Lífið

Mætti með nýju kærustuna

Ashton Kutcher skemmti sér vel í eftirpartýi Madonnu eftir Óskarsverðlaunin ásamt vinkonu sinni Lorene Scafaria.
Ashton Kutcher skemmti sér vel í eftirpartýi Madonnu eftir Óskarsverðlaunin ásamt vinkonu sinni Lorene Scafaria.
Leikarinn Ashton Kutcher mætti með nýja dömu í eftirpartý eftir Óskarsverðlaunin um síðustu helgi. Frá þessu greinir US Magazine en daman er sú sama og sást ítrekað með kappanum í fríi um Evrópu á dögunum, Lorene Scafaria.

Partýið sem um ræðir er boð sem fyrrverandi eiginkona hans, Demi Moore, hefur haldið undanfarin tvö ár ásamt söngkonunni Madonnu. Nú var Moore hins vegar víðs fjarri en hún er í lyfja- og áfengismeðferð eftir skilnaðinn. Partýið var þétt setið af frægu fólki á borð við Cameron Diaz, Katy Perry og Leonardo DiCaprio. Samkvæmt heimildum US Magazine létu Kutcher og Scafaria eins og kærustupar í partýinu en talsmaður leikarins hefur ítrekað neitað að hann sé kominn í samband.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.