Lífið

Laug til um aldur sinn

Fyrirsætan Agyness Deyn viðurkennir að hún sé 29 ára í stað 24 eins og flestir héldu. Nordicphotos/getty
Fyrirsætan Agyness Deyn viðurkennir að hún sé 29 ára í stað 24 eins og flestir héldu. Nordicphotos/getty
Fyrirsætan Agyness Deyn viðurkennir að hún hafi logið um aldur sinn og að hún sé í raun 29 ára gömul í stað þess að vera 24 eins og flestir héldu. Þetta kemur fram í viðtali ofurfyrirsætunnar við blaðið Guardian. „Þegar ég byrjaði í fyrirsætubransanum var ég 18 ára og í raun of gömul til að geta orðið nýtt andlit þá. Þess vegna ákváðum við umboðsmaður minn að yngja mig um nokkur ár á pappírunum," segir Deyn sem eldist því um fimm ár á skömmum tíma.

Sjálf hefur Deyn sagt skilið við tískupallana í bili fyrir hvíta tjaldið en hún leikur fatafellu í endurgerð á myndinni Pusher.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.