Rammpólitísk áætlun Orri Hauksson skrifar 13. mars 2012 06:00 Seint á tíunda áratug síðustu aldar var sett af stað umfangsmikil vinna sérfræðinga við gerð svokallaðrar rammaáætlunar, sem flokkar mögulega virkjanakosti á Íslandi til langrar framtíðar. Suma staði á klárlega að vernda. Aðra má hugsanlega nýta, þá að undangengnu umhverfismati og að öðrum skilyrðum uppfylltum. Hugmyndin að baki rammaáætluninni var að láta fara fram ítarlegt og faglegt mat á hartnær öllum möguleikum til nýtingar vatnsafls og jarðvarma, þar sem ólík sjónarmið yrðu vegin saman, með bestu vísindalegu og hlutlægu aðferðum sem í boði væru. Umhverfissjónarmið, náttúruvernd, tæknilegir möguleikar, hagkvæmni, jarðfræði, áhrif á byggðir, ferðamennsku og útiveru, allir þessir þættir skyldu krufnir saman. Þannig mætti fá sameiginlega og skýra niðurstöðu til langrar framtíðar, óháð pólitískum meirihluta á hverjum tíma, um hvar mætti hugsanlega beisla ónýtt afl, en hvar ekki. Ljóst var í upphafi að slík niðurstaða, hvernig sem hún liti út að lokum, yrði málamiðlun ólíkra sjónarmiða og að engin niðurstaða yrði fullkomlega að allra skapi. En þarna átti þó að ná niðurstöðu eftir ríka greiningu fjölda fagfólks, eftir langt og opið ferli. Að niðurstöðunni fram kominni gætu orkufyrirtæki, sveitarfélög og iðnfyrirtæki mótað áætlanir til langrar framtíðar, skapað stöðugleika í framkvæmdum og forðast boðaföll, sem við þekkjum allt of vel úr íslenskri hagsögu. Landsnet gæti aukið nýtingu og hagkvæmni í kerfi sínu og fyrirtækið hefði skýrari forsendur um framkvæmdir og staðsetningu orkuöflunar fram í tímann. Þessi faglega langtímanálgun naut stuðnings allra stjórnmálaflokka vel á annan áratug. Reimleikar í skjalagerðinniÍ febrúar árið 2010 sagði forsætisráðherra á Viðskiptaþingi að nú lægi á að rammaáætlunin, sem hefði verið í smíðum svo lengi og kostað á annan milljarð króna, kæmi til meðferðar á Alþingi. Fyrr yrði ekki ráðist í ný orkuverkefni. Í júlí 2011 komu hin endanlegu faglegu drög loks fram. Hafði þá þegar verið tekið tillit til fjölmargra ábendinga, fyrst og fremst um umhverfismál. Haustið 2011 settu umhverfis- og iðnaðarráðherra fram breytt drög, sem var stílbrot við hið faglega grunnstef ferlisins. Var engu líkara en pólitískur draugagangur hefði herjað á framlag sérfræðinganna. Nokkrir virkjanakostir, sem höfðu fengið hátt nýtingargildi og lágt verndargildi hjá sérfræðingunum, höfðu horfið úr nýtingarflokki með dularfullum hætti en framliðnir skotið upp kollinum í bið- eða verndarflokkum. Enn hefur rammaáætlunin ekki verið lögð fyrir Alþingi, heldur dvelur hún langdvölum bak við luktar pólitískar dyr. Síðastliðinn föstudag átti loks að leggja fram áætlunina í ríkisstjórn, en frá því var horfið á síðustu stundu. Nú um helgina sagði forsætisráðherra að flytja ætti fleiri fullrannsakaða virkjanakosti úr nýtingarflokki í biðflokk, vegna nýrra athugasemda eins og það var útskýrt, sem þyrfti að skoða í um tvö ár í viðbót. Vegna hins opinbera pólitíska ágreinings sem ríkir innan meirihlutans um ýmsa virkjanakosti, t.d. í neðrihluta Þjórsár, þarf nokkra trúgirni til að fallast á að frekari færslur úr nýtingarflokki séu tilkomnar vegna óvæntra faglegra sjónarmiða, meðal annars á kostum sem þegar hafa staðist umhverfismat. Forsætisráðherra mætti endilega lesa upphátt á næsta ríkisstjórnarfundi úr ræðu Steingríms J. Sigfússonar á Alþingi frá 22. nóvember 2005, þegar hann sagði: „Neðri virkjanirnar í Þjórsá eru mjög hagkvæmar vegna þess að þær nýta alla miðlunina sem fyrir er ofar í Þjórsársvæðinu. Núpavirkjun og síðan Urriðafossvirkjun eru að vísu ekki án umhverfisfórna. Það þarf vissulega að fara vel yfir það, en að breyttu breytanda eru þær mjög eðlilegur virkjunarkostur áður en menn ráðast í ný og óröskuð svæði.“ Stefnir í öruggan PyrrhosarsigurTilgangurinn með hinu langvinna rannsókna- og umsagnaferli var að láta afraksturinn standa til langs tíma, en ekki feykjast eftir því hvernig pólitískir vindar blésu hverju sinni. Í ljósi nýjustu hrossakaupa dregur úr líkum á að hinn þverpólitíski stuðningur við áætlunina verði varanlegur. Nýir meirihlutar á Alþingi munu varla una áætlun sem er útötuð í pólitískum fingraförum gamalla ríkisstjórna. Hringl með virkjanakosti inn og út úr nýtingarflokki blasir þá við á ný. Þeim sem vilja helst setja nær alla kosti í verndarflokk virðist vera að takast að sveigja rammaáætlunina með handafli frá hinni faglegu niðurstöðu. Ekki er líklegt það geri málstað þeirra mikinn greiða til langframa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Seint á tíunda áratug síðustu aldar var sett af stað umfangsmikil vinna sérfræðinga við gerð svokallaðrar rammaáætlunar, sem flokkar mögulega virkjanakosti á Íslandi til langrar framtíðar. Suma staði á klárlega að vernda. Aðra má hugsanlega nýta, þá að undangengnu umhverfismati og að öðrum skilyrðum uppfylltum. Hugmyndin að baki rammaáætluninni var að láta fara fram ítarlegt og faglegt mat á hartnær öllum möguleikum til nýtingar vatnsafls og jarðvarma, þar sem ólík sjónarmið yrðu vegin saman, með bestu vísindalegu og hlutlægu aðferðum sem í boði væru. Umhverfissjónarmið, náttúruvernd, tæknilegir möguleikar, hagkvæmni, jarðfræði, áhrif á byggðir, ferðamennsku og útiveru, allir þessir þættir skyldu krufnir saman. Þannig mætti fá sameiginlega og skýra niðurstöðu til langrar framtíðar, óháð pólitískum meirihluta á hverjum tíma, um hvar mætti hugsanlega beisla ónýtt afl, en hvar ekki. Ljóst var í upphafi að slík niðurstaða, hvernig sem hún liti út að lokum, yrði málamiðlun ólíkra sjónarmiða og að engin niðurstaða yrði fullkomlega að allra skapi. En þarna átti þó að ná niðurstöðu eftir ríka greiningu fjölda fagfólks, eftir langt og opið ferli. Að niðurstöðunni fram kominni gætu orkufyrirtæki, sveitarfélög og iðnfyrirtæki mótað áætlanir til langrar framtíðar, skapað stöðugleika í framkvæmdum og forðast boðaföll, sem við þekkjum allt of vel úr íslenskri hagsögu. Landsnet gæti aukið nýtingu og hagkvæmni í kerfi sínu og fyrirtækið hefði skýrari forsendur um framkvæmdir og staðsetningu orkuöflunar fram í tímann. Þessi faglega langtímanálgun naut stuðnings allra stjórnmálaflokka vel á annan áratug. Reimleikar í skjalagerðinniÍ febrúar árið 2010 sagði forsætisráðherra á Viðskiptaþingi að nú lægi á að rammaáætlunin, sem hefði verið í smíðum svo lengi og kostað á annan milljarð króna, kæmi til meðferðar á Alþingi. Fyrr yrði ekki ráðist í ný orkuverkefni. Í júlí 2011 komu hin endanlegu faglegu drög loks fram. Hafði þá þegar verið tekið tillit til fjölmargra ábendinga, fyrst og fremst um umhverfismál. Haustið 2011 settu umhverfis- og iðnaðarráðherra fram breytt drög, sem var stílbrot við hið faglega grunnstef ferlisins. Var engu líkara en pólitískur draugagangur hefði herjað á framlag sérfræðinganna. Nokkrir virkjanakostir, sem höfðu fengið hátt nýtingargildi og lágt verndargildi hjá sérfræðingunum, höfðu horfið úr nýtingarflokki með dularfullum hætti en framliðnir skotið upp kollinum í bið- eða verndarflokkum. Enn hefur rammaáætlunin ekki verið lögð fyrir Alþingi, heldur dvelur hún langdvölum bak við luktar pólitískar dyr. Síðastliðinn föstudag átti loks að leggja fram áætlunina í ríkisstjórn, en frá því var horfið á síðustu stundu. Nú um helgina sagði forsætisráðherra að flytja ætti fleiri fullrannsakaða virkjanakosti úr nýtingarflokki í biðflokk, vegna nýrra athugasemda eins og það var útskýrt, sem þyrfti að skoða í um tvö ár í viðbót. Vegna hins opinbera pólitíska ágreinings sem ríkir innan meirihlutans um ýmsa virkjanakosti, t.d. í neðrihluta Þjórsár, þarf nokkra trúgirni til að fallast á að frekari færslur úr nýtingarflokki séu tilkomnar vegna óvæntra faglegra sjónarmiða, meðal annars á kostum sem þegar hafa staðist umhverfismat. Forsætisráðherra mætti endilega lesa upphátt á næsta ríkisstjórnarfundi úr ræðu Steingríms J. Sigfússonar á Alþingi frá 22. nóvember 2005, þegar hann sagði: „Neðri virkjanirnar í Þjórsá eru mjög hagkvæmar vegna þess að þær nýta alla miðlunina sem fyrir er ofar í Þjórsársvæðinu. Núpavirkjun og síðan Urriðafossvirkjun eru að vísu ekki án umhverfisfórna. Það þarf vissulega að fara vel yfir það, en að breyttu breytanda eru þær mjög eðlilegur virkjunarkostur áður en menn ráðast í ný og óröskuð svæði.“ Stefnir í öruggan PyrrhosarsigurTilgangurinn með hinu langvinna rannsókna- og umsagnaferli var að láta afraksturinn standa til langs tíma, en ekki feykjast eftir því hvernig pólitískir vindar blésu hverju sinni. Í ljósi nýjustu hrossakaupa dregur úr líkum á að hinn þverpólitíski stuðningur við áætlunina verði varanlegur. Nýir meirihlutar á Alþingi munu varla una áætlun sem er útötuð í pólitískum fingraförum gamalla ríkisstjórna. Hringl með virkjanakosti inn og út úr nýtingarflokki blasir þá við á ný. Þeim sem vilja helst setja nær alla kosti í verndarflokk virðist vera að takast að sveigja rammaáætlunina með handafli frá hinni faglegu niðurstöðu. Ekki er líklegt það geri málstað þeirra mikinn greiða til langframa.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar