Lífið

Spreyta sig á Fleetwood

Gylfi Blöndal og Sigurður Magnús Finnsson.
Gylfi Blöndal og Sigurður Magnús Finnsson. Mynd/Anton
Hópur íslenskra tónlistarmanna er að taka upp eigin útgáfu plötunnar Rumors með Fleetwood Mac.

„Ég er sannfærður um að þetta eigi eftir að vera skemmtilegt og kannski pínu furðulegt líka," segir tónlistarmaðurinn Gylfi Blöndal. Hann og félagi hans, Sigurður Magnús Finnsson, eða Siggi Shaker, hafa fengið hóp íslenskra tónlistarmanna til að taka upp nýja útgáfu af plötunni Rumors með Fleetwood Mac. Hún kom út árið 1977 og er vinsælasta plata hljómsveitarinnar með lögum á borð við Go Your Own Way, Don"t Stop og Dreams.

Gylfi og Sigurður eru miklir aðdáendur Fleetwood Mac og sérstaklega „Kaliforníu-popp"-skeiðs hennar eftir 1975. Í tilefni þess að 35 ár eru liðin frá útgáfu Rumors ákváðu þeir að fá vini sína sem deila dálæti þeirra á Fleetwood Mac til að taka upp eigin útgáfur af lögum plötunnar.

Þeir sem þegar hafa staðfest þátttöku sína eru Hjaltalín, Retro Stefson, FM Belfast, Sóley, Sin Fang og Mr. Silla, auk þess sem Pétur Ben og Snorri Helgason taka upp lag saman og einnig Borko og Lay Low.

„Það sem er svolítið gaman við þetta er að ég og Siggi og flestir sem eru að spila á þessari plötu eru nánast að fæðast þegar hún er að koma út. Það er mjög líklegt að maður hafi einfaldlega fengið þessa dellu í vöggugjöf," segir Gylfi og hlær.

Retro Stefson, FM Belfast og Hjaltalín hafa staðfest þátttöku sína.
„Það sem er líka gaman við þessa plötu er að fólk kannski um sjötugt er að fíla hana en líka ungt fólk. Það lýsir því hversu góð lög þetta eru."

Upptökur eru hafnar og stefnt er á útgáfu seint í sumar. Einnig eru tónleikar fyrirhugaðir.

freyr@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.