Pútín hefur aftur hreppt forsetaembætti Rússlands 5. mars 2012 03:00 Vladimír Pútín og Ljúdmíla eiginkona hans Pútín lýsti yfir sigri í gærkvöld þegar fyrstu talningar höfðu sýnt að hann væri kominn með rúmlega 60 prósent atkvæða.nordicphotos/AFP Vladimír Pútín sigraði í forsetakosningum í Rússlandi í gær og fékk um það bil 60 prósent atkvæða. Útgönguspár höfðu talið að hann fengi 58 til 59 prósent, en samkvæmt fyrstu opinberu tölum úr atkvæðatalningu fékk hann um 63 prósent. Pútín verður því forseti Rússlands aftur, eftir að hafa verið forsætisráðherra í eitt kjörtímabil. Gennadí Sjúganov, leiðtogi Kommúnistaflokksins, fékk um 18 prósent en aðrir frambjóðendur fengu innan við tíu prósent hver. Þar sem Pútín fékk meira en helming atkvæða sleppur hann við aðra umferð kosninganna, þar sem kjósendur hefðu þurft að velja á milli þeirra tveggja frambjóðenda sem flest atkvæði fengju. Almennt hefur verið reiknað með því að Dmitrí Medvedev, sem gegnt hefur forsetaembættinu meðan Pútín hefur verið forsætisráðherra, skipti aftur við hann um embætti og verði forsætisráðherra á ný. Það er þó engan veginn víst. Andstæðingar Pútíns segja að mikið hafi verið um kosningasvindl í gær. Meðal annars hafa borist margar fregnir af því að kjósendur hafi farið frá einum kjörstað til annars og hindrunarlaust getað greitt atkvæði á mörgum stöðum. Ef óháðir kosningaeftirlitsmenn staðfesta þessar ásakanir þá má búast við að mótmæli gegn Pútín færist í aukana næstu daga og vikur. Eftir að upp komst um kosningasvik í þingkosningunum í desember héldu tugir þúsunda út á götur að mótmæla Pútín. Þetta urðu öflugustu mótmæli almennings í Rússlandi gegn stjórnvöldum frá því Sovétríkin liðu undir lok. Pútín hefur reynt að gera lítið úr þessum mótmælum, segir þau bundin við lítinn minnihluta og jafnvel runnin undan rifjum stjórnvalda á Vesturlöndum, sem vilji grafa undan Rússlandi. Mótmælendur fengu ekki leyfi stjórnvalda til að koma saman á stóru torgi við Kremlarmúra í gær, en veittu þeim heimild til að efna til fundar á minna torgi skammt frá í dag. Stuðningsmenn Pútíns fengu hins vegar leyfi til að koma saman á stóra torginu í Moskvu í gær. Þangað flykktust síðan meðal annars starfsmenn ríkisfyrirtækja, sem sögðu yfirmenn sína hafa hótað þeim refsingu sem létu ekki sjá sig þar. Skoðanakannanir höfðu samt undanfarið sýnt að Pútín nýtur mikilla vinsælda meðal almennings, þrátt fyrir ásakanir um útbreidda spillingu og valdníðslu víða í stjórnkerfinu. Efnahagsbati og stöðugleiki undanfarinna ára hefur verið mörgum Rússum kærkominn í kjölfar umrótsins á síðasta áratug 20. aldar, þegar Boris Jeltsín réði þar ríkjum eftir hrun Sovétríkjanna. gudsteinn@frettabladid.is Tengdar fréttir Fjöldi ábendinga um kosningasvik í Rússlandi Þegar hafa borist hátt í 4.000 ábendingar um kosningasvik í rússnesku forsetakosningunum frá eftirlitsmönnum með kosningunum. Vladimir Putin vann öruggan sigur í kosningunum með 60% atkvæða og verður forseti Rússlands næstu sex árin. 5. mars 2012 06:49 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Sjá meira
Vladimír Pútín sigraði í forsetakosningum í Rússlandi í gær og fékk um það bil 60 prósent atkvæða. Útgönguspár höfðu talið að hann fengi 58 til 59 prósent, en samkvæmt fyrstu opinberu tölum úr atkvæðatalningu fékk hann um 63 prósent. Pútín verður því forseti Rússlands aftur, eftir að hafa verið forsætisráðherra í eitt kjörtímabil. Gennadí Sjúganov, leiðtogi Kommúnistaflokksins, fékk um 18 prósent en aðrir frambjóðendur fengu innan við tíu prósent hver. Þar sem Pútín fékk meira en helming atkvæða sleppur hann við aðra umferð kosninganna, þar sem kjósendur hefðu þurft að velja á milli þeirra tveggja frambjóðenda sem flest atkvæði fengju. Almennt hefur verið reiknað með því að Dmitrí Medvedev, sem gegnt hefur forsetaembættinu meðan Pútín hefur verið forsætisráðherra, skipti aftur við hann um embætti og verði forsætisráðherra á ný. Það er þó engan veginn víst. Andstæðingar Pútíns segja að mikið hafi verið um kosningasvindl í gær. Meðal annars hafa borist margar fregnir af því að kjósendur hafi farið frá einum kjörstað til annars og hindrunarlaust getað greitt atkvæði á mörgum stöðum. Ef óháðir kosningaeftirlitsmenn staðfesta þessar ásakanir þá má búast við að mótmæli gegn Pútín færist í aukana næstu daga og vikur. Eftir að upp komst um kosningasvik í þingkosningunum í desember héldu tugir þúsunda út á götur að mótmæla Pútín. Þetta urðu öflugustu mótmæli almennings í Rússlandi gegn stjórnvöldum frá því Sovétríkin liðu undir lok. Pútín hefur reynt að gera lítið úr þessum mótmælum, segir þau bundin við lítinn minnihluta og jafnvel runnin undan rifjum stjórnvalda á Vesturlöndum, sem vilji grafa undan Rússlandi. Mótmælendur fengu ekki leyfi stjórnvalda til að koma saman á stóru torgi við Kremlarmúra í gær, en veittu þeim heimild til að efna til fundar á minna torgi skammt frá í dag. Stuðningsmenn Pútíns fengu hins vegar leyfi til að koma saman á stóra torginu í Moskvu í gær. Þangað flykktust síðan meðal annars starfsmenn ríkisfyrirtækja, sem sögðu yfirmenn sína hafa hótað þeim refsingu sem létu ekki sjá sig þar. Skoðanakannanir höfðu samt undanfarið sýnt að Pútín nýtur mikilla vinsælda meðal almennings, þrátt fyrir ásakanir um útbreidda spillingu og valdníðslu víða í stjórnkerfinu. Efnahagsbati og stöðugleiki undanfarinna ára hefur verið mörgum Rússum kærkominn í kjölfar umrótsins á síðasta áratug 20. aldar, þegar Boris Jeltsín réði þar ríkjum eftir hrun Sovétríkjanna. gudsteinn@frettabladid.is
Tengdar fréttir Fjöldi ábendinga um kosningasvik í Rússlandi Þegar hafa borist hátt í 4.000 ábendingar um kosningasvik í rússnesku forsetakosningunum frá eftirlitsmönnum með kosningunum. Vladimir Putin vann öruggan sigur í kosningunum með 60% atkvæða og verður forseti Rússlands næstu sex árin. 5. mars 2012 06:49 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Sjá meira
Fjöldi ábendinga um kosningasvik í Rússlandi Þegar hafa borist hátt í 4.000 ábendingar um kosningasvik í rússnesku forsetakosningunum frá eftirlitsmönnum með kosningunum. Vladimir Putin vann öruggan sigur í kosningunum með 60% atkvæða og verður forseti Rússlands næstu sex árin. 5. mars 2012 06:49