Sýnir íslensku ullina á tískuvikunni í London 14. febrúar 2012 13:30 Erna Einarsdóttir sýnir útskriftarlínu sína frá Central Saint Martins skólanum á tískuvikunni í London en hún gefur íslensku ullinni uppreisn æru í fatalínu sinni. „Ég held að ég sé búin að setja met í svefnleysi undanfarna daga og verið að vinna 16-18 tíma á dag," segir fatahönnuðurinn Erna Einarsdóttir en hún er að útskrifast frá tískuskólanum fræga Central Saint Martins í London. Erna leggur stund á meistaranám í fatahönnun við skólann með áherslu á textíl og prent. Hún er ein af útvöldum nemendum skólans sem fá að taka þátt í útskriftarsýningunni sem fer fram næstkomandi föstudag í tengslum við tískuvikuna í London. Útskrifstarsýningu skólans er jafnan beðið með mikilli eftirvæntingu hjá tískupressunni enda hefur skólinn alið af sér helstu fatahönnuði nútímans á borð við Stellu McCartney, Alexander McQueen og Phoebe Philo. Erna er fyrsti Íslendingurinn sem sýnir í útskriftasýningu Central Saint Martins, „Kennurunum hérna finnst áhugavert að vera með Íslending í skólanum. Ég er ótrúlega spennt að taka þátt í þessu og ef vel gengur getur þátttaka í sýningunni opnað margar dyr. Ég hef samt ekki haft mikinn tíma til að leiða hugann að því enda í mörg horn að líta þessa dagana," segir Erna sem hefur verið að hringja út aðstoðarfólk til að hjálpa sér á lokasprettinum. „Það hafa um 30 manns hjálpað mér að koma þessu heim og saman. Ég hef meira að segja verið að hringja í ókunnuga Íslendinga sem ég hef frétt af í London eins og au pair-stúlkur." Erna vinnur útskriftarlínu sína upp úr íslensku ullinni og fékk fyrirtækið Ístex til að styrkja sig með efnivið. Hún vill ekki gefa of mikið uppi í sambandi við fatalínuna en hún er öll unnin í höndunum og inniheldur meðal annars prjónaðar peysur. Erna tók BA-nám í fatahönnun í Amsterdam og fór þaðan í Central Saint Martins sem var efstur á óskalista hennar. „Ég var í skýjunum þegar ég komst inn og eins og margir aðrir sá ég skólann og allt sem honum tengist í hyllingum. Glamúrímyndin var samt fljót að fölna enda er hér mikil samkeppni og geysilegar kröfur gerðar til nemenda. Þetta er erfitt og vinnuálagið hefur oft á tíðum reynt á geðheilsuna hjá manni," segir Erna áður en hún heldur áfram að leggja lokahönd á sýninguna en fatalínu Ernu verður hægt að sjá á vefsíðunni Style.com sem gerir útskriftasýningunni alltaf góð skil. alfrun@frettabladid.is Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Sjá meira
„Ég held að ég sé búin að setja met í svefnleysi undanfarna daga og verið að vinna 16-18 tíma á dag," segir fatahönnuðurinn Erna Einarsdóttir en hún er að útskrifast frá tískuskólanum fræga Central Saint Martins í London. Erna leggur stund á meistaranám í fatahönnun við skólann með áherslu á textíl og prent. Hún er ein af útvöldum nemendum skólans sem fá að taka þátt í útskriftarsýningunni sem fer fram næstkomandi föstudag í tengslum við tískuvikuna í London. Útskrifstarsýningu skólans er jafnan beðið með mikilli eftirvæntingu hjá tískupressunni enda hefur skólinn alið af sér helstu fatahönnuði nútímans á borð við Stellu McCartney, Alexander McQueen og Phoebe Philo. Erna er fyrsti Íslendingurinn sem sýnir í útskriftasýningu Central Saint Martins, „Kennurunum hérna finnst áhugavert að vera með Íslending í skólanum. Ég er ótrúlega spennt að taka þátt í þessu og ef vel gengur getur þátttaka í sýningunni opnað margar dyr. Ég hef samt ekki haft mikinn tíma til að leiða hugann að því enda í mörg horn að líta þessa dagana," segir Erna sem hefur verið að hringja út aðstoðarfólk til að hjálpa sér á lokasprettinum. „Það hafa um 30 manns hjálpað mér að koma þessu heim og saman. Ég hef meira að segja verið að hringja í ókunnuga Íslendinga sem ég hef frétt af í London eins og au pair-stúlkur." Erna vinnur útskriftarlínu sína upp úr íslensku ullinni og fékk fyrirtækið Ístex til að styrkja sig með efnivið. Hún vill ekki gefa of mikið uppi í sambandi við fatalínuna en hún er öll unnin í höndunum og inniheldur meðal annars prjónaðar peysur. Erna tók BA-nám í fatahönnun í Amsterdam og fór þaðan í Central Saint Martins sem var efstur á óskalista hennar. „Ég var í skýjunum þegar ég komst inn og eins og margir aðrir sá ég skólann og allt sem honum tengist í hyllingum. Glamúrímyndin var samt fljót að fölna enda er hér mikil samkeppni og geysilegar kröfur gerðar til nemenda. Þetta er erfitt og vinnuálagið hefur oft á tíðum reynt á geðheilsuna hjá manni," segir Erna áður en hún heldur áfram að leggja lokahönd á sýninguna en fatalínu Ernu verður hægt að sjá á vefsíðunni Style.com sem gerir útskriftasýningunni alltaf góð skil. alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Sjá meira