Lífið

Óttaðist um Houston

Mágkona Whitney Houston hafði miklar áhyggjur af henni.
Mágkona Whitney Houston hafði miklar áhyggjur af henni.
Mágkona Whitney Houston segist lengi hafa óttast að hún myndi deyja. Ástæðan er vafasamur lífsstíll hennar síðustu mánuðina áður en hún lést.

Í væntanlegu viðtali við Oprah Winfrey segist Patricia Houston, sem er gift bróður Houston, hafa haft miklar áhyggjur af söngkonunni. Hún hélt reyndar að hún væri að komast á beinu brautina en allt kom fyrir ekki.

„Hlutirnir voru farnir að breytast hjá henni. Þetta snerist ekki um vímuefni heldur meira um lífsstílinn. Ég var hrædd um aðra hluti. Hún elti ákveðinn draum og leitaði að ástinni á röngum stöðum," sagði hún.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.