Lífið

Skrifar bók um Cobain

Eric Erlandson.
Eric Erlandson. nordicphotos/getty
Eric Erlandson, fyrrum gítarleikari Hole, hefur skrifað bók um sjálfsvíg vinar síns Kurts Cobain úr Nirvana. Bókin heitir Letter To Kurt og kemur út 8. apríl.

Í frétt The New York Times kemur fram að 52 kaflar verði í bókinni þar sem Erlandson fjalli um rokk og ról, eiturlyfjanotkun og dauða Cobains. Einnig eru í bókinni ljóð og prósar.

„Ég vildi ekki skrifa hefðbundna endurminningabók. Þessi bók varð til fyrir tveimur árum. Mér fannst þessi stíll henta vel en á sama tíma var ég mjög hikandi," segir Erlandson, sem spilaði með Courtney Love, ekkju Cobains í Hole. Hann hefur ekkert rætt við Love um útgáfu bókarinnar.

Cobain hefði orðið 45 ára 20. febrúar síðastliðinn. Bókin kemur út í Bandaríkjunum þremur dögum eftir að átján ár verða liðin frá dauða hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.