Alvarleiki kynferðisbrota gegn börnum – er samræmi í löggjöfinni? Svala Ísfeld Ólafsdóttir skrifar 15. febrúar 2012 06:00 Róbert Spanó, forseti lagadeildar HÍ, gerir dóm Hæstaréttar frá 19. janúar sl. (mál nr. 562/2011) að umfjöllunarefni í Fréttablaðinu 7. feb. Í því máli fellst dómurinn á að karlmaður hafi gerst sekur um nauðgun er hann kom fram kynferðislegum vilja sínum gagnvart 7-8 ára gamalli telpu. Maðurinn, sem var fjölskylduvinur og tæplega fjörutíu árum eldri en telpan, notfærði sér yfirburði sína og varnarleysi ungs barns til að brjóta gegn því. Hér er brotið blað í meðferð þessara mála því fram til þessa hefur ekki verið litið svo á að verknaður framinn við aðstæður sem þessar og með þessum hætti væri nauðgun. Til að svo gæti verið hefur ávallt þurft að sanna að ofbeldi hafi verið beitt, ólögmætri nauðung eða sviptingu sjálfræðis. Nú virðist sem Hæstiréttur leggi aldursmun, þroskamun og aðstöðumun að jöfnu við framantalið, en í dóminum segir orðrétt: „Vegna ungs aldurs síns var brotaþoli varnarlaus gagnvart ákærða sem átti alls kostar við hana og notfærði sér yfirburðastöðu sína til að koma fram kynferðislegum vilja sínum gagnvart henni, en í þeirri háttsemi fólst ofbeldi af hans hálfu.“ Það gefur augaleið að ungt barn í aðstæðum sem þessum er ekki í aðstöðu til að bera hönd fyrir höfuð sér. Börn treysta almennt hinum fullorðnu og gera eins og þeir bjóða. Með því að fella verknað af þessu tagi undir nauðgun er búið að staðfesta enn frekar hversu alvarlegum augum ber að líta á kynferðislega misnotkun ungra barna og staðfesta að um kynferðisofbeldi er ræða. Aldrei er hægt að líta svo á að barn samþykki athafnir af þessu tagi og gangi sjálfviljugt til þeirra. Í þessu samhengi er rétt að rifja upp að árið 2007 voru samþykkt lög á Alþingi sem m.a. kváðu á um að alvarlegustu kynferðisbrotin gegn börnum skyldu ekki fyrnast. Samkvæmt lögunum voru þessi alvarlegustu kynferðisbrot gegn börnum nauðgun (194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940), sifjaspell (1. mgr. 200. gr. sömu laga) og þau tilvik er aðili, er hefur sérstökum trúnaðarskyldum að gegna gagnvart barni, hefur kynferðismök við það (1. mgr. 201. gr. sömu laga). Var talið eðlilegt að svo skaðlegir verknaðir sem beindust gegn hópi minnimáttar fyrndust ekki. Í þessu ljósi má velta fyrir sér hvers vegna þessi sömu brot geta samkvæmt almennum hegningarlögum að hámarki varðað 12 ára fangelsi, en ekki 16 ára fangelsi eins og afbrotið nauðgun, sem og það brot að hafa kynferðismök við barn undir 15 ára aldri (1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga). Löggjafinn sýndi glögglega í verki með afnámi fyrningarfrests vegna þessara brota hversu alvarlegum augum brot beri að líta. Þessi viðhorf endurspeglast einnig í dómaframkvæmd sem vitnar um æ þyngri refsingar fyrir brot af þessu tagi og þannig er sýnt og sannað hve alvarlegum augum þeir líta þessa verknaði. Dómur Hæstaréttar sem nefndur er í upphafi er einnig því til staðfestu. Er ekki tímabært að hámarksrefsing fyrir sifjaspell, sem og þau brot þar sem gerandi hefur kynferðismök við barn, sem hann hefur sérstakar trúnaðarskyldur gagnvart, verði 16 ára fangelsi til samræmis við nauðgunarákvæðið og ákvæðið er leggur refsingu við kynferðismökum við barn yngra en 15 ára? Með þessu myndi hámarksrefsingin endurspegla með skýrum hætti að brotin væru litin jafn alvarlegum augum og nauðgun og kynferðismök við barn undir kynferðislegum lögaldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Róbert Spanó, forseti lagadeildar HÍ, gerir dóm Hæstaréttar frá 19. janúar sl. (mál nr. 562/2011) að umfjöllunarefni í Fréttablaðinu 7. feb. Í því máli fellst dómurinn á að karlmaður hafi gerst sekur um nauðgun er hann kom fram kynferðislegum vilja sínum gagnvart 7-8 ára gamalli telpu. Maðurinn, sem var fjölskylduvinur og tæplega fjörutíu árum eldri en telpan, notfærði sér yfirburði sína og varnarleysi ungs barns til að brjóta gegn því. Hér er brotið blað í meðferð þessara mála því fram til þessa hefur ekki verið litið svo á að verknaður framinn við aðstæður sem þessar og með þessum hætti væri nauðgun. Til að svo gæti verið hefur ávallt þurft að sanna að ofbeldi hafi verið beitt, ólögmætri nauðung eða sviptingu sjálfræðis. Nú virðist sem Hæstiréttur leggi aldursmun, þroskamun og aðstöðumun að jöfnu við framantalið, en í dóminum segir orðrétt: „Vegna ungs aldurs síns var brotaþoli varnarlaus gagnvart ákærða sem átti alls kostar við hana og notfærði sér yfirburðastöðu sína til að koma fram kynferðislegum vilja sínum gagnvart henni, en í þeirri háttsemi fólst ofbeldi af hans hálfu.“ Það gefur augaleið að ungt barn í aðstæðum sem þessum er ekki í aðstöðu til að bera hönd fyrir höfuð sér. Börn treysta almennt hinum fullorðnu og gera eins og þeir bjóða. Með því að fella verknað af þessu tagi undir nauðgun er búið að staðfesta enn frekar hversu alvarlegum augum ber að líta á kynferðislega misnotkun ungra barna og staðfesta að um kynferðisofbeldi er ræða. Aldrei er hægt að líta svo á að barn samþykki athafnir af þessu tagi og gangi sjálfviljugt til þeirra. Í þessu samhengi er rétt að rifja upp að árið 2007 voru samþykkt lög á Alþingi sem m.a. kváðu á um að alvarlegustu kynferðisbrotin gegn börnum skyldu ekki fyrnast. Samkvæmt lögunum voru þessi alvarlegustu kynferðisbrot gegn börnum nauðgun (194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940), sifjaspell (1. mgr. 200. gr. sömu laga) og þau tilvik er aðili, er hefur sérstökum trúnaðarskyldum að gegna gagnvart barni, hefur kynferðismök við það (1. mgr. 201. gr. sömu laga). Var talið eðlilegt að svo skaðlegir verknaðir sem beindust gegn hópi minnimáttar fyrndust ekki. Í þessu ljósi má velta fyrir sér hvers vegna þessi sömu brot geta samkvæmt almennum hegningarlögum að hámarki varðað 12 ára fangelsi, en ekki 16 ára fangelsi eins og afbrotið nauðgun, sem og það brot að hafa kynferðismök við barn undir 15 ára aldri (1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga). Löggjafinn sýndi glögglega í verki með afnámi fyrningarfrests vegna þessara brota hversu alvarlegum augum brot beri að líta. Þessi viðhorf endurspeglast einnig í dómaframkvæmd sem vitnar um æ þyngri refsingar fyrir brot af þessu tagi og þannig er sýnt og sannað hve alvarlegum augum þeir líta þessa verknaði. Dómur Hæstaréttar sem nefndur er í upphafi er einnig því til staðfestu. Er ekki tímabært að hámarksrefsing fyrir sifjaspell, sem og þau brot þar sem gerandi hefur kynferðismök við barn, sem hann hefur sérstakar trúnaðarskyldur gagnvart, verði 16 ára fangelsi til samræmis við nauðgunarákvæðið og ákvæðið er leggur refsingu við kynferðismökum við barn yngra en 15 ára? Með þessu myndi hámarksrefsingin endurspegla með skýrum hætti að brotin væru litin jafn alvarlegum augum og nauðgun og kynferðismök við barn undir kynferðislegum lögaldri.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun