Vegna yfirlýsingar landlæknis Guðmundur Örn Jóhannsson skrifar 2. mars 2012 06:00 Þann 23. febrúar sl. sendi landlæknir út yfirlýsingu um að ekki sé mælt með því að mæling á PSA-mótefni í blóði sé notuð til skimunar eftir krabbameini í blöðruhálskirtli. Svo virtist að tilefni þessarar yfirlýsingar væri bréf sem Framför, krabbameinsfélag karla, hafði í hyggju að senda út til að vekja athygli á þeirri miklu vá sem krabbamein í blöðruhálskirtli er og bent á að PSA mæling gæti nýst til að finna þá einstaklinga sem þurfa á nánari skoðun að halda. Framför fór ekki fram á það í bréfi sínu að hafin væri regluleg, almenn skimun, eins og gert er þegar kemur að brjóstakrabbameini í konum, heldur aðeins benda karlmönnum yfir fimmtugt, á að leita læknis að láta mæla PSA. Ég hef verið búsettur í Englandi og þar segja læknar að karlar eins og ég eigi að láta taka PSA árlega og það er einnig stefna bandarískra heilbrigðisyfirvalda. Hvers vegna ættu íslenskir karlar ekki að njóta sömu læknisþjónustu? Rök landlæknis eru þau að sé þessi leið farin geti hún leitt til þess að stórir hópar karla fái að óþörfu meðferð sem geti haft í för með sér alvarlegar aukaverkanir, svo sem ristruflanir og þvagleka. Vill þá landlæknir meina að þeir sem þegar hafi farið í aðgerð hafi gert það að óþörfu? Er það ekki hlutverk lækna að meta þörfina á inngripi í sjúkdómsferilinn og gefa þeim sem greinast kosti, eins og a) fylgjast með krabbameininu, breyta um lífsstíl og mataræði og fara reglulega í PSA-mælingu b) fara í geislameðferð eða c) láta fjarlægja blöðruhálskirtilinn? Enginn er að hvetja til þess að slíkar ákvarðanir séu teknar út frá PSA-mælingum eingöngu, alltaf þarf að koma til nánari skoðun og í framhaldinu mat og ráðleggingar þar til bærra sérfræðinga. Landlæknir segir að ef blöðruhálskirtilskrabbamein sé að finna í ættarsögu einstaklings sé sjálfsagt að hann fari í skoðun eftir fertugt. Þessum upplýsingum hefur ekki verið haldið nægilega fram. Ég fékk t.d. aldrei bréf frá einum né neinum um að ég ætti að fara í skoðun þar sem faðir minn fékk krabbamein í blöðruhálskirtilinn. Það var móðir mín sem hvatti mig til þess og sem betur fer fór ég í tíma. Læknirinn mældi PSA-gildið og sá að það hafði hækkað og óskaði eftir því að ég færi í frekari skoðun. Þá kom í ljós að ég var með krabbamein í kirtlinum. Ég var 48 ára. Þar sem meinið uppgötvaðist svo snemma gat ég farið í svokallaða innri geislun en það er aðgerð sem drepur krabbameinið innan frá og ég fæ að halda kirtlinum og lífsgæðunum. Ef ég hefði ekki farið í þessa mælingu á þessum tíma, jafnvel dregið hana í nokkur ár, hvar hefði ég staðið þá? Hefði krabbameinið aukist? Hefði þurft að fjarlægja kirtilinn? Hefði ég þurft frekari geislameðferð? Hefði krabbameinið dreift sér? Hefði það farið í beinin? Ég get spurt mig þessara spurninga endalaust. Um 200 konur greinast árlega með brjóstakrabbamein og í mörgum tilvikum hefur regluleg krabbameinsskoðun orðið til þess að það greinist snemma. Við fögnum þeim góða árangri en viljum jafnframt vekja athygli á háum tölum um nýgreinda og dauðsföll af völdum blöðruhálskirtilskrabbameins og ráðum til úrbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Landlæknir og PSA-mælingar Ekki hefur það vakið eftirtekt, að blöðruhálskirtilskrabbamein (BHKK) hafi verið tilefni sérstakrar árvekni landlæknis og er það þó algengasta krabbamein íslenskra karla. Yfir 200 okkar greinast með sjúkdóminn árlega og dauðsföll eru yfir 50. En viti menn, aldrei fór svo að landlæknir tæki ekki á sig rögg. Það var með yfirlýsingu, eða einskonar dagskipan, þann 23. febrúar um PSA-mælingar. Lagst er harkalega gegn þeim réttindum hvers og eins að leita til læknis og óska eftir skoðun sem gæti bent til þess að BHKK geri vart við sig. Það er PSA-greining og þuklun á kirtlinum, sem er ódýrt og fljótafgreitt úrræði sem er þó ekki afgerandi. Þetta vill Framför – krabbameinsfélag karla benda mönnum 50 ára og eldri sem siðferðilega skyldu okkar krabbameinssjúklinga. Að verða fyrir ádrepu að hvetja til slíks kom illa á óvart. 27. febrúar 2012 11:00 Segja blóðprufu ekki henta til greiningar Landlæknir sendi frá sér yfirlýsingu á fimmtudag vegna dreifibréfs sem Framför – krabbameinsfélag karla sendi körlum sem verða fimmtugir á þessu ári. Í bréfinu er mælt með að viðtakandi láti mæla PSA-gildi í blóði sem geti gefið vísbendingar um blöðruhálskrabbamein á frumstigi. Landlæknir varar hins vegar sterklega við að blóðprufan sé notuð í þessum tilgangi. 25. febrúar 2012 09:00 Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Þann 23. febrúar sl. sendi landlæknir út yfirlýsingu um að ekki sé mælt með því að mæling á PSA-mótefni í blóði sé notuð til skimunar eftir krabbameini í blöðruhálskirtli. Svo virtist að tilefni þessarar yfirlýsingar væri bréf sem Framför, krabbameinsfélag karla, hafði í hyggju að senda út til að vekja athygli á þeirri miklu vá sem krabbamein í blöðruhálskirtli er og bent á að PSA mæling gæti nýst til að finna þá einstaklinga sem þurfa á nánari skoðun að halda. Framför fór ekki fram á það í bréfi sínu að hafin væri regluleg, almenn skimun, eins og gert er þegar kemur að brjóstakrabbameini í konum, heldur aðeins benda karlmönnum yfir fimmtugt, á að leita læknis að láta mæla PSA. Ég hef verið búsettur í Englandi og þar segja læknar að karlar eins og ég eigi að láta taka PSA árlega og það er einnig stefna bandarískra heilbrigðisyfirvalda. Hvers vegna ættu íslenskir karlar ekki að njóta sömu læknisþjónustu? Rök landlæknis eru þau að sé þessi leið farin geti hún leitt til þess að stórir hópar karla fái að óþörfu meðferð sem geti haft í för með sér alvarlegar aukaverkanir, svo sem ristruflanir og þvagleka. Vill þá landlæknir meina að þeir sem þegar hafi farið í aðgerð hafi gert það að óþörfu? Er það ekki hlutverk lækna að meta þörfina á inngripi í sjúkdómsferilinn og gefa þeim sem greinast kosti, eins og a) fylgjast með krabbameininu, breyta um lífsstíl og mataræði og fara reglulega í PSA-mælingu b) fara í geislameðferð eða c) láta fjarlægja blöðruhálskirtilinn? Enginn er að hvetja til þess að slíkar ákvarðanir séu teknar út frá PSA-mælingum eingöngu, alltaf þarf að koma til nánari skoðun og í framhaldinu mat og ráðleggingar þar til bærra sérfræðinga. Landlæknir segir að ef blöðruhálskirtilskrabbamein sé að finna í ættarsögu einstaklings sé sjálfsagt að hann fari í skoðun eftir fertugt. Þessum upplýsingum hefur ekki verið haldið nægilega fram. Ég fékk t.d. aldrei bréf frá einum né neinum um að ég ætti að fara í skoðun þar sem faðir minn fékk krabbamein í blöðruhálskirtilinn. Það var móðir mín sem hvatti mig til þess og sem betur fer fór ég í tíma. Læknirinn mældi PSA-gildið og sá að það hafði hækkað og óskaði eftir því að ég færi í frekari skoðun. Þá kom í ljós að ég var með krabbamein í kirtlinum. Ég var 48 ára. Þar sem meinið uppgötvaðist svo snemma gat ég farið í svokallaða innri geislun en það er aðgerð sem drepur krabbameinið innan frá og ég fæ að halda kirtlinum og lífsgæðunum. Ef ég hefði ekki farið í þessa mælingu á þessum tíma, jafnvel dregið hana í nokkur ár, hvar hefði ég staðið þá? Hefði krabbameinið aukist? Hefði þurft að fjarlægja kirtilinn? Hefði ég þurft frekari geislameðferð? Hefði krabbameinið dreift sér? Hefði það farið í beinin? Ég get spurt mig þessara spurninga endalaust. Um 200 konur greinast árlega með brjóstakrabbamein og í mörgum tilvikum hefur regluleg krabbameinsskoðun orðið til þess að það greinist snemma. Við fögnum þeim góða árangri en viljum jafnframt vekja athygli á háum tölum um nýgreinda og dauðsföll af völdum blöðruhálskirtilskrabbameins og ráðum til úrbóta.
Landlæknir og PSA-mælingar Ekki hefur það vakið eftirtekt, að blöðruhálskirtilskrabbamein (BHKK) hafi verið tilefni sérstakrar árvekni landlæknis og er það þó algengasta krabbamein íslenskra karla. Yfir 200 okkar greinast með sjúkdóminn árlega og dauðsföll eru yfir 50. En viti menn, aldrei fór svo að landlæknir tæki ekki á sig rögg. Það var með yfirlýsingu, eða einskonar dagskipan, þann 23. febrúar um PSA-mælingar. Lagst er harkalega gegn þeim réttindum hvers og eins að leita til læknis og óska eftir skoðun sem gæti bent til þess að BHKK geri vart við sig. Það er PSA-greining og þuklun á kirtlinum, sem er ódýrt og fljótafgreitt úrræði sem er þó ekki afgerandi. Þetta vill Framför – krabbameinsfélag karla benda mönnum 50 ára og eldri sem siðferðilega skyldu okkar krabbameinssjúklinga. Að verða fyrir ádrepu að hvetja til slíks kom illa á óvart. 27. febrúar 2012 11:00
Segja blóðprufu ekki henta til greiningar Landlæknir sendi frá sér yfirlýsingu á fimmtudag vegna dreifibréfs sem Framför – krabbameinsfélag karla sendi körlum sem verða fimmtugir á þessu ári. Í bréfinu er mælt með að viðtakandi láti mæla PSA-gildi í blóði sem geti gefið vísbendingar um blöðruhálskrabbamein á frumstigi. Landlæknir varar hins vegar sterklega við að blóðprufan sé notuð í þessum tilgangi. 25. febrúar 2012 09:00
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar