Lífið

Ruslabörnin í bíó

Framleiðandinn Michael Eisner hefur áhuga á að framleiða mynd um Garbage Pail Kids.
Framleiðandinn Michael Eisner hefur áhuga á að framleiða mynd um Garbage Pail Kids.
Í Hollywood virðist fortíðarþráin einráð um þessar mundir, fjölmargar endurgerðar kvikmyndir hafa litið dagsins ljós og enn fleiri eru enn á hugmyndastiginu. Framleiðandinn Michael Eisner hefur lýst yfir áhuga á að framleiða mynd byggða á fígúrum Garbage Pail Kids-safnspilanna.

Spilin voru framleidd árið 1985 og náðu miklum vinsældum, svo miklum að þau voru bönnuð í grunnskólum Bandaríkjanna því börn voru hætt að fylgjast með í tímum. Eisner hefur leitað leiða til að koma hinum vinsælu Garbage Pail Kids á hvíta tjaldið frá árinu 2007. Hann hefur fengið til liðs við sig handritshöfundinn Michael Vukadinovich til að vinna að uppkasti og átt í viðræðum við leikstjórann Adam Pesapane.

Gamlir safnarar Garbage Pail Kids gætu því átt von á því að sjá Adam Bomb, Peeled Paul, Handy Randy og Babbling Brook á hvíta tjaldinu á næstu árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.