks síns sem skilgreint er í raforkulögum. Fari tekjur Landsnets yfir leyfð viðmið lækkar fyrirtækið gjaldskrá sína. Af hverju þykir það sjálfsagt að (sbr. það sem fram hefur komið í máli forstjóra Landsnets) það skili sér beint í hærra raforkuverði til almennings ef raforkuflutningskerfi sem byggt er fyrir einkafyrirtæki í Helguvík verður dýrara en Landsnet gerði ráð fyrir. Uppbygging flutningskerfisins miðast ekki við einstaka notendur eða framleiðendur. Flutningskerfið er byggt fyrir alla þá sem nota það og liggur hér til grundvallar hugsunin „einn fyrir alla – allir fyrir einn". Þannig er sama gjaldskrá um allt land þar sem raforkulögin kveða skýrt á um að allir skuli sitja við sama borð hvað varðar flutningskostnað raforku. Það hefur lengi legið fyrir að önnur af fyrirhuguðum línum suður á Reykjanes er nauðsynleg vegna alvarlega annmarka á núverandi tengingu Reykjanesskagans við meginflutningskerfið. Iðnaðaruppbygging á Reykjanesskaganum mun gera þá fjárfestingu hagkvæmari en ella. Í fyrsta lagi hefur viðkomandi fyrirtæki væntanlega samið sérstaklega um annað og lægra orkuverð en við hin borgum. Fullkomið gegnsæi er í gjaldskrá Landsnets. Engir sértækir samningar eru gerðir við þá sem nota flutningskerfið. Greitt er samkvæmt gjaldskrá á hverjum tíma sem sjá má á heimasíðu Landsnets. Í öðru lagi hefði þá ekki átt að taka tillit til þessa í hagkvæmniútreikningum fyrirtækisins. Allar útfærslurnar sem skoðaðar hafa verið, en þær nema nokkrum tugum, hafa verið hagkvæmnigreindar með hefðbundnum hætti. Háspennustrengur í jörðu er krefjandi framkvæmd í umhverfislegu tilliti. Vegagerð fyrir þungavinnuvélar, stórir skurðir og fyllingar tilheyra slíkri framkvæmd. Breitt svöðusár verður eftir í landslaginu sem í íslenskum aðstæðum er oft viðkvæmt. Algerlega sammála – hef engu hér við að bæta. Umhverfisslys vofir yfir á Reykjanesi og með breyttri hugsun má koma í veg fyrir það. Ég kalla eftir skýrari upplýsingum frá greinarhöfundi um hvað hann á við þegar hann segir að umhverfisslys sé yfirvofandi.
19. aldar iðnvæðing á Suðurnesjum? Fyrir hvern er hagkvæmnin reiknuð, þegar kemur að því að reikna kostnað af raforkuflutningskerfum? Hversu mikið kostar vond ímynd? Margar þjóðir eyða miklum fjármunum í að markaðssetja sig sem best þær geta. Ef við viljum að Suðurnes verði vitnisburður um 19. aldar iðnvæðingu á 21. öldinni, þá er vitaskuld best að halda áfram á þeirri braut sem Landsnet hefur markað. Eftir tíu ár verður þessi ímynd enn fjarlægari nútímanum sem gerir hana enn sérstæðari. E.t.v. er þetta í samræmi við áform ríkisstjórnarinnar. 17. mars 2012 06:00
Eiga Suðurnes að bera ímynd 19. aldar iðnvæðingar? Stálgrindarmöstur eins og þau sem Landsnet hyggst reisa á Reykjanesskaganum eru táknmynd liðinna tíma. Þau byggja í grunninn á sömu verkfræði og notuð var við hönnun og byggingu Eiffel turnsins. Byggingu Eiffel turnsins lauk árið 1889 og hefur ýmislegt breyst í heiminum síðan þá – líka í verkfræði. Fyrir mörgum áratugum var litið á stálgrindarmöstur og háspennulínur með stolti, þau tilheyrðu kennileitum þróaðra ríkja – táknmynd iðnvæðingarinnar og vitnisburður um nútímaverkfræði síns tíma. Það eru í dag aftur á móti sterk tengsl milli þeirrar neikvæðu ímyndar sem stálgrindarmöstur hafa og þeirrar tegundar verkfræði sem býr að baki. 15. mars 2012 06:00
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar