Vegna yfirlýsingar landlæknis Guðmundur Örn Jóhannsson skrifar 2. mars 2012 06:00 Þann 23. febrúar sl. sendi landlæknir út yfirlýsingu um að ekki sé mælt með því að mæling á PSA-mótefni í blóði sé notuð til skimunar eftir krabbameini í blöðruhálskirtli. Svo virtist að tilefni þessarar yfirlýsingar væri bréf sem Framför, krabbameinsfélag karla, hafði í hyggju að senda út til að vekja athygli á þeirri miklu vá sem krabbamein í blöðruhálskirtli er og bent á að PSA mæling gæti nýst til að finna þá einstaklinga sem þurfa á nánari skoðun að halda. Framför fór ekki fram á það í bréfi sínu að hafin væri regluleg, almenn skimun, eins og gert er þegar kemur að brjóstakrabbameini í konum, heldur aðeins benda karlmönnum yfir fimmtugt, á að leita læknis að láta mæla PSA. Ég hef verið búsettur í Englandi og þar segja læknar að karlar eins og ég eigi að láta taka PSA árlega og það er einnig stefna bandarískra heilbrigðisyfirvalda. Hvers vegna ættu íslenskir karlar ekki að njóta sömu læknisþjónustu? Rök landlæknis eru þau að sé þessi leið farin geti hún leitt til þess að stórir hópar karla fái að óþörfu meðferð sem geti haft í för með sér alvarlegar aukaverkanir, svo sem ristruflanir og þvagleka. Vill þá landlæknir meina að þeir sem þegar hafi farið í aðgerð hafi gert það að óþörfu? Er það ekki hlutverk lækna að meta þörfina á inngripi í sjúkdómsferilinn og gefa þeim sem greinast kosti, eins og a) fylgjast með krabbameininu, breyta um lífsstíl og mataræði og fara reglulega í PSA-mælingu b) fara í geislameðferð eða c) láta fjarlægja blöðruhálskirtilinn? Enginn er að hvetja til þess að slíkar ákvarðanir séu teknar út frá PSA-mælingum eingöngu, alltaf þarf að koma til nánari skoðun og í framhaldinu mat og ráðleggingar þar til bærra sérfræðinga. Landlæknir segir að ef blöðruhálskirtilskrabbamein sé að finna í ættarsögu einstaklings sé sjálfsagt að hann fari í skoðun eftir fertugt. Þessum upplýsingum hefur ekki verið haldið nægilega fram. Ég fékk t.d. aldrei bréf frá einum né neinum um að ég ætti að fara í skoðun þar sem faðir minn fékk krabbamein í blöðruhálskirtilinn. Það var móðir mín sem hvatti mig til þess og sem betur fer fór ég í tíma. Læknirinn mældi PSA-gildið og sá að það hafði hækkað og óskaði eftir því að ég færi í frekari skoðun. Þá kom í ljós að ég var með krabbamein í kirtlinum. Ég var 48 ára. Þar sem meinið uppgötvaðist svo snemma gat ég farið í svokallaða innri geislun en það er aðgerð sem drepur krabbameinið innan frá og ég fæ að halda kirtlinum og lífsgæðunum. Ef ég hefði ekki farið í þessa mælingu á þessum tíma, jafnvel dregið hana í nokkur ár, hvar hefði ég staðið þá? Hefði krabbameinið aukist? Hefði þurft að fjarlægja kirtilinn? Hefði ég þurft frekari geislameðferð? Hefði krabbameinið dreift sér? Hefði það farið í beinin? Ég get spurt mig þessara spurninga endalaust. Um 200 konur greinast árlega með brjóstakrabbamein og í mörgum tilvikum hefur regluleg krabbameinsskoðun orðið til þess að það greinist snemma. Við fögnum þeim góða árangri en viljum jafnframt vekja athygli á háum tölum um nýgreinda og dauðsföll af völdum blöðruhálskirtilskrabbameins og ráðum til úrbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Landlæknir og PSA-mælingar Ekki hefur það vakið eftirtekt, að blöðruhálskirtilskrabbamein (BHKK) hafi verið tilefni sérstakrar árvekni landlæknis og er það þó algengasta krabbamein íslenskra karla. Yfir 200 okkar greinast með sjúkdóminn árlega og dauðsföll eru yfir 50. En viti menn, aldrei fór svo að landlæknir tæki ekki á sig rögg. Það var með yfirlýsingu, eða einskonar dagskipan, þann 23. febrúar um PSA-mælingar. Lagst er harkalega gegn þeim réttindum hvers og eins að leita til læknis og óska eftir skoðun sem gæti bent til þess að BHKK geri vart við sig. Það er PSA-greining og þuklun á kirtlinum, sem er ódýrt og fljótafgreitt úrræði sem er þó ekki afgerandi. Þetta vill Framför – krabbameinsfélag karla benda mönnum 50 ára og eldri sem siðferðilega skyldu okkar krabbameinssjúklinga. Að verða fyrir ádrepu að hvetja til slíks kom illa á óvart. 27. febrúar 2012 11:00 Segja blóðprufu ekki henta til greiningar Landlæknir sendi frá sér yfirlýsingu á fimmtudag vegna dreifibréfs sem Framför – krabbameinsfélag karla sendi körlum sem verða fimmtugir á þessu ári. Í bréfinu er mælt með að viðtakandi láti mæla PSA-gildi í blóði sem geti gefið vísbendingar um blöðruhálskrabbamein á frumstigi. Landlæknir varar hins vegar sterklega við að blóðprufan sé notuð í þessum tilgangi. 