Sýnir íslensku ullina á tískuvikunni í London 14. febrúar 2012 13:30 Erna Einarsdóttir sýnir útskriftarlínu sína frá Central Saint Martins skólanum á tískuvikunni í London en hún gefur íslensku ullinni uppreisn æru í fatalínu sinni. „Ég held að ég sé búin að setja met í svefnleysi undanfarna daga og verið að vinna 16-18 tíma á dag," segir fatahönnuðurinn Erna Einarsdóttir en hún er að útskrifast frá tískuskólanum fræga Central Saint Martins í London. Erna leggur stund á meistaranám í fatahönnun við skólann með áherslu á textíl og prent. Hún er ein af útvöldum nