Lífið

Heidi tjáir sig um skilnaðinn

Heidi Klum er enn að jafna sig eftir skilnaðinn við Seal.
Heidi Klum er enn að jafna sig eftir skilnaðinn við Seal. nordicphotos7getty
Fyrirsætan og sjónvarpskonan Heidi Klum hefur í fyrsta sinn tjáð sig um skilnaðinn við popparann Seal. Þau skildu í janúar eftir sjö ára hjónaband.

„Mér finnst ég vera inni í miðjum fellibyl. Tilfinningarnar sem bærast inni í mér eru eins og fellibylur. Svo er algjör klikkun í gangi allt í kringum okkur með alls konar vangaveltum. Það er annars konar fellibylur,“ sagði hún og bætti við að almenningur hafi aðeins séð frábæru hliðarnar á sambandinu en neitaði að tjá sig nánar um það í samtali við tímaritið Elle.

„Fólk þarf ekki að vita hver gerði hvað. Ég vil hvorki tala jákvætt né neikvætt um þær hæðir og lægðir sem við áttum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.