Lífið

Kinnaman gæti leikið Robocop

Sænski leikarinn Joel Kinnaman hefur verið orðaður við hlutverk RoboCop í nýrri endurgerð kvikmyndarinnar.
Sænski leikarinn Joel Kinnaman hefur verið orðaður við hlutverk RoboCop í nýrri endurgerð kvikmyndarinnar. nordicphotos/getty
Sænski leikarinn Joel Kinnaman hefur verið orðaður við aðalhlutverkið í endurgerð kvikmyndarinnar RoboCop sem kom fyrst út árið 1987. Kinnaman vakti fyrst athygli fyrir leik sinn í myndinni Snabba Cash þar sem hann fór með hlutverk Daniels Espinosa.

Kinnaman hreppti eitt aðalhlutverkanna í The Killig, bandarískri endurgerð dönsku sjónvarpsþáttanna Forbrydelsen og virðist þar með hafa fest sig í sessi í Hollywood. Leikstjórinn Jose Padilha mun leikstýra RoboCop og voru bæði Russell Crowe og Michael Fassbender orðaðir við hlutverkið í upphafi. Kinnaman er þó sagður vera fyrsta val leikstjórans og því gæti svo farið að næsti RoboCop verði sænskur að uppruna.

RoboCop segir frá lögreglumanninum Murphy sem myrtur er í starfi og vakinn aftur til lífs sem vélmennið RoboCop. Leikarinn Peter Weller fór upphaflega með hlutverk lögreglumannsins en Rutger Hauer og Arnold Schwarzenegger höfðu einnig verið orðaðir við hlutverkið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.