Lífið

Fær fiðrildi í magann

Kyra Sedgwick fær fiðring í hvert sinn sem hún sér eiginmann sinn, Kevin Bacon.
Kyra Sedgwick fær fiðring í hvert sinn sem hún sér eiginmann sinn, Kevin Bacon. nordicphotos/getty
Leikkonan Kyra Sedgwick hefur verið gift leikaranum Kevin Bacon í 23 ár en segist enn fá fiðring í hvert sinn sem hún sér eiginmann sinn.

„Kjarninn í sambandinu hefur ekki breyst mikið öll þessi ár. Þegar hann gengur inn í herbergi fæ ég enn fiðring og hugsa: „Mikið er hann myndarlegur.“ Þið getið spurt hvern sem er, ég held að tilfinningar mínar í hans garð séu nokkuð augljósar. Ég er enn að kynnast honum og tilhugsunin um að eldast með honum finnst mér bæði spennandi og ógnvænleg,“ sagði leikkonan í nýlegu blaðaviðtali.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.