Sýnir íslensku ullina á tískuvikunni í London 14. febrúar 2012 13:30 Erna Einarsdóttir sýnir útskriftarlínu sína frá Central Saint Martins skólanum á tískuvikunni í London en hún gefur íslensku ullinni uppreisn æru í fatalínu sinni. „Ég held að ég sé búin að setja met í svefnleysi undanfarna daga og verið að vinna 16-18 tíma á dag," segir fatahönnuðurinn Erna Einarsdóttir en hún er að útskrifast frá tískuskólanum fræga Central Saint Martins í London. Erna leggur stund á meistaranám í fatahönnun við skólann með áherslu á textíl og prent. Hún er ein af útvöldum nemendum skólans sem fá að taka þátt í útskriftarsýningunni sem fer fram næstkomandi föstudag í tengslum við tískuvikuna í London. Útskrifstarsýningu skólans er jafnan beðið með mikilli eftirvæntingu hjá tískupressunni enda hefur skólinn alið af sér helstu fatahönnuði nútímans á borð við Stellu McCartney, Alexander McQueen og Phoebe Philo. Erna er fyrsti Íslendingurinn sem sýnir í útskriftasýningu Central Saint Martins, „Kennurunum hérna finnst áhugavert að vera með Íslending í skólanum. Ég er ótrúlega spennt að taka þátt í þessu og ef vel gengur getur þátttaka í sýningunni opnað margar dyr. Ég hef samt ekki haft mikinn tíma til að leiða hugann að því enda í mörg horn að líta þessa dagana," segir Erna sem hefur verið að hringja út aðstoðarfólk til að hjálpa sér á lokasprettinum. „Það hafa um 30 manns hjálpað mér að koma þessu heim og saman. Ég hef meira að segja verið að hringja í ókunnuga Íslendinga sem ég hef frétt af í London eins og au pair-stúlkur." Erna vinnur útskriftarlínu sína upp úr íslensku ullinni og fékk fyrirtækið Ístex til að styrkja sig með efnivið. Hún vill ekki gefa of mikið uppi í sambandi við fatalínuna en hún er öll unnin í höndunum og inniheldur meðal annars prjónaðar peysur. Erna tók BA-nám í fatahönnun í Amsterdam og fór þaðan í Central Saint Martins sem var efstur á óskalista hennar. „Ég var í skýjunum þegar ég komst inn og eins og margir aðrir sá ég skólann og allt sem honum tengist í hyllingum. Glamúrímyndin var samt fljót að fölna enda er hér mikil samkeppni og geysilegar kröfur gerðar til nemenda. Þetta er erfitt og vinnuálagið hefur oft á tíðum reynt á geðheilsuna hjá manni," segir Erna áður en hún heldur áfram að leggja lokahönd á sýninguna en fatalínu Ernu verður hægt að sjá á vefsíðunni Style.com sem gerir útskriftasýningunni alltaf góð skil. alfrun@frettabladid.is Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
„Ég held að ég sé búin að setja met í svefnleysi undanfarna daga og verið að vinna 16-18 tíma á dag," segir fatahönnuðurinn Erna Einarsdóttir en hún er að útskrifast frá tískuskólanum fræga Central Saint Martins í London. Erna leggur stund á meistaranám í fatahönnun við skólann með áherslu á textíl og prent. Hún er ein af útvöldum nemendum skólans sem fá að taka þátt í útskriftarsýningunni sem fer fram næstkomandi föstudag í tengslum við tískuvikuna í London. Útskrifstarsýningu skólans er jafnan beðið með mikilli eftirvæntingu hjá tískupressunni enda hefur skólinn alið af sér helstu fatahönnuði nútímans á borð við Stellu McCartney, Alexander McQueen og Phoebe Philo. Erna er fyrsti Íslendingurinn sem sýnir í útskriftasýningu Central Saint Martins, „Kennurunum hérna finnst áhugavert að vera með Íslending í skólanum. Ég er ótrúlega spennt að taka þátt í þessu og ef vel gengur getur þátttaka í sýningunni opnað margar dyr. Ég hef samt ekki haft mikinn tíma til að leiða hugann að því enda í mörg horn að líta þessa dagana," segir Erna sem hefur verið að hringja út aðstoðarfólk til að hjálpa sér á lokasprettinum. „Það hafa um 30 manns hjálpað mér að koma þessu heim og saman. Ég hef meira að segja verið að hringja í ókunnuga Íslendinga sem ég hef frétt af í London eins og au pair-stúlkur." Erna vinnur útskriftarlínu sína upp úr íslensku ullinni og fékk fyrirtækið Ístex til að styrkja sig með efnivið. Hún vill ekki gefa of mikið uppi í sambandi við fatalínuna en hún er öll unnin í höndunum og inniheldur meðal annars prjónaðar peysur. Erna tók BA-nám í fatahönnun í Amsterdam og fór þaðan í Central Saint Martins sem var efstur á óskalista hennar. „Ég var í skýjunum þegar ég komst inn og eins og margir aðrir sá ég skólann og allt sem honum tengist í hyllingum. Glamúrímyndin var samt fljót að fölna enda er hér mikil samkeppni og geysilegar kröfur gerðar til nemenda. Þetta er erfitt og vinnuálagið hefur oft á tíðum reynt á geðheilsuna hjá manni," segir Erna áður en hún heldur áfram að leggja lokahönd á sýninguna en fatalínu Ernu verður hægt að sjá á vefsíðunni Style.com sem gerir útskriftasýningunni alltaf góð skil. alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira