Andrés leynir á sér! Jón Axel Ólafsson skrifar 15. mars 2012 06:00 Mjög þörf umræða hefur verið um mikilvægi þess að börn og unglingar lesi sér til gagns og gamans. Samkeppnin um tíma barna verður sífellt meiri og fjölbreyttari. Tölvuleikir og netið virðast heilla meira en lestur bóka. Af því tilefni langar mig að minna á hvað Disney gegnir drjúgu hlutverki þegar kemur að lestri íslenskra barna. Það er augljós staðreynd að Disney-bækur hafa löngum verið vinsælustu lestrarbækur barna á Íslandi. Bækur sem Edda útgáfa gefur út undir merkjum Disney hafa vakið áhuga barna á lestri og stuðlað að hæfni þeirra til að takast á við nám á síðari stigum. Útgáfa barnaefnis er vandmeðfarin og því er ekkert gefið eftir í gæðum þegar efni frá Disney er annars vegar. Þýðingar á barnabókum eru þar með taldar. Til að mynda hefur hinn virti þýðandi Jón Stefán Kristjánsson þýtt Andrésblöðin sl. átta ár við miklar vinsældir. Aðeins fagfólk kemur að útgáfu bóka og blaða frá Disney og kröfur um rétt og gott málfar eru í öndvegi. Eins og Jón Stefán þýðandi segir í viðtali við Egil Helgason í Kiljunni, þann 8. febrúar sl.: „…textinn í Andrés Önd er vel skrifaður. Stundum er hann – kviss, bamm, búmm – einfaldur og aðgengilegur en oft ögrar textinn börnunum og kennir þeim þannig að krakkarnir þurfa virkilega að einbeita sér að lestrinum“. Bækur frá Disney eru jafnan í efstu sætum sölulista bóksala og útgefenda á hverju ári og gróflega áætlað eru um 60 til 70% af 10 efstu sætunum á hverju ári. Þá eru ekki teknar með bækur sem viðskiptavinir fá í áskrift. Alls berast um 300 þúsund eintök af íslenskum Disney-blöðum og bókum til íslenskra barna á hverju ári. Eintakafjöldinn segir þó ekki alla söguna, því bækurnar og blöðin eru marglesin og ganga barna á milli, jafnvel árum og áratugum saman. Samspil mynda og vandaðra þýðinga höfða einstaklega vel til barna og meirihluti þessa lesefnis er keyptur í gegnum einhverja hinna fjögurra Disney áskriftarleiða Eddu útgáfu. Því til viðbótar gefur Edda út fjölbreytt úrval annarra barnabóka á hverju ári og er stærsti útgefandi barnabóka hér á landi. Andrés Önd, og Andrésblað hans, leynir á sér þegar kemur að lestri íslenskra barna. Þau drekka lesefnið í sig og tengja saman orð og myndir. Andrésblaðið hefur komið út á íslensku í 29 ár og ekkert tímarit hefur fleiri áskrifendur en Andrés Önd sem kemur út vikulega. Börn þurfa gott lesefni. Foreldrar þurfa að hvetja börn sín til lesturs og lesa reglulega fyrir börnin sín. Við erum öll ábyrg fyrir því að börnin fái gott lesefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Mjög þörf umræða hefur verið um mikilvægi þess að börn og unglingar lesi sér til gagns og gamans. Samkeppnin um tíma barna verður sífellt meiri og fjölbreyttari. Tölvuleikir og netið virðast heilla meira en lestur bóka. Af því tilefni langar mig að minna á hvað Disney gegnir drjúgu hlutverki þegar kemur að lestri íslenskra barna. Það er augljós staðreynd að Disney-bækur hafa löngum verið vinsælustu lestrarbækur barna á Íslandi. Bækur sem Edda útgáfa gefur út undir merkjum Disney hafa vakið áhuga barna á lestri og stuðlað að hæfni þeirra til að takast á við nám á síðari stigum. Útgáfa barnaefnis er vandmeðfarin og því er ekkert gefið eftir í gæðum þegar efni frá Disney er annars vegar. Þýðingar á barnabókum eru þar með taldar. Til að mynda hefur hinn virti þýðandi Jón Stefán Kristjánsson þýtt Andrésblöðin sl. átta ár við miklar vinsældir. Aðeins fagfólk kemur að útgáfu bóka og blaða frá Disney og kröfur um rétt og gott málfar eru í öndvegi. Eins og Jón Stefán þýðandi segir í viðtali við Egil Helgason í Kiljunni, þann 8. febrúar sl.: „…textinn í Andrés Önd er vel skrifaður. Stundum er hann – kviss, bamm, búmm – einfaldur og aðgengilegur en oft ögrar textinn börnunum og kennir þeim þannig að krakkarnir þurfa virkilega að einbeita sér að lestrinum“. Bækur frá Disney eru jafnan í efstu sætum sölulista bóksala og útgefenda á hverju ári og gróflega áætlað eru um 60 til 70% af 10 efstu sætunum á hverju ári. Þá eru ekki teknar með bækur sem viðskiptavinir fá í áskrift. Alls berast um 300 þúsund eintök af íslenskum Disney-blöðum og bókum til íslenskra barna á hverju ári. Eintakafjöldinn segir þó ekki alla söguna, því bækurnar og blöðin eru marglesin og ganga barna á milli, jafnvel árum og áratugum saman. Samspil mynda og vandaðra þýðinga höfða einstaklega vel til barna og meirihluti þessa lesefnis er keyptur í gegnum einhverja hinna fjögurra Disney áskriftarleiða Eddu útgáfu. Því til viðbótar gefur Edda út fjölbreytt úrval annarra barnabóka á hverju ári og er stærsti útgefandi barnabóka hér á landi. Andrés Önd, og Andrésblað hans, leynir á sér þegar kemur að lestri íslenskra barna. Þau drekka lesefnið í sig og tengja saman orð og myndir. Andrésblaðið hefur komið út á íslensku í 29 ár og ekkert tímarit hefur fleiri áskrifendur en Andrés Önd sem kemur út vikulega. Börn þurfa gott lesefni. Foreldrar þurfa að hvetja börn sín til lesturs og lesa reglulega fyrir börnin sín. Við erum öll ábyrg fyrir því að börnin fái gott lesefni.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar