Vegna yfirlýsingar landlæknis Guðmundur Örn Jóhannsson skrifar 2. mars 2012 06:00 Þann 23. febrúar sl. sendi landlæknir út yfirlýsingu um að ekki sé mælt með því að mæling á PSA-mótefni í blóði sé notuð til skimunar eftir krabbameini í blöðruhálskirtli. Svo virtist að tilefni þessarar yfirlýsingar væri bréf sem Framför, krabbameinsfélag karla, hafði í hyggju að senda út til að vekja athygli á þeirri miklu vá sem krabbamein í blöðruhálskirtli er og bent á að PSA mæling gæti nýst til að finna þá einstaklinga sem þurfa á nánari skoðun að halda. Framför fór ekki fram á það í bréfi sínu að hafin væri regluleg, almenn skimun, eins og gert er þegar kemur að brjóstakrabbameini í konum, heldur aðeins benda karlmönnum yfir fimmtugt, á að leita læknis að láta mæla PSA. Ég hef verið búsettur í Englandi og þar segja læknar að karlar eins og ég eigi að láta taka PSA árlega og það er einnig stefna bandarískra heilbrigðisyfirvalda. Hvers vegna ættu íslenskir karlar ekki að njóta sömu læknisþjónustu? Rök landlæknis eru þau að sé þessi leið farin geti hún leitt til þess að stórir hópar karla fái að óþörfu meðferð sem geti haft í för með sér alvarlegar aukaverkanir, svo sem ristruflanir og þvagleka. Vill þá landlæknir meina að þeir sem þegar hafi farið í aðgerð hafi gert það að óþörfu? Er það ekki hlutverk lækna að meta þörfina á inngripi í sjúkdómsferilinn og gefa þeim sem greinast kosti, eins og a) fylgjast með krabbameininu, breyta um lífsstíl og mataræði og fara reglulega í PSA-mælingu b) fara í geislameðferð eða c) láta fjarlægja blöðruhálskirtilinn? Enginn er að hvetja til þess að slíkar ákvarðanir séu teknar út frá PSA-mælingum eingöngu, alltaf þarf að koma til nánari skoðun og í framhaldinu mat og ráðleggingar þar til bærra sérfræðinga. Landlæknir segir að ef blöðruhálskirtilskrabbamein sé að finna í ættarsögu einstaklings sé sjálfsagt að hann fari í skoðun eftir fertugt. Þessum upplýsingum hefur ekki verið haldið nægilega fram. Ég fékk t.d. aldrei bréf frá einum né neinum um að ég ætti að fara í skoðun þar sem faðir minn fékk krabbamein í blöðruhálskirtilinn. Það var móðir mín sem hvatti mig til þess og sem betur fer fór ég í tíma. Læknirinn mældi PSA-gildið og sá að það hafði hækkað og óskaði eftir því að ég færi í frekari skoðun. Þá kom í ljós að ég var með krabbamein í kirtlinum. Ég var 48 ára. Þar sem meinið uppgötvaðist svo snemma gat ég farið í svokallaða innri geislun en það er aðgerð sem drepur krabbameinið innan frá og ég fæ að halda kirtlinum og lífsgæðunum. Ef ég hefði ekki farið í þessa mælingu á þessum tíma, jafnvel dregið hana í nokkur ár, hvar hefði ég staðið þá? Hefði krabbameinið aukist? Hefði þurft að fjarlægja kirtilinn? Hefði ég þurft frekari geislameðferð? Hefði krabbameinið dreift sér? Hefði það farið í beinin? Ég get spurt mig þessara spurninga endalaust. Um 200 konur greinast árlega með brjóstakrabbamein og í mörgum tilvikum hefur regluleg krabbameinsskoðun orðið til þess að það greinist snemma. Við fögnum þeim góða árangri en viljum jafnframt vekja athygli á háum tölum um nýgreinda og dauðsföll af völdum blöðruhálskirtilskrabbameins og ráðum til úrbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Landlæknir og PSA-mælingar Ekki hefur það vakið eftirtekt, að blöðruhálskirtilskrabbamein (BHKK) hafi verið tilefni sérstakrar árvekni landlæknis og er það þó algengasta krabbamein íslenskra karla. Yfir 200 okkar greinast með sjúkdóminn árlega og dauðsföll eru yfir 50. En viti menn, aldrei fór svo að landlæknir tæki ekki á sig rögg. Það var með yfirlýsingu, eða einskonar dagskipan, þann 23. febrúar um PSA-mælingar. Lagst er harkalega gegn þeim réttindum hvers og eins að leita til læknis og óska eftir skoðun sem gæti bent til þess að BHKK geri vart við sig. Það er PSA-greining og þuklun á kirtlinum, sem er ódýrt og fljótafgreitt úrræði sem er þó ekki afgerandi. Þetta vill Framför – krabbameinsfélag karla benda mönnum 50 ára og eldri sem siðferðilega skyldu okkar krabbameinssjúklinga. Að verða fyrir ádrepu að hvetja til slíks kom illa á óvart. 27. febrúar 2012 11:00 Segja blóðprufu ekki henta til greiningar Landlæknir sendi frá sér yfirlýsingu á fimmtudag vegna dreifibréfs sem Framför – krabbameinsfélag karla sendi körlum sem verða fimmtugir á þessu ári. Í bréfinu er mælt með að viðtakandi láti mæla PSA-gildi í blóði sem geti gefið vísbendingar um blöðruhálskrabbamein á frumstigi. Landlæknir varar hins vegar sterklega við að blóðprufan sé notuð í þessum tilgangi. 25. febrúar 2012 09:00 Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Sjá meira
Þann 23. febrúar sl. sendi landlæknir út yfirlýsingu um að ekki sé mælt með því að mæling á PSA-mótefni í blóði sé notuð til skimunar eftir krabbameini í blöðruhálskirtli. Svo virtist að tilefni þessarar yfirlýsingar væri bréf sem Framför, krabbameinsfélag karla, hafði í hyggju að senda út til að vekja athygli á þeirri miklu vá sem krabbamein í blöðruhálskirtli er og bent á að PSA mæling gæti nýst til að finna þá einstaklinga sem þurfa á nánari skoðun að halda. Framför fór ekki fram á það í bréfi sínu að hafin væri regluleg, almenn skimun, eins og gert er þegar kemur að brjóstakrabbameini í konum, heldur aðeins benda karlmönnum yfir fimmtugt, á að leita læknis að láta mæla PSA. Ég hef verið búsettur í Englandi og þar segja læknar að karlar eins og ég eigi að láta taka PSA árlega og það er einnig stefna bandarískra heilbrigðisyfirvalda. Hvers vegna ættu íslenskir karlar ekki að njóta sömu læknisþjónustu? Rök landlæknis eru þau að sé þessi leið farin geti hún leitt til þess að stórir hópar karla fái að óþörfu meðferð sem geti haft í för með sér alvarlegar aukaverkanir, svo sem ristruflanir og þvagleka. Vill þá landlæknir meina að þeir sem þegar hafi farið í aðgerð hafi gert það að óþörfu? Er það ekki hlutverk lækna að meta þörfina á inngripi í sjúkdómsferilinn og gefa þeim sem greinast kosti, eins og a) fylgjast með krabbameininu, breyta um lífsstíl og mataræði og fara reglulega í PSA-mælingu b) fara í geislameðferð eða c) láta fjarlægja blöðruhálskirtilinn? Enginn er að hvetja til þess að slíkar ákvarðanir séu teknar út frá PSA-mælingum eingöngu, alltaf þarf að koma til nánari skoðun og í framhaldinu mat og ráðleggingar þar til bærra sérfræðinga. Landlæknir segir að ef blöðruhálskirtilskrabbamein sé að finna í ættarsögu einstaklings sé sjálfsagt að hann fari í skoðun eftir fertugt. Þessum upplýsingum hefur ekki verið haldið nægilega fram. Ég fékk t.d. aldrei bréf frá einum né neinum um að ég ætti að fara í skoðun þar sem faðir minn fékk krabbamein í blöðruhálskirtilinn. Það var móðir mín sem hvatti mig til þess og sem betur fer fór ég í tíma. Læknirinn mældi PSA-gildið og sá að það hafði hækkað og óskaði eftir því að ég færi í frekari skoðun. Þá kom í ljós að ég var með krabbamein í kirtlinum. Ég var 48 ára. Þar sem meinið uppgötvaðist svo snemma gat ég farið í svokallaða innri geislun en það er aðgerð sem drepur krabbameinið innan frá og ég fæ að halda kirtlinum og lífsgæðunum. Ef ég hefði ekki farið í þessa mælingu á þessum tíma, jafnvel dregið hana í nokkur ár, hvar hefði ég staðið þá? Hefði krabbameinið aukist? Hefði þurft að fjarlægja kirtilinn? Hefði ég þurft frekari geislameðferð? Hefði krabbameinið dreift sér? Hefði það farið í beinin? Ég get spurt mig þessara spurninga endalaust. Um 200 konur greinast árlega með brjóstakrabbamein og í mörgum tilvikum hefur regluleg krabbameinsskoðun orðið til þess að það greinist snemma. Við fögnum þeim góða árangri en viljum jafnframt vekja athygli á háum tölum um nýgreinda og dauðsföll af völdum blöðruhálskirtilskrabbameins og ráðum til úrbóta.
Landlæknir og PSA-mælingar Ekki hefur það vakið eftirtekt, að blöðruhálskirtilskrabbamein (BHKK) hafi verið tilefni sérstakrar árvekni landlæknis og er það þó algengasta krabbamein íslenskra karla. Yfir 200 okkar greinast með sjúkdóminn árlega og dauðsföll eru yfir 50. En viti menn, aldrei fór svo að landlæknir tæki ekki á sig rögg. Það var með yfirlýsingu, eða einskonar dagskipan, þann 23. febrúar um PSA-mælingar. Lagst er harkalega gegn þeim réttindum hvers og eins að leita til læknis og óska eftir skoðun sem gæti bent til þess að BHKK geri vart við sig. Það er PSA-greining og þuklun á kirtlinum, sem er ódýrt og fljótafgreitt úrræði sem er þó ekki afgerandi. Þetta vill Framför – krabbameinsfélag karla benda mönnum 50 ára og eldri sem siðferðilega skyldu okkar krabbameinssjúklinga. Að verða fyrir ádrepu að hvetja til slíks kom illa á óvart. 27. febrúar 2012 11:00
Segja blóðprufu ekki henta til greiningar Landlæknir sendi frá sér yfirlýsingu á fimmtudag vegna dreifibréfs sem Framför – krabbameinsfélag karla sendi körlum sem verða fimmtugir á þessu ári. Í bréfinu er mælt með að viðtakandi láti mæla PSA-gildi í blóði sem geti gefið vísbendingar um blöðruhálskrabbamein á frumstigi. Landlæknir varar hins vegar sterklega við að blóðprufan sé notuð í þessum tilgangi. 25. febrúar 2012 09:00
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar