Lífið

Kemur á einkaþotu og bakar pitsu á Selfossi

Patrick Doyle, forstjóri Dominos í heiminum, verður viðstaddur opnun nýs staðar á Selfossi í dag. Hann mun taka til hendinni og baka eina pitsu.
Patrick Doyle, forstjóri Dominos í heiminum, verður viðstaddur opnun nýs staðar á Selfossi í dag. Hann mun taka til hendinni og baka eina pitsu.
Nýr Dominos veitingastaður opnar á Selfossi í dag og í tilefni þess mun Patrick Doyle, forstjóri Dominos í heiminum, mæta á staðinn og baka eina flatböku. Doyle flýgur með einkaþotu til landsins til þess eins að vera viðstaddur opnunina.

Doyle var í fyrra valinn Forstjóri ársins, eða CEO of The Year upp á enska vísu, af sjónvarpsstöðinni CNBC. Hann flýgur hingað til lands í dag til þess að vera viðstaddur opnun staðarins, klippa á borðann og baka í leiðinni eina pitsu handa heppnum viðskiptavini. Doyle þessi er þekktur fyrir létta lund og leikur forstjórinn til að mynda sjálfur í mörgum auglýsingum fyrirtækisins.

Birgir Örn Birgisson, framkvæmdastjóri Dominos á Íslandi, segir starfsfólk Dominos spennt fyrir að hitta Doyle en þetta er í fyrsta sinn sem forstjórinn heimsækir landið. „Hann ferðast mikið á milli landa en hefur ekki komið til Íslands áður og hafði því mikinn áhuga á að heimsækja landið. Við höfðum samband við hann og þar sem hann er á ferðalagi um Evrópu var auðvelt fyrir hann að koma við í leiðinni."

Inntur eftir því hvort hann viti hvers konar pitsu Doyle muni baka svarar Birgir Örn neitandi. „Það kemur í ljós síðar í dag. Hann hefur starfað hjá fyrirtækinu mjög lengi og unnið sig upp frá grunni þannig ég held að honum verði hæg heimantökin," segir Birgir Örn að lokum.

Sérstök opnunardagskrá verður á Dominos á Selfossi í dag á milli klukkan 12.30 og 14.30.

sara@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.