Lífið

Jamie Oliver fúll á móti

Jamie Oliver brást ókvæða við spurningu ástralsks blaðamanns.
Jamie Oliver brást ókvæða við spurningu ástralsks blaðamanns. nordicphotos/getty
Kokkurinn Jamie Oliver brást ókvæða við þegar blaðamaður spurði nýverið hvort hann hefði bætt á sig nokkrum aukakílóum.

Oliver var staddur á blaðamannafundi í Ástralíu þegar einn blaðamaðurinn spurði hvort það væri rétt að kokkurinn hafði þyngst og brást Oliver við á þann hátt að kalla blaðamanninn illu nafni.

„Ég veit það ekki. Ég er hraustur. Ertu frá gulu pressunni? Takk fyrir að taka eftir því, tíkin þín," hreytti Oliver út úr sér og viðstaddir voru ekki vissir um hvort hann væri að grínast eða ekki.

Kokkurinn bætti svo við að hann gerði sitt besta til að halda sér heilbrigðum en að það geti verið erfitt fyrir mann í hans starfsstétt að þyngjast ekki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.