Lífið

Leirlistamenn hanna skeggbolla

Leirlistahönnuðurnir Guðrún Indriðadóttir, Guðný Hafsteinsdóttir, Bjarni Sigurðsson og Ragnheiður Ágústsdóttir hanna skeggbolla til styrktar Mottumars.
Leirlistahönnuðurnir Guðrún Indriðadóttir, Guðný Hafsteinsdóttir, Bjarni Sigurðsson og Ragnheiður Ágústsdóttir hanna skeggbolla til styrktar Mottumars.
Fjórir listamenn hafa hannað hver sína útgáfu af skemmtilegum skeggbollum til styrktar Mottumars. Bollarnir eru að erlendri fyrirmynd og eru ætlaðir undir hvers kyns kaffidrykki en um leið að minna karlmenn á að fylgjast með sjálfum sér.

„Við erum fjögur sem stöndum að þessu, öll menntaðir leirlistamenn og hönnuðir og starfandi innan Leirlistafélagsins. Við gerum hvert okkar sína týpu af bollanum og höfum þróað hönnunina frá áramótum," útskýrir Guðrún en hver listamaður býr til tíu bolla. Hinir hönnuðirnir sem koma að verkefninu eru Guðný Hafsteinsdóttir, Bjarni Sigurðsson og Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir.

„Ég starfa einnig sem lyfjafræðingur á Landspítalanum og vinn meðal annars við að blanda krabbameinslyf og verð því mjög vör við þennan vágest í mínu daglega umhverfi. Málefnið er mér því hugleikið," segir Guðrún.

Bollarnir fást í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar og rennur allur ágóði sölunnar til Krabbameinsfélagsins. Guðrún bætir við að hverjum bolla fylgi ástarpungur í kaupbæti til áminningar um hvað ætlast sé til af karlmönnum. -sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.