25. febrúar 2012 09:00 Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Þann 23. febrúar sl. sendi landlæknir út yfirlýsingu um að ekki sé mælt með því að mæling á PSA-mótefni í blóði sé notuð til skimunar eftir krabbameini í blöðruhálskirtli. Svo virtist að tilefni þessarar yfirlýsingar væri bréf sem Framför, krabbameinsfélag karla, hafði í hyggju að senda út til að vekja athygli á þeirri miklu vá sem krabbamein í blöðruhálskirtli er og bent á að PSA mæling gæti nýst til að finna þá einstaklinga sem þurfa á nánari skoðun að halda. Framför fór ekki fram á það í bréfi sínu að hafin væri regluleg, almenn skimun, eins og gert er þegar kemur að brjóstakrabbameini í konum, heldur aðeins benda karlmönnum yfir fimmtugt, á að leita læknis að láta mæla PSA. Ég hef verið búsettur í Englandi og þar segja læknar að karlar eins og ég eigi að láta taka PSA árlega og það er einnig stefna bandarískra heilbrigðisyfirvalda. Hvers vegna ættu íslenskir karlar ekki að njóta sömu læknisþjónustu? Rök landlæknis eru þau að sé þessi leið farin geti hún leitt til þess að stórir hópar karla fái að óþörfu meðferð sem geti haft í för með sér alvarlegar aukaverkanir, svo sem ristruflanir og þvagleka. Vill þá landlæknir meina að þeir sem þegar hafi farið í aðgerð hafi gert það að óþörfu? Er það ekki hlutverk lækna að meta þörfina á inngripi í sjúkdómsferilinn og gefa þeim sem greinast kosti, eins og a) fylgjast með krabbameininu, breyta um lífsstíl og mataræði og fara reglulega í PSA-mælingu b) fara í geislameðferð eða c) láta fjarlægja blöðruhálskirtilinn? Enginn er að hvetja til þess að slíkar ákvarðanir séu teknar út frá PSA-mælingum eingöngu, alltaf þarf að koma til nánari skoðun og í framhaldinu mat og ráðleggingar þar til bærra sérfræðinga. Landlæknir segir að ef blöðruhálskirtilskrabbamein sé að finna í ættarsögu einstaklings sé sjálfsagt að hann fari í skoðun eftir fertugt. Þessum upplýsingum hefur ekki verið haldið nægilega fram. Ég fékk t.d. aldrei bréf frá einum né neinum um að ég ætti að fara í skoðun þar sem faðir minn fékk krabbamein í blöðruhálskirtilinn. Það var móðir mín sem hvatti mig til þess og sem betur fer fór ég í tíma. Læknirinn mældi PSA-gildið og sá að það hafði hækkað og óskaði eftir því að ég færi í frekari skoðun. Þá kom í ljós að ég var með krabbamein í kirtlinum. Ég var 48 ára. Þar sem meinið uppgötvaðist svo snemma gat ég farið í svokallaða innri geislun en það er aðgerð sem drepur krabbameinið innan frá og ég fæ að halda kirtlinum og lífsgæðunum. Ef ég hefði ekki farið í þessa mælingu á þessum tíma, jafnvel dregið hana í nokkur ár, hvar hefði ég staðið þá? Hefði krabbameinið aukist? Hefði þurft að fjarlægja kirtilinn? Hefði ég þurft frekari geislameðferð? Hefði krabbameinið dreift sér? Hefði það farið í beinin? Ég get spurt mig þessara spurninga endalaust. Um 200 konur greinast árlega með brjóstakrabbamein og í mörgum tilvikum hefur regluleg krabbameinsskoðun orðið til þess að það greinist snemma. Við fögnum þeim góða árangri en viljum jafnframt vekja athygli á háum tölum um nýgreinda og dauðsföll af völdum blöðruhálskirtilskrabbameins og ráðum til úrbóta.
Landlæknir og PSA-mælingar Ekki hefur það vakið eftirtekt, að blöðruhálskirtilskrabbamein (BHKK) hafi verið tilefni sérstakrar árvekni landlæknis og er það þó algengasta krabbamein íslenskra karla. Yfir 200 okkar greinast með sjúkdóminn árlega og dauðsföll eru yfir 50. En viti menn, aldrei fór svo að landlæknir tæki ekki á sig rögg. Það var með yfirlýsingu, eða einskonar dagskipan, þann 23. febrúar um PSA-mælingar. Lagst er harkalega gegn þeim réttindum hvers og eins að leita til læknis og óska eftir skoðun sem gæti bent til þess að BHKK geri vart við sig. Það er PSA-greining og þuklun á kirtlinum, sem er ódýrt og fljótafgreitt úrræði sem er þó ekki afgerandi. Þetta vill Framför – krabbameinsfélag karla benda mönnum 50 ára og eldri sem siðferðilega skyldu okkar krabbameinssjúklinga. Að verða fyrir ádrepu að hvetja til slíks kom illa á óvart. 27. febrúar 2012 11:00
Segja blóðprufu ekki henta til greiningar Landlæknir sendi frá sér yfirlýsingu á fimmtudag vegna dreifibréfs sem Framför – krabbameinsfélag karla sendi körlum sem verða fimmtugir á þessu ári. Í bréfinu er mælt með að viðtakandi láti mæla PSA-gildi í blóði sem geti gefið vísbendingar um blöðruhálskrabbamein á frumstigi. Landlæknir varar hins vegar sterklega við að blóðprufan sé notuð í þessum tilgangi. 25. febrúar 2012 09:00
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar