Lífið

Skráning í Tilraunirnar

Hljómsveitin Samaris vann Músíktilraunir í fyrra.
Hljómsveitin Samaris vann Músíktilraunir í fyrra. fréttablaðið/stefán
Skráning í Músíktilraunir 2012 hefst 20. febrúar og því þurfa flytjendur að hefja undirbúning fyrir umsókn á næstunni.

Hljómsveitin Samaris vann Músíktilraunir í fyrra. Tónlistarhátíðin hefst 23. mars og lýkur með úrslitakvöldi í Austurbæ, 31. mars. Hljómsveitir á borð við Kolrössu krókríðandi, Botnleðju, Maus, Mínus, Jakobínarínu, Agent Fresco og Of Monsters and Men hafa allar náð góðum árangri eftir að hafa sigrað keppnina.

Opið er fyrir umsóknir til 5. mars og þarf að skila inn tveimur lögum með hverri umsókn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.