Lifa í stöðugum ótta við ósýnilega hættu 12. mars 2012 02:00 Tveir menn setjast út fyrir til að reykja í flóttamannabúðum, sem komið var upp í ónotuðum skóla í Kazo fyrir íbúa bæjarins Futaba, sem rýma þurfti vegna geislahættu.fréttablaðið/AP „Í raun og veru er ekki óhætt að búa hér," segir Yoshiko Ota. „En við búum hérna." Hún býr í 40 kílómetra fjarlægð frá kjarnorkuverinu í Fukushima, sem eyðilagðist í náttúruhamförunum í Japan fyrir einu ári. Eins og margir aðrir íbúar þar er hún haldin stöðugum ótta. Hún þorir ekki að hafa gluggana opna. Hún hengir þvottinn sinn aldrei upp utandyra. Og hún leggur hart að dætrum sínum að eignast aldrei börn, af ótta við alvarlega fæðingargalla. „Talsmaður stjórnvalda segir alltaf að ekki sé hætta á neinum heilsufarsáhrifum í bráð," segir Ota, sem er 48 ára starfskona á leikskóla. „En hann talar ekkert um það sem gerist eftir tíu eða tuttugu ár. Hann hlýtur að halda að íbúar Fukushima séu fífl." Hún tekur hættuna alvarlega. Hún tekur inn efnaskiptalyf í von um að losna hraðar við áhrif geislunar úr líkamanum. Hún notar ekki kranavatn heldur kaupir vatn á flöskum fyrir 10 þúsund jen á mánuði, eða meira en 15 þúsund krónur. Hún kaupir ekki grænmeti eða ávexti sem ræktaðir eru í nágrenninu heldur hefur töluvert fyrir því að útvega sér þessar vörur annars staðar frá. Aðrir íbúar í Fukushima taka hættuna að vísu ekki allir jafn alvarlega og hún. En óhugur er í þeim öllum. Sumir eru fluttir burt. Aðrir vita að þeir búa með ósýnilegum óvini. Enn þann dag í dag berst geislamengun frá kjarnorkuverinu, þótt engin starfsemi sé þar lengur. Sérfræðingar virðast flestir sammála um að þótt líf fólks sé ekki í bráðri hættu, þá megi búast við að krabbamein eða aðrir sjúkdómar og kvillar skjóti upp kollinum síðar meir. Fólki er ráðlagt að fara varlega, borða ekki mikið af mat sem framleiddur er í nágrenninu og halda ekki lengi kyrru fyrir á stöðum þar sem hættan þykir meiri en annars staðar, í göturæsum til dæmis eða við lauftré. Mest er hættan fyrir börnin, en enginn getur gefið ákveðin svör um það hve mikil hún er. Meira en 280 þúsund manns búa í Fukushima og mikill fjöldi að auki í næstu nágrannabæjum, þar á meðal stór hluti þeirra 100 þúsund manna sem þurftu að yfirgefa heimili sín í næsta nágrenni kjarnorkuversins. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Sjá meira
„Í raun og veru er ekki óhætt að búa hér," segir Yoshiko Ota. „En við búum hérna." Hún býr í 40 kílómetra fjarlægð frá kjarnorkuverinu í Fukushima, sem eyðilagðist í náttúruhamförunum í Japan fyrir einu ári. Eins og margir aðrir íbúar þar er hún haldin stöðugum ótta. Hún þorir ekki að hafa gluggana opna. Hún hengir þvottinn sinn aldrei upp utandyra. Og hún leggur hart að dætrum sínum að eignast aldrei börn, af ótta við alvarlega fæðingargalla. „Talsmaður stjórnvalda segir alltaf að ekki sé hætta á neinum heilsufarsáhrifum í bráð," segir Ota, sem er 48 ára starfskona á leikskóla. „En hann talar ekkert um það sem gerist eftir tíu eða tuttugu ár. Hann hlýtur að halda að íbúar Fukushima séu fífl." Hún tekur hættuna alvarlega. Hún tekur inn efnaskiptalyf í von um að losna hraðar við áhrif geislunar úr líkamanum. Hún notar ekki kranavatn heldur kaupir vatn á flöskum fyrir 10 þúsund jen á mánuði, eða meira en 15 þúsund krónur. Hún kaupir ekki grænmeti eða ávexti sem ræktaðir eru í nágrenninu heldur hefur töluvert fyrir því að útvega sér þessar vörur annars staðar frá. Aðrir íbúar í Fukushima taka hættuna að vísu ekki allir jafn alvarlega og hún. En óhugur er í þeim öllum. Sumir eru fluttir burt. Aðrir vita að þeir búa með ósýnilegum óvini. Enn þann dag í dag berst geislamengun frá kjarnorkuverinu, þótt engin starfsemi sé þar lengur. Sérfræðingar virðast flestir sammála um að þótt líf fólks sé ekki í bráðri hættu, þá megi búast við að krabbamein eða aðrir sjúkdómar og kvillar skjóti upp kollinum síðar meir. Fólki er ráðlagt að fara varlega, borða ekki mikið af mat sem framleiddur er í nágrenninu og halda ekki lengi kyrru fyrir á stöðum þar sem hættan þykir meiri en annars staðar, í göturæsum til dæmis eða við lauftré. Mest er hættan fyrir börnin, en enginn getur gefið ákveðin svör um það hve mikil hún er. Meira en 280 þúsund manns búa í Fukushima og mikill fjöldi að auki í næstu nágrannabæjum, þar á meðal stór hluti þeirra 100 þúsund manna sem þurftu að yfirgefa heimili sín í næsta nágrenni kjarnorkuversins. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Sjá meira