19. aldar iðnvæðing á Suðurnesjum? Magnús Rannver Rafnsson skrifar 17. mars 2012 06:00 Fyrir hvern er hagkvæmnin reiknuð, þegar kemur að því að reikna kostnað af raforkuflutningskerfum? Hversu mikið kostar vond ímynd? Margar þjóðir eyða miklum fjármunum í að markaðssetja sig sem best þær geta. Ef við viljum að Suðurnes verði vitnisburður um 19. aldar iðnvæðingu á 21. öldinni, þá er vitaskuld best að halda áfram á þeirri braut sem Landsnet hefur markað. Eftir tíu ár verður þessi ímynd enn fjarlægari nútímanum sem gerir hana enn sérstæðari. E.t.v. er þetta í samræmi við áform ríkisstjórnarinnar. Af hverju þykir það sjálfsagt (sbr. það sem komið hefur fram í máli forstjóra Landsnets) að það skili sér beint í hærra orkuverði til almennings ef raforkuflutningskerfi sem byggt er fyrir einkafyrirtæki í Helguvík verður dýrara en Landsnet gerði ráð fyrir? Í fyrsta lagi hefur viðkomandi einkafyrirtæki væntanlega samið sérstaklega um annað og lægra orkuverð en við hin borgum. Í öðru lagi, hefði ekki átt að taka tillit til þessa í hagkvæmniútreikningum fyrirtækisins? Var það kannski hugmyndin að almenningur stæði undir kostnaði sem snýr að umhverfi, aðlögun eða auknum gæðum almennt? Eru umhverfismál og gæði kannski alfarið á kostnað almennings – eitthvað sem greiðist eftir skatt en ekki með sköttum? Þriðja leiðinÞað er eitt að byggja álver og annað hvernig það er gert. Það er eitt að byggja raforkuflutningskerfi fyrir loftlínur og annað hvernig það er gert. Iðnaðarmannvirki þarf ekki að hanna með sama hætti og gert var snemma á tuttugustu öld – tímarnir eru breyttir. Auðvitað er hægt að aðlaga iðnaðarmannvirki að nútímanum, landslaginu og samfélaginu – og í sátt við það – með umhverfisvæn sjónarmið í huga. Til þess þarf bara vilja og það kostar ekki meira ef rétt er að farið. Þriðja leiðin felur í sér lausnir sem uppfylla bæði tæknilegar og umhverfislegar kröfur á hagkvæman hátt. Þrýstingur á breytingar eykst nú hratt með vaxandi umhverfisvakningu og tilheyrandi umhverfiskröfum í mannvirkjahönnun. Það er e.t.v. ráð að hafa þetta í huga, þar sem mannvirkin sem nú stendur til að reisa á Reykjanesskaganum munu standa þar um margra áratuga skeið. Til að forðast misskilning er rétt að taka fram að háspennumöstur í formi „skúlptúra“, eins og oft vill verða niðurstaðan í arkitektasamkeppnum um háspennumöstur, eru ólíkleg til þess að vera lausn á vandamálinu sem hér er rætt. Það krefst þekkingar að greina á milli skúlptúra annars vegar og lausna hins vegar, sem ekki bara uppfylla kröfur til tæknilegs hlutverks, umhverfis og kostnaðar, heldur jafnframt bæta þær aðferðir sem notaðar hafa verið í gegnum tíðina. Háspennustrengir í jörðuHáspennustrengur í jörðu er krefjandi framkvæmd í umhverfislegu tilliti. Vegagerð fyrir þungavinnuvélar, stórir skurðir og fyllingar tilheyra slíkri framkvæmd. Breitt svöðusár verður eftir í landslaginu sem í íslenskum aðstæðum er oft viðkvæmt. Í samhengi við Suðvesturlínur er um að ræða mosa og hraun, svöðusár sem ekki verður lagað eftir á. Um þetta hefur verið skrifað í Fréttablaðinu (Gústaf Adolf Skúlason, 25. nóvember 2011). Engu að síður ber að ígrunda þennan valkost vel, ef valið stendur á milli þess og þeirrar lausnar sem Landsnet býður upp á. Hér þarf bráðnauðsynlega að kanna þriðju leiðina. Að lokum Hér er ekki mælt gegn loftlínum sem slíkum, við þurfum rafmagn. Hér er bent á að valkostirnir eru fleiri en tveir. Í þriðju leiðinni er að finna aðrar lausnir sem gætu verið grundvöllur að meiri sátt um framkvæmdir eins og þær sem hér er rætt um – stóriðnaðarframkvæmdir. Það má ekki gleyma því að niðurgrafinn háspennustrengur út eftir Reykjanesskaganum veldur óafturkræfu umhverfisraski. Jarðstrengur er því frá umhverfissjónarmiðum að vissu leyti vafasöm framkvæmd. Kostnaðarhliðin er þekkt og hefur verið rædd mikið í fjölmiðlum. Fjárfesting í orkuflutningskerfum er skv. sérfræðingum áhættuminnsta fjárfestingin sem hægt er að gera í orkugeiranum í dag. Umhverfisslys vofir nú yfir Reykjanesi og með breyttri hugsun má enn koma í veg fyrir það. Um leið er fjárfest í nýrri sýn, forsendum og aðferðum – þekkingu. Nútíma verkfræði býr yfir mýmörgum möguleikum til þess að skapa nýjar raunverulega hagkvæmar og umhverfisvænar lausnir sem endurspegla samtímann og getu hans til að leysa flókin verkefni vel. Forðumst umhverfisslys á Reykjanesskaga. Greinina má lesa í fullri lengd á: www.linudans.org Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir hvern er hagkvæmnin reiknuð, þegar kemur að því að reikna kostnað af raforkuflutningskerfum? Hversu mikið kostar vond ímynd? Margar þjóðir eyða miklum fjármunum í að markaðssetja sig sem best þær geta. Ef við viljum að Suðurnes verði vitnisburður um 19. aldar iðnvæðingu á 21. öldinni, þá er vitaskuld best að halda áfram á þeirri braut sem Landsnet hefur markað. Eftir tíu ár verður þessi ímynd enn fjarlægari nútímanum sem gerir hana enn sérstæðari. E.t.v. er þetta í samræmi við áform ríkisstjórnarinnar. Af hverju þykir það sjálfsagt (sbr. það sem komið hefur fram í máli forstjóra Landsnets) að það skili sér beint í hærra orkuverði til almennings ef raforkuflutningskerfi sem byggt er fyrir einkafyrirtæki í Helguvík verður dýrara en Landsnet gerði ráð fyrir? Í fyrsta lagi hefur viðkomandi einkafyrirtæki væntanlega samið sérstaklega um annað og lægra orkuverð en við hin borgum. Í öðru lagi, hefði ekki átt að taka tillit til þessa í hagkvæmniútreikningum fyrirtækisins? Var það kannski hugmyndin að almenningur stæði undir kostnaði sem snýr að umhverfi, aðlögun eða auknum gæðum almennt? Eru umhverfismál og gæði kannski alfarið á kostnað almennings – eitthvað sem greiðist eftir skatt en ekki með sköttum? Þriðja leiðinÞað er eitt að byggja álver og annað hvernig það er gert. Það er eitt að byggja raforkuflutningskerfi fyrir loftlínur og annað hvernig það er gert. Iðnaðarmannvirki þarf ekki að hanna með sama hætti og gert var snemma á tuttugustu öld – tímarnir eru breyttir. Auðvitað er hægt að aðlaga iðnaðarmannvirki að nútímanum, landslaginu og samfélaginu – og í sátt við það – með umhverfisvæn sjónarmið í huga. Til þess þarf bara vilja og það kostar ekki meira ef rétt er að farið. Þriðja leiðin felur í sér lausnir sem uppfylla bæði tæknilegar og umhverfislegar kröfur á hagkvæman hátt. Þrýstingur á breytingar eykst nú hratt með vaxandi umhverfisvakningu og tilheyrandi umhverfiskröfum í mannvirkjahönnun. Það er e.t.v. ráð að hafa þetta í huga, þar sem mannvirkin sem nú stendur til að reisa á Reykjanesskaganum munu standa þar um margra áratuga skeið. Til að forðast misskilning er rétt að taka fram að háspennumöstur í formi „skúlptúra“, eins og oft vill verða niðurstaðan í arkitektasamkeppnum um háspennumöstur, eru ólíkleg til þess að vera lausn á vandamálinu sem hér er rætt. Það krefst þekkingar að greina á milli skúlptúra annars vegar og lausna hins vegar, sem ekki bara uppfylla kröfur til tæknilegs hlutverks, umhverfis og kostnaðar, heldur jafnframt bæta þær aðferðir sem notaðar hafa verið í gegnum tíðina. Háspennustrengir í jörðuHáspennustrengur í jörðu er krefjandi framkvæmd í umhverfislegu tilliti. Vegagerð fyrir þungavinnuvélar, stórir skurðir og fyllingar tilheyra slíkri framkvæmd. Breitt svöðusár verður eftir í landslaginu sem í íslenskum aðstæðum er oft viðkvæmt. Í samhengi við Suðvesturlínur er um að ræða mosa og hraun, svöðusár sem ekki verður lagað eftir á. Um þetta hefur verið skrifað í Fréttablaðinu (Gústaf Adolf Skúlason, 25. nóvember 2011). Engu að síður ber að ígrunda þennan valkost vel, ef valið stendur á milli þess og þeirrar lausnar sem Landsnet býður upp á. Hér þarf bráðnauðsynlega að kanna þriðju leiðina. Að lokum Hér er ekki mælt gegn loftlínum sem slíkum, við þurfum rafmagn. Hér er bent á að valkostirnir eru fleiri en tveir. Í þriðju leiðinni er að finna aðrar lausnir sem gætu verið grundvöllur að meiri sátt um framkvæmdir eins og þær sem hér er rætt um – stóriðnaðarframkvæmdir. Það má ekki gleyma því að niðurgrafinn háspennustrengur út eftir Reykjanesskaganum veldur óafturkræfu umhverfisraski. Jarðstrengur er því frá umhverfissjónarmiðum að vissu leyti vafasöm framkvæmd. Kostnaðarhliðin er þekkt og hefur verið rædd mikið í fjölmiðlum. Fjárfesting í orkuflutningskerfum er skv. sérfræðingum áhættuminnsta fjárfestingin sem hægt er að gera í orkugeiranum í dag. Umhverfisslys vofir nú yfir Reykjanesi og með breyttri hugsun má enn koma í veg fyrir það. Um leið er fjárfest í nýrri sýn, forsendum og aðferðum – þekkingu. Nútíma verkfræði býr yfir mýmörgum möguleikum til þess að skapa nýjar raunverulega hagkvæmar og umhverfisvænar lausnir sem endurspegla samtímann og getu hans til að leysa flókin verkefni vel. Forðumst umhverfisslys á Reykjanesskaga. Greinina má lesa í fullri lengd á: www.linudans.org
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar