Treysta Grikkjum ekki til að standa við sparnaðaráform 15. febrúar 2012 05:30 Mikil reiði er meðal almennings í Grikklandi út í stjórnvöld og sparnaðaráform þeirra. nordicphotos/AFP Efnahagur Grikklands heldur áfram að versna, þrátt fyrir strangar sparnaðarráðstafanir og fjárhagsaðstoð að utan. Grikkjum ekki treyst til að standa við niðurskurðaráformin. Kínverjar gefa óljós loforð um aðstoð. Efnahagur Grikklands dróst saman um sjö prósent á tímabilinu frá fjórða ársfjórðungi 2010 til fjórða ársfjórðungs 2011. Þetta er meiri samdráttur en reiknað hafði verið með, þrátt fyrir harðan niðurskurð á fjárlögum, skattahækkanir og ýmsar sparnaðarráðstafanir. Gríska þingið samþykkti nýjustu niðurskurðaráformin á sunnudag, en í dag ætla fjármálaráðherrar evruríkjanna að hittast til að leggja blessun sína yfir þau áform, sem eru skilyrði þess að Grikkir fái 130 milljarða aðstoð frá ESB og AGS. Kröfurnar, sem ESB og AGS gera til Grikkja, sýna að grískum stjórnvöldum er varla treyst til að standa við fögru áformin um niðurskurð í ríkisfjármálum. Undanfarin ár hefur grískum stjórnvöldum gengið illa að standa við loforð um niðurskurð og hagræðingu. Meðal annars hafa áform um stórfellda sölu ríkiseigna og einkavæðingu ekki skilað þeim tekjum í ríkissjóð sem stjórnin gekk út frá í áætlunum sínum. Í þetta skiptið vilja því ESB og AGS sjá áþreifanlegar niðurstöður áður en frekari fjárhagsaðstoð er veitt. Gríska stjórnin vinnur meðal annars hörðum höndum þessa dagana við að ljúka samningum við marga helstu lánardrottna ríkisins, einkum gríska og erlenda einkabanka, um niðurfellingu skulda. Samdrátturinn og niðurskurðurinn hafa bitnað harkalega á almenningi í landinu, sem er stjórnvöldum ævareiður fyrir að láta undan kröfum Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um niðurskurð. Um hundrað og fimmtíu fyrirtæki skemmdust illa í óeirðum í Aþenu á sunnudag, meðan gríska þingið var að greiða atkvæði um sparnaðaraðgerðirnar. Tugir þingmanna hættu þetta kvöld stuðningi við ríkisstjórnina og nú hefur verið boðað til kosninga í apríl, þegar Grikkir hafa lokið við að greiða næstu afborganir af ríkisskuldum sínum. Leiðtogar Evrópusambandsins, þeir Herman van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, og José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, heimsóttu í gær Wen Jibao, forsætisráðherra Kína. Hann vildi engu ákveðnu lofa um þátttöku Kínverja í fjármögnun stöðugleikasjóðs evruríkjanna, gaf hins vegar almenn loforð um að Kínverjar muni gera sitt til þess að aðstoða evruríkin. Evrópusambandið hefur hins vegar áður fengið loforð af þessu tagi frá Kínverjum, en efndirnar hafa látið standa á sér.gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Efnahagur Grikklands heldur áfram að versna, þrátt fyrir strangar sparnaðarráðstafanir og fjárhagsaðstoð að utan. Grikkjum ekki treyst til að standa við niðurskurðaráformin. Kínverjar gefa óljós loforð um aðstoð. Efnahagur Grikklands dróst saman um sjö prósent á tímabilinu frá fjórða ársfjórðungi 2010 til fjórða ársfjórðungs 2011. Þetta er meiri samdráttur en reiknað hafði verið með, þrátt fyrir harðan niðurskurð á fjárlögum, skattahækkanir og ýmsar sparnaðarráðstafanir. Gríska þingið samþykkti nýjustu niðurskurðaráformin á sunnudag, en í dag ætla fjármálaráðherrar evruríkjanna að hittast til að leggja blessun sína yfir þau áform, sem eru skilyrði þess að Grikkir fái 130 milljarða aðstoð frá ESB og AGS. Kröfurnar, sem ESB og AGS gera til Grikkja, sýna að grískum stjórnvöldum er varla treyst til að standa við fögru áformin um niðurskurð í ríkisfjármálum. Undanfarin ár hefur grískum stjórnvöldum gengið illa að standa við loforð um niðurskurð og hagræðingu. Meðal annars hafa áform um stórfellda sölu ríkiseigna og einkavæðingu ekki skilað þeim tekjum í ríkissjóð sem stjórnin gekk út frá í áætlunum sínum. Í þetta skiptið vilja því ESB og AGS sjá áþreifanlegar niðurstöður áður en frekari fjárhagsaðstoð er veitt. Gríska stjórnin vinnur meðal annars hörðum höndum þessa dagana við að ljúka samningum við marga helstu lánardrottna ríkisins, einkum gríska og erlenda einkabanka, um niðurfellingu skulda. Samdrátturinn og niðurskurðurinn hafa bitnað harkalega á almenningi í landinu, sem er stjórnvöldum ævareiður fyrir að láta undan kröfum Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um niðurskurð. Um hundrað og fimmtíu fyrirtæki skemmdust illa í óeirðum í Aþenu á sunnudag, meðan gríska þingið var að greiða atkvæði um sparnaðaraðgerðirnar. Tugir þingmanna hættu þetta kvöld stuðningi við ríkisstjórnina og nú hefur verið boðað til kosninga í apríl, þegar Grikkir hafa lokið við að greiða næstu afborganir af ríkisskuldum sínum. Leiðtogar Evrópusambandsins, þeir Herman van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, og José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, heimsóttu í gær Wen Jibao, forsætisráðherra Kína. Hann vildi engu ákveðnu lofa um þátttöku Kínverja í fjármögnun stöðugleikasjóðs evruríkjanna, gaf hins vegar almenn loforð um að Kínverjar muni gera sitt til þess að aðstoða evruríkin. Evrópusambandið hefur hins vegar áður fengið loforð af þessu tagi frá Kínverjum, en efndirnar hafa látið standa á sér.gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira