19. aldar iðnvæðing á Suðurnesjum? Magnús Rannver Rafnsson skrifar 17. mars 2012 06:00 Fyrir hvern er hagkvæmnin reiknuð, þegar kemur að því að reikna kostnað af raforkuflutningskerfum? Hversu mikið kostar vond ímynd? Margar þjóðir eyða miklum fjármunum í að markaðssetja sig sem best þær geta. Ef við viljum að Suðurnes verði vitnisburður um 19. aldar iðnvæðingu á 21. öldinni, þá er vitaskuld best að halda áfram á þeirri braut sem Landsnet hefur markað. Eftir tíu ár verður þessi ímynd enn fjarlægari nútímanum sem gerir hana enn sérstæðari. E.t.v. er þetta í samræmi við áform ríkisstjórnarinnar. Af hverju þykir það sjálfsagt (sbr. það sem komið hefur fram í máli forstjóra Landsnets) að það skili sér beint í hærra orkuverði til almennings ef raforkuflutningskerfi sem byggt er fyrir einkafyrirtæki í Helguvík verður dýrara en Landsnet gerði ráð fyrir? Í fyrsta lagi hefur viðkomandi einkafyrirtæki væntanlega samið sérstaklega um annað og lægra orkuverð en við hin borgum. Í öðru lagi, hefði ekki átt að taka tillit til þessa í hagkvæmniútreikningum fyrirtækisins? Var það kannski hugmyndin að almenningur stæði undir kostnaði sem snýr að umhverfi, aðlögun eða auknum gæðum almennt? Eru umhverfismál og gæði kannski alfarið á kostnað almennings – eitthvað sem greiðist eftir skatt en ekki með sköttum? Þriðja leiðinÞað er eitt að byggja álver og annað hvernig það er gert. Það er eitt að byggja raforkuflutningskerfi fyrir loftlínur og annað hvernig það er gert. Iðnaðarmannvirki þarf ekki að hanna með sama hætti og gert var snemma á tuttugustu öld – tímarnir eru breyttir. Auðvitað er hægt að aðlaga iðnaðarmannvirki að nútímanum, landslaginu og samfélaginu – og í sátt við það – með umhverfisvæn sjónarmið í huga. Til þess þarf bara vilja og það kostar ekki meira ef rétt er að farið. Þriðja leiðin felur í sér lausnir sem uppfylla bæði tæknilegar og umhverfislegar kröfur á hagkvæman hátt. Þrýstingur á breytingar eykst nú hratt með vaxandi umhverfisvakningu og tilheyrandi umhverfiskröfum í mannvirkjahönnun. Það er e.t.v. ráð að hafa þetta í huga, þar sem mannvirkin sem nú stendur til að reisa á Reykjanesskaganum munu standa þar um margra áratuga skeið. Til að forðast misskilning er rétt að taka fram að háspennumöstur í formi „skúlptúra“, eins og oft vill verða niðurstaðan í arkitektasamkeppnum um háspennumöstur, eru ólíkleg til þess að vera lausn á vandamálinu sem hér er rætt. Það krefst þekkingar að greina á milli skúlptúra annars vegar og lausna hins vegar, sem ekki bara uppfylla kröfur til tæknilegs hlutverks, umhverfis og kostnaðar, heldur jafnframt bæta þær aðferðir sem notaðar hafa verið í gegnum tíðina. Háspennustrengir í jörðuHáspennustrengur í jörðu er krefjandi framkvæmd í umhverfislegu tilliti. Vegagerð fyrir þungavinnuvélar, stórir skurðir og fyllingar tilheyra slíkri framkvæmd. Breitt svöðusár verður eftir í landslaginu sem í íslenskum aðstæðum er oft viðkvæmt. Í samhengi við Suðvesturlínur er um að ræða mosa og hraun, svöðusár sem ekki verður lagað eftir á. Um þetta hefur verið skrifað í Fréttablaðinu (Gústaf Adolf Skúlason, 25. nóvember 2011). Engu að síður ber að ígrunda þennan valkost vel, ef valið stendur á milli þess og þeirrar lausnar sem Landsnet býður upp á. Hér þarf bráðnauðsynlega að kanna þriðju leiðina. Að lokum Hér er ekki mælt gegn loftlínum sem slíkum, við þurfum rafmagn. Hér er bent á að valkostirnir eru fleiri en tveir. Í þriðju leiðinni er að finna aðrar lausnir sem gætu verið grundvöllur að meiri sátt um framkvæmdir eins og þær sem hér er rætt um – stóriðnaðarframkvæmdir. Það má ekki gleyma því að niðurgrafinn háspennustrengur út eftir Reykjanesskaganum veldur óafturkræfu umhverfisraski. Jarðstrengur er því frá umhverfissjónarmiðum að vissu leyti vafasöm framkvæmd. Kostnaðarhliðin er þekkt og hefur verið rædd mikið í fjölmiðlum. Fjárfesting í orkuflutningskerfum er skv. sérfræðingum áhættuminnsta fjárfestingin sem hægt er að gera í orkugeiranum í dag. Umhverfisslys vofir nú yfir Reykjanesi og með breyttri hugsun má enn koma í veg fyrir það. Um leið er fjárfest í nýrri sýn, forsendum og aðferðum – þekkingu. Nútíma verkfræði býr yfir mýmörgum möguleikum til þess að skapa nýjar raunverulega hagkvæmar og umhverfisvænar lausnir sem endurspegla samtímann og getu hans til að leysa flókin verkefni vel. Forðumst umhverfisslys á Reykjanesskaga. Greinina má lesa í fullri lengd á: