Lífið

Glee höfundur framleiðir söngvamynd

Ryan Murphy hyggst framleiða söngvamynd ásamt Cameron Diaz, Gwyneth Paltrow og Reese Witherspoon.
Ryan Murphy hyggst framleiða söngvamynd ásamt Cameron Diaz, Gwyneth Paltrow og Reese Witherspoon. Nordicphotos/Getty
Cameron Diaz, Gwyneth Paltrow, Reese Witherspoon og Ryan Murphy, höfundur sjónvarpsþáttanna Glee, eru sögð vera að undirbúa framleiðslu nýrrar söngvamyndar sem mun skarta leikkonunum þremur í aðalhlutverkum.

Deadline.com og EW.com hafa þegar flutt fréttir af myndinni sem mun hafa hlotið vinnutitilinn One Hit Wonders. Myndin segir frá þremur söngkonum sem hver átti einn slagara á tíunda áratugnum en eru nú í fjárhagsvandræðum. Söngkonurnar ákveða að taka höndum saman og endurheimta fyrri frægð.

Lonely Island-þríeykið Andy Samberg, Akiva Schaffer og Jorma Taccone eru sagðir ætla að taka að sér tónsmíðarnar fyrir myndina auk þess sem söngkonan Beyoncé Knowles hefur verið orðuð við myndina og er talið að hún muni taka að sér að syngja lög allra kvennanna.

Framleiðslufyrirtækið Sony mun hafa sýnt verkefninu áhuga og átt fund með Murphy. Fyrirtækið hefur þó enn ekki staðfest fréttirnar við fjölmiðla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.