Lifa í stöðugum ótta við ósýnilega hættu 12. mars 2012 02:00 Tveir menn setjast út fyrir til að reykja í flóttamannabúðum, sem komið var upp í ónotuðum skóla í Kazo fyrir íbúa bæjarins Futaba, sem rýma þurfti vegna geislahættu.fréttablaðið/AP „Í raun og veru er ekki óhætt að búa hér," segir Yoshiko Ota. „En við búum hérna." Hún býr í 40 kílómetra fjarlægð frá kjarnorkuverinu í Fukushima, sem eyðilagðist í náttúruhamförunum í Japan fyrir einu ári. Eins og margir aðrir íbúar þar er hún haldin stöðugum ótta. Hún þorir ekki að hafa gluggana opna. Hún hengir þvottinn sinn aldrei upp utandyra. Og hún leggur hart að dætrum sínum að eignast aldrei börn, af ótta við alvarlega fæðingargalla. „Talsmaður stjórnvalda segir alltaf að ekki sé hætta á neinum heilsufarsáhrifum í bráð," segir Ota, sem er 48 ára starfskona á leikskóla. „En hann talar ekkert um það sem gerist eftir tíu eða tuttugu ár. Hann hlýtur að halda að íbúar Fukushima séu fífl." Hún tekur hættuna alvarlega. Hún tekur inn efnaskiptalyf í von um að losna hraðar við áhrif geislunar úr líkamanum. Hún notar ekki kranavatn heldur kaupir vatn á flöskum fyrir 10 þúsund jen á mánuði, eða meira en 15 þúsund krónur. Hún kaupir ekki grænmeti eða ávexti sem ræktaðir eru í nágrenninu heldur hefur töluvert fyrir því að útvega sér þessar vörur annars staðar frá. Aðrir íbúar í Fukushima taka hættuna að vísu ekki allir jafn alvarlega og hún. En óhugur er í þeim öllum. Sumir eru fluttir burt. Aðrir vita að þeir búa með ósýnilegum óvini. Enn þann dag í dag berst geislamengun frá kjarnorkuverinu, þótt engin starfsemi sé þar lengur. Sérfræðingar virðast flestir sammála um að þótt líf fólks sé ekki í bráðri hættu, þá megi búast við að krabbamein eða aðrir sjúkdómar og kvillar skjóti upp kollinum síðar meir. Fólki er ráðlagt að fara varlega, borða ekki mikið af mat sem framleiddur er í nágrenninu og halda ekki lengi kyrru fyrir á stöðum þar sem hættan þykir meiri en annars staðar, í göturæsum til dæmis eða við lauftré. Mest er hættan fyrir börnin, en enginn getur gefið ákveðin svör um það hve mikil hún er. Meira en 280 þúsund manns búa í Fukushima og mikill fjöldi að auki í næstu nágrannabæjum, þar á meðal stór hluti þeirra 100 þúsund manna sem þurftu að yfirgefa heimili sín í næsta nágrenni kjarnorkuversins. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Sjá meira
„Í raun og veru er ekki óhætt að búa hér," segir Yoshiko Ota. „En við búum hérna." Hún býr í 40 kílómetra fjarlægð frá kjarnorkuverinu í Fukushima, sem eyðilagðist í náttúruhamförunum í Japan fyrir einu ári. Eins og margir aðrir íbúar þar er hún haldin stöðugum ótta. Hún þorir ekki að hafa gluggana opna. Hún hengir þvottinn sinn aldrei upp utandyra. Og hún leggur hart að dætrum sínum að eignast aldrei börn, af ótta við alvarlega fæðingargalla. „Talsmaður stjórnvalda segir alltaf að ekki sé hætta á neinum heilsufarsáhrifum í bráð," segir Ota, sem er 48 ára starfskona á leikskóla. „En hann talar ekkert um það sem gerist eftir tíu eða tuttugu ár. Hann hlýtur að halda að íbúar Fukushima séu fífl." Hún tekur hættuna alvarlega. Hún tekur inn efnaskiptalyf í von um að losna hraðar við áhrif geislunar úr líkamanum. Hún notar ekki kranavatn heldur kaupir vatn á flöskum fyrir 10 þúsund jen á mánuði, eða meira en 15 þúsund krónur. Hún kaupir ekki grænmeti eða ávexti sem ræktaðir eru í nágrenninu heldur hefur töluvert fyrir því að útvega sér þessar vörur annars staðar frá. Aðrir íbúar í Fukushima taka hættuna að vísu ekki allir jafn alvarlega og hún. En óhugur er í þeim öllum. Sumir eru fluttir burt. Aðrir vita að þeir búa með ósýnilegum óvini. Enn þann dag í dag berst geislamengun frá kjarnorkuverinu, þótt engin starfsemi sé þar lengur. Sérfræðingar virðast flestir sammála um að þótt líf fólks sé ekki í bráðri hættu, þá megi búast við að krabbamein eða aðrir sjúkdómar og kvillar skjóti upp kollinum síðar meir. Fólki er ráðlagt að fara varlega, borða ekki mikið af mat sem framleiddur er í nágrenninu og halda ekki lengi kyrru fyrir á stöðum þar sem hættan þykir meiri en annars staðar, í göturæsum til dæmis eða við lauftré. Mest er hættan fyrir börnin, en enginn getur gefið ákveðin svör um það hve mikil hún er. Meira en 280 þúsund manns búa í Fukushima og mikill fjöldi að auki í næstu nágrannabæjum, þar á meðal stór hluti þeirra 100 þúsund manna sem þurftu að yfirgefa heimili sín í næsta nágrenni kjarnorkuversins. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Sjá meira