www.linudans.org Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir hvern er hagkvæmnin reiknuð, þegar kemur að því að reikna kostnað af raforkuflutningskerfum? Hversu mikið kostar vond ímynd? Margar þjóðir eyða miklum fjármunum í að markaðssetja sig sem best þær geta. Ef við viljum að Suðurnes verði vitnisburður um 19. aldar iðnvæðingu á 21. öldinni, þá er vitaskuld best að halda áfram á þeirri braut sem Landsnet hefur markað. Eftir tíu ár verður þessi ímynd enn fjarlægari nútímanum sem gerir hana enn sérstæðari. E.t.v. er þetta í samræmi við áform ríkisstjórnarinnar. Af hverju þykir það sjálfsagt (sbr. það sem komið hefur fram í máli forstjóra Landsnets) að það skili sér beint í hærra orkuverði til almennings ef raforkuflutningskerfi sem byggt er fyrir einkafyrirtæki í Helguvík verður dýrara en Landsnet gerði ráð fyrir? Í fyrsta lagi hefur viðkomandi einkafyrirtæki væntanlega samið sérstaklega um annað og lægra orkuverð en við hin borgum. Í öðru lagi, hefði ekki átt að taka tillit til þessa í hagkvæmniútreikningum fyrirtækisins? Var það kannski hugmyndin að almenningur stæði undir kostnaði sem snýr að umhverfi, aðlögun eða auknum gæðum almennt? Eru umhverfismál og gæði kannski alfarið á kostnað almennings – eitthvað sem greiðist eftir skatt en ekki með sköttum? Þriðja leiðinÞað er eitt að byggja álver og annað hvernig það er gert. Það er eitt að byggja raforkuflutningskerfi fyrir loftlínur og annað hvernig það er gert. Iðnaðarmannvirki þarf ekki að hanna með sama hætti og gert var snemma á tuttugustu öld – tímarnir eru breyttir. Auðvitað er hægt að aðlaga iðnaðarmannvirki að nútímanum, landslaginu og samfélaginu – og í sátt við það – með umhverfisvæn sjónarmið í huga. Til þess þarf bara vilja og það kostar ekki meira ef rétt er að farið. Þriðja leiðin felur í sér lausnir sem uppfylla bæði tæknilegar og umhverfislegar kröfur á hagkvæman hátt. Þrýstingur á breytingar eykst nú hratt með vaxandi umhverfisvakningu og tilheyrandi umhverfiskröfum í mannvirkjahönnun. Það er e.t.v. ráð að hafa þetta í huga, þar sem mannvirkin sem nú stendur til að reisa á Reykjanesskaganum munu standa þar um margra áratuga skeið. Til að forðast misskilning er rétt að taka fram að háspennumöstur í formi „skúlptúra“, eins og oft vill verða niðurstaðan í arkitektasamkeppnum um háspennumöstur, eru ólíkleg til þess að vera lausn á vandamálinu sem hér er rætt. Það krefst þekkingar að greina á milli skúlptúra annars vegar og lausna hins vegar, sem ekki bara uppfylla kröfur til tæknilegs hlutverks, umhverfis og kostnaðar, heldur jafnframt bæta þær aðferðir sem notaðar hafa verið í gegnum tíðina. Háspennustrengir í jörðuHáspennustrengur í jörðu er krefjandi framkvæmd í umhverfislegu tilliti. Vegagerð fyrir þungavinnuvélar, stórir skurðir og fyllingar tilheyra slíkri framkvæmd. Breitt svöðusár verður eftir í landslaginu sem í íslenskum aðstæðum er oft viðkvæmt. Í samhengi við Suðvesturlínur er um að ræða mosa og hraun, svöðusár sem ekki verður lagað eftir á. Um þetta hefur verið skrifað í Fréttablaðinu (Gústaf Adolf Skúlason, 25. nóvember 2011). Engu að síður ber að ígrunda þennan valkost vel, ef valið stendur á milli þess og þeirrar lausnar sem Landsnet býður upp á. Hér þarf bráðnauðsynlega að kanna þriðju leiðina. Að lokum Hér er ekki mælt gegn loftlínum sem slíkum, við þurfum rafmagn. Hér er bent á að valkostirnir eru fleiri en tveir. Í þriðju leiðinni er að finna aðrar lausnir sem gætu verið grundvöllur að meiri sátt um framkvæmdir eins og þær sem hér er rætt um – stóriðnaðarframkvæmdir. Það má ekki gleyma því að niðurgrafinn háspennustrengur út eftir Reykjanesskaganum veldur óafturkræfu umhverfisraski. Jarðstrengur er því frá umhverfissjónarmiðum að vissu leyti vafasöm framkvæmd. Kostnaðarhliðin er þekkt og hefur verið rædd mikið í fjölmiðlum. Fjárfesting í orkuflutningskerfum er skv. sérfræðingum áhættuminnsta fjárfestingin sem hægt er að gera í orkugeiranum í dag. Umhverfisslys vofir nú yfir Reykjanesi og með breyttri hugsun má enn koma í veg fyrir það. Um leið er fjárfest í nýrri sýn, forsendum og aðferðum – þekkingu. Nútíma verkfræði býr yfir mýmörgum möguleikum til þess að skapa nýjar raunverulega hagkvæmar og umhverfisvænar lausnir sem endurspegla samtímann og getu hans til að leysa flókin verkefni vel. Forðumst umhverfisslys á Reykjanesskaga. Greinina má lesa í fullri lengd á: www.linudans.org
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun