Er einhver óvissa? Guðrún Nordal skrifar 10. mars 2012 12:00 Íslensk umræða snýst oftar en ekki um persónur fremur en málefni. Umræðan síðustu daga um forsetakosningarnar er af því tagi. Núverandi forseti Íslands hefur nú lýst því yfir að hann hyggist sækja eftir endurkjöri á sumri komanda og vísar til vaxandi óvissu varðandi stjórnskipan landsins og stöðu forseta í stjórnarskrá, umróts á vettvangi þjóðmála og flokkakerfis sem og átaka um fullveldi Íslands. Það er vissulega rétt að mörg veigamikil mál eru óútkljáð, en engin óvissa er uppi um hvernig fjalla skuli um þau mál né hvernig komast eigi að niðurstöðu. Samkvæmt stjórnarskrá verður fjallað um stjórnarskrárbreytingar á Alþingi og þær síðan bornar í tvígang undir atkvæði þjóðarinnar, og þegar niðurstaða fæst í umsókn um aðild að Evrópusambandinu verður hún sömuleiðis sett í dóm þjóðarinnar og að lokum til lykta leidd á Alþingi. Við þurfum því ekki að hafa áhyggjur af umróti á vettvangi þjóðmála í tengslum við kjör forseta Íslands. Miklu fremur þarf að ræða um hvernig forseta við viljum áður en við nefnum ákveðin nöfn til sögunnar. Í viðkvæmu fámenninu er sú krafa eðlileg að forseti blandi sér ekki með beinum hætti inn í flokkspólitísk álitamál, en við kjósum heldur ekki að hann sitji þegjandalega á skoðunum sínum eða tjái sig ekki um helstu mál samtímans eða framtíðarviðfangsefni þjóðarinnar. Brýnustu álitamál samtímans snúast ekki um hvar við sitjum á stóli í sölum alþingis né verða þau sett niður með sleggjudómum. Þau fjalla um misskiptingu auðs og tækifæra barna í heiminum, þau fjalla um matvælaöryggi og sjálfbæra nýtingu á lífsnauðsynlegum gæðum, þau fjalla um aðgang eða skort á vatni, þau fjalla um þær miklu loftslagsbreytingar sem breyta ekki aðeins náttúrulegum skilyrðum okkar heldur félagslegum og menningarlegum aðstæðum, þau fjalla um róttæk áhrif tæknibyltingar síðustu ára á samskipti manna, persónulegt öryggi og félagslega líðan, þau fjalla um átök menningarheima og trúarhópa. Og þessi mál skipta Íslendinga jafnmiklu máli og aðra. Við viljum ekki sitja hjá í umræðu samtímans. Lausnirnar eru ekki einfaldar, en þær hljóta að byggja á samstilltu átaki sem hvílir á vísindalegri þekkingu, sköpunarkrafti einstaklinga, víðsýni og siðferðilegu þreki, og þar hefur hvert okkar eitthvað til mála að leggja. Þær krefjast þess að við látum ekki fámennið spilla umræðunni og að við leggjum kraftana saman. Hlutverk forseta Íslands er skilgreint í stjórnarskrá. Hann er þjóðkjörinn og er því í einstakri stöðu sem trúnaðarmaður þjóðarinnar. Á þessum tímamótum tel ég að sá sem verður kjörinn forseti á næsta sumri hafi sérstöku hlutverki að gegna einmitt með því að leiða fólk saman og hvetja okkur til uppbyggilegrar og vandaðrar samræðu þvert á þær gamalkunnu átakalínur sem þreyta þorra landsmanna. Við þurfum á slíkum sameiginlegum vettvangi að halda. Mín hugsjón er því sú að forsetinn sameini okkur í samræðunni sjálfri; og að hann gangi þar fram fyrir skjöldu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Íslensk umræða snýst oftar en ekki um persónur fremur en málefni. Umræðan síðustu daga um forsetakosningarnar er af því tagi. Núverandi forseti Íslands hefur nú lýst því yfir að hann hyggist sækja eftir endurkjöri á sumri komanda og vísar til vaxandi óvissu varðandi stjórnskipan landsins og stöðu forseta í stjórnarskrá, umróts á vettvangi þjóðmála og flokkakerfis sem og átaka um fullveldi Íslands. Það er vissulega rétt að mörg veigamikil mál eru óútkljáð, en engin óvissa er uppi um hvernig fjalla skuli um þau mál né hvernig komast eigi að niðurstöðu. Samkvæmt stjórnarskrá verður fjallað um stjórnarskrárbreytingar á Alþingi og þær síðan bornar í tvígang undir atkvæði þjóðarinnar, og þegar niðurstaða fæst í umsókn um aðild að Evrópusambandinu verður hún sömuleiðis sett í dóm þjóðarinnar og að lokum til lykta leidd á Alþingi. Við þurfum því ekki að hafa áhyggjur af umróti á vettvangi þjóðmála í tengslum við kjör forseta Íslands. Miklu fremur þarf að ræða um hvernig forseta við viljum áður en við nefnum ákveðin nöfn til sögunnar. Í viðkvæmu fámenninu er sú krafa eðlileg að forseti blandi sér ekki með beinum hætti inn í flokkspólitísk álitamál, en við kjósum heldur ekki að hann sitji þegjandalega á skoðunum sínum eða tjái sig ekki um helstu mál samtímans eða framtíðarviðfangsefni þjóðarinnar. Brýnustu álitamál samtímans snúast ekki um hvar við sitjum á stóli í sölum alþingis né verða þau sett niður með sleggjudómum. Þau fjalla um misskiptingu auðs og tækifæra barna í heiminum, þau fjalla um matvælaöryggi og sjálfbæra nýtingu á lífsnauðsynlegum gæðum, þau fjalla um aðgang eða skort á vatni, þau fjalla um þær miklu loftslagsbreytingar sem breyta ekki aðeins náttúrulegum skilyrðum okkar heldur félagslegum og menningarlegum aðstæðum, þau fjalla um róttæk áhrif tæknibyltingar síðustu ára á samskipti manna, persónulegt öryggi og félagslega líðan, þau fjalla um átök menningarheima og trúarhópa. Og þessi mál skipta Íslendinga jafnmiklu máli og aðra. Við viljum ekki sitja hjá í umræðu samtímans. Lausnirnar eru ekki einfaldar, en þær hljóta að byggja á samstilltu átaki sem hvílir á vísindalegri þekkingu, sköpunarkrafti einstaklinga, víðsýni og siðferðilegu þreki, og þar hefur hvert okkar eitthvað til mála að leggja. Þær krefjast þess að við látum ekki fámennið spilla umræðunni og að við leggjum kraftana saman. Hlutverk forseta Íslands er skilgreint í stjórnarskrá. Hann er þjóðkjörinn og er því í einstakri stöðu sem trúnaðarmaður þjóðarinnar. Á þessum tímamótum tel ég að sá sem verður kjörinn forseti á næsta sumri hafi sérstöku hlutverki að gegna einmitt með því að leiða fólk saman og hvetja okkur til uppbyggilegrar og vandaðrar samræðu þvert á þær gamalkunnu átakalínur sem þreyta þorra landsmanna. Við þurfum á slíkum sameiginlegum vettvangi að halda. Mín hugsjón er því sú að forsetinn sameini okkur í samræðunni sjálfri; og að hann gangi þar fram fyrir skjöldu.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun