Lifa í stöðugum ótta við ósýnilega hættu 12. mars 2012 02:00 Tveir menn setjast út fyrir til að reykja í flóttamannabúðum, sem komið var upp í ónotuðum skóla í Kazo fyrir íbúa bæjarins Futaba, sem rýma þurfti vegna geislahættu.fréttablaðið/AP „Í raun og veru er ekki óhætt að búa hér," segir Yoshiko Ota. „En við búum hérna." Hún býr í 40 kílómetra fjarlægð frá kjarnorkuverinu í Fukushima, sem eyðilagðist í náttúruhamförunum í Japan fyrir einu ári. Eins og margir aðrir íbúar þar er hún haldin stöðugum ótta. Hún þorir ekki að hafa gluggana opna. Hún hengir þvottinn sinn aldrei upp utandyra. Og hún leggur hart að dætrum sínum að eignast aldrei börn, af ótta við alvarlega fæðingargalla. „Talsmaður stjórnvalda segir alltaf að ekki sé hætta á neinum heilsufarsáhrifum í bráð," segir Ota, sem er 48 ára starfskona á leikskóla. „En hann talar ekkert um það sem gerist eftir tíu eða tuttugu ár. Hann hlýtur að halda að íbúar Fukushima séu fífl." Hún tekur hættuna alvarlega. Hún tekur inn efnaskiptalyf í von um að losna hraðar við áhrif geislunar úr líkamanum. Hún notar ekki kranavatn heldur kaupir vatn á flöskum fyrir 10 þúsund jen á mánuði, eða meira en 15 þúsund krónur. Hún kaupir ekki grænmeti eða ávexti sem ræktaðir eru í nágrenninu heldur hefur töluvert fyrir því að útvega sér þessar vörur annars staðar frá. Aðrir íbúar í Fukushima taka hættuna að vísu ekki allir jafn alvarlega og hún. En óhugur er í þeim öllum. Sumir eru fluttir burt. Aðrir vita að þeir búa með ósýnilegum óvini. Enn þann dag í dag berst geislamengun frá kjarnorkuverinu, þótt engin starfsemi sé þar lengur. Sérfræðingar virðast flestir sammála um að þótt líf fólks sé ekki í bráðri hættu, þá megi búast við að krabbamein eða aðrir sjúkdómar og kvillar skjóti upp kollinum síðar meir. Fólki er ráðlagt að fara varlega, borða ekki mikið af mat sem framleiddur er í nágrenninu og halda ekki lengi kyrru fyrir á stöðum þar sem hættan þykir meiri en annars staðar, í göturæsum til dæmis eða við lauftré. Mest er hættan fyrir börnin, en enginn getur gefið ákveðin svör um það hve mikil hún er. Meira en 280 þúsund manns búa í Fukushima og mikill fjöldi að auki í næstu nágrannabæjum, þar á meðal stór hluti þeirra 100 þúsund manna sem þurftu að yfirgefa heimili sín í næsta nágrenni kjarnorkuversins. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
„Í raun og veru er ekki óhætt að búa hér," segir Yoshiko Ota. „En við búum hérna." Hún býr í 40 kílómetra fjarlægð frá kjarnorkuverinu í Fukushima, sem eyðilagðist í náttúruhamförunum í Japan fyrir einu ári. Eins og margir aðrir íbúar þar er hún haldin stöðugum ótta. Hún þorir ekki að hafa gluggana opna. Hún hengir þvottinn sinn aldrei upp utandyra. Og hún leggur hart að dætrum sínum að eignast aldrei börn, af ótta við alvarlega fæðingargalla. „Talsmaður stjórnvalda segir alltaf að ekki sé hætta á neinum heilsufarsáhrifum í bráð," segir Ota, sem er 48 ára starfskona á leikskóla. „En hann talar ekkert um það sem gerist eftir tíu eða tuttugu ár. Hann hlýtur að halda að íbúar Fukushima séu fífl." Hún tekur hættuna alvarlega. Hún tekur inn efnaskiptalyf í von um að losna hraðar við áhrif geislunar úr líkamanum. Hún notar ekki kranavatn heldur kaupir vatn á flöskum fyrir 10 þúsund jen á mánuði, eða meira en 15 þúsund krónur. Hún kaupir ekki grænmeti eða ávexti sem ræktaðir eru í nágrenninu heldur hefur töluvert fyrir því að útvega sér þessar vörur annars staðar frá. Aðrir íbúar í Fukushima taka hættuna að vísu ekki allir jafn alvarlega og hún. En óhugur er í þeim öllum. Sumir eru fluttir burt. Aðrir vita að þeir búa með ósýnilegum óvini. Enn þann dag í dag berst geislamengun frá kjarnorkuverinu, þótt engin starfsemi sé þar lengur. Sérfræðingar virðast flestir sammála um að þótt líf fólks sé ekki í bráðri hættu, þá megi búast við að krabbamein eða aðrir sjúkdómar og kvillar skjóti upp kollinum síðar meir. Fólki er ráðlagt að fara varlega, borða ekki mikið af mat sem framleiddur er í nágrenninu og halda ekki lengi kyrru fyrir á stöðum þar sem hættan þykir meiri en annars staðar, í göturæsum til dæmis eða við lauftré. Mest er hættan fyrir börnin, en enginn getur gefið ákveðin svör um það hve mikil hún er. Meira en 280 þúsund manns búa í Fukushima og mikill fjöldi að auki í næstu nágrannabæjum, þar á meðal stór hluti þeirra 100 þúsund manna sem þurftu að yfirgefa heimili sín í næsta nágrenni kjarnorkuversins. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira