Lífið

Britney Spears á leið í X-Factor

Britney Spears er sögð ætla að taka að sér dómarahlutverkið í X-Factor.
Britney Spears er sögð ætla að taka að sér dómarahlutverkið í X-Factor.
Britney Spears er í þann mund að skrifa undir samning um að vera dómari í sjónvarpsþáttunum X-Factor. Talið er að hún fái í sinn hlut tíu milljónir dollara, eða um 1,2 milljarða króna, fyrir næstu þáttaröð.

Stutt er síðan maðurinn á bak við þættina, Simon Cowell, hrósaði hinni þrítugu söngkonu í útvarpsþætti. „Það að hún sé enn umtalaðasta, ekki bara poppstjarnan, heldur manneskjan í heiminum í dag þýðir að hún býr yfir einstökum hæfileikum," sagði hann og hélt áfram: „Hún er þrautseig. Það að hún hafi komist í gegnum alls konar hluti og er enn sjóðheit með vinsælar plötur sýnir að hún er afar sérstök."

Áhorfið á fyrstu þáttaröðina af X-Factor var undir væntingum í fyrra og var áhorfið meira á keppinautinn American Idol. Búið er að reka dómarana Paulu Abdul og Nicole Sherzinger. Cowell hefur ekkert viljað segja hvaða dómarar taka við af þeim en hefur staðfest að þeir verða báðir kvenkyns.

Spears er ein af mörgum sem hafa verið orðaðar við dómarastólinn. Janet Jackson var ein þeirra en talið er að hún hafi ekki getað tekið að sér starfið vegna væntanlegrar tónleikaferðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.