Er einhver óvissa? Guðrún Nordal skrifar 10. mars 2012 12:00 Íslensk umræða snýst oftar en ekki um persónur fremur en málefni. Umræðan síðustu daga um forsetakosningarnar er af því tagi. Núverandi forseti Íslands hefur nú lýst því yfir að hann hyggist sækja eftir endurkjöri á sumri komanda og vísar til vaxandi óvissu varðandi stjórnskipan landsins og stöðu forseta í stjórnarskrá, umróts á vettvangi þjóðmála og flokkakerfis sem og átaka um fullveldi Íslands. Það er vissulega rétt að mörg veigamikil mál eru óútkljáð, en engin óvissa er uppi um hvernig fjalla skuli um þau mál né hvernig komast eigi að niðurstöðu. Samkvæmt stjórnarskrá verður fjallað um stjórnarskrárbreytingar á Alþingi og þær síðan bornar í tvígang undir atkvæði þjóðarinnar, og þegar niðurstaða fæst í umsókn um aðild að Evrópusambandinu verður hún sömuleiðis sett í dóm þjóðarinnar og að lokum til lykta leidd á Alþingi. Við þurfum því ekki að hafa áhyggjur af umróti á vettvangi þjóðmála í tengslum við kjör forseta Íslands. Miklu fremur þarf að ræða um hvernig forseta við viljum áður en við nefnum ákveðin nöfn til sögunnar. Í viðkvæmu fámenninu er sú krafa eðlileg að forseti blandi sér ekki með beinum hætti inn í flokkspólitísk álitamál, en við kjósum heldur ekki að hann sitji þegjandalega á skoðunum sínum eða tjái sig ekki um helstu mál samtímans eða framtíðarviðfangsefni þjóðarinnar. Brýnustu álitamál samtímans snúast ekki um hvar við sitjum á stóli í sölum alþingis né verða þau sett niður með sleggjudómum. Þau fjalla um misskiptingu auðs og tækifæra barna í heiminum, þau fjalla um matvælaöryggi og sjálfbæra nýtingu á lífsnauðsynlegum gæðum, þau fjalla um aðgang eða skort á vatni, þau fjalla um þær miklu loftslagsbreytingar sem breyta ekki aðeins náttúrulegum skilyrðum okkar heldur félagslegum og menningarlegum aðstæðum, þau fjalla um róttæk áhrif tæknibyltingar síðustu ára á samskipti manna, persónulegt öryggi og félagslega líðan, þau fjalla um átök menningarheima og trúarhópa. Og þessi mál skipta Íslendinga jafnmiklu máli og aðra. Við viljum ekki sitja hjá í umræðu samtímans. Lausnirnar eru ekki einfaldar, en þær hljóta að byggja á samstilltu átaki sem hvílir á vísindalegri þekkingu, sköpunarkrafti einstaklinga, víðsýni og siðferðilegu þreki, og þar hefur hvert okkar eitthvað til mála að leggja. Þær krefjast þess að við látum ekki fámennið spilla umræðunni og að við leggjum kraftana saman. Hlutverk forseta Íslands er skilgreint í stjórnarskrá. Hann er þjóðkjörinn og er því í einstakri stöðu sem trúnaðarmaður þjóðarinnar. Á þessum tímamótum tel ég að sá sem verður kjörinn forseti á næsta sumri hafi sérstöku hlutverki að gegna einmitt með því að leiða fólk saman og hvetja okkur til uppbyggilegrar og vandaðrar samræðu þvert á þær gamalkunnu átakalínur sem þreyta þorra landsmanna. Við þurfum á slíkum sameiginlegum vettvangi að halda. Mín hugsjón er því sú að forsetinn sameini okkur í samræðunni sjálfri; og að hann gangi þar fram fyrir skjöldu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Íslensk umræða snýst oftar en ekki um persónur fremur en málefni. Umræðan síðustu daga um forsetakosningarnar er af því tagi. Núverandi forseti Íslands hefur nú lýst því yfir að hann hyggist sækja eftir endurkjöri á sumri komanda og vísar til vaxandi óvissu varðandi stjórnskipan landsins og stöðu forseta í stjórnarskrá, umróts á vettvangi þjóðmála og flokkakerfis sem og átaka um fullveldi Íslands. Það er vissulega rétt að mörg veigamikil mál eru óútkljáð, en engin óvissa er uppi um hvernig fjalla skuli um þau mál né hvernig komast eigi að niðurstöðu. Samkvæmt stjórnarskrá verður fjallað um stjórnarskrárbreytingar á Alþingi og þær síðan bornar í tvígang undir atkvæði þjóðarinnar, og þegar niðurstaða fæst í umsókn um aðild að Evrópusambandinu verður hún sömuleiðis sett í dóm þjóðarinnar og að lokum til lykta leidd á Alþingi. Við þurfum því ekki að hafa áhyggjur af umróti á vettvangi þjóðmála í tengslum við kjör forseta Íslands. Miklu fremur þarf að ræða um hvernig forseta við viljum áður en við nefnum ákveðin nöfn til sögunnar. Í viðkvæmu fámenninu er sú krafa eðlileg að forseti blandi sér ekki með beinum hætti inn í flokkspólitísk álitamál, en við kjósum heldur ekki að hann sitji þegjandalega á skoðunum sínum eða tjái sig ekki um helstu mál samtímans eða framtíðarviðfangsefni þjóðarinnar. Brýnustu álitamál samtímans snúast ekki um hvar við sitjum á stóli í sölum alþingis né verða þau sett niður með sleggjudómum. Þau fjalla um misskiptingu auðs og tækifæra barna í heiminum, þau fjalla um matvælaöryggi og sjálfbæra nýtingu á lífsnauðsynlegum gæðum, þau fjalla um aðgang eða skort á vatni, þau fjalla um þær miklu loftslagsbreytingar sem breyta ekki aðeins náttúrulegum skilyrðum okkar heldur félagslegum og menningarlegum aðstæðum, þau fjalla um róttæk áhrif tæknibyltingar síðustu ára á samskipti manna, persónulegt öryggi og félagslega líðan, þau fjalla um átök menningarheima og trúarhópa. Og þessi mál skipta Íslendinga jafnmiklu máli og aðra. Við viljum ekki sitja hjá í umræðu samtímans. Lausnirnar eru ekki einfaldar, en þær hljóta að byggja á samstilltu átaki sem hvílir á vísindalegri þekkingu, sköpunarkrafti einstaklinga, víðsýni og siðferðilegu þreki, og þar hefur hvert okkar eitthvað til mála að leggja. Þær krefjast þess að við látum ekki fámennið spilla umræðunni og að við leggjum kraftana saman. Hlutverk forseta Íslands er skilgreint í stjórnarskrá. Hann er þjóðkjörinn og er því í einstakri stöðu sem trúnaðarmaður þjóðarinnar. Á þessum tímamótum tel ég að sá sem verður kjörinn forseti á næsta sumri hafi sérstöku hlutverki að gegna einmitt með því að leiða fólk saman og hvetja okkur til uppbyggilegrar og vandaðrar samræðu þvert á þær gamalkunnu átakalínur sem þreyta þorra landsmanna. Við þurfum á slíkum sameiginlegum vettvangi að halda. Mín hugsjón er því sú að forsetinn sameini okkur í samræðunni sjálfri; og að hann gangi þar fram fyrir skjöldu.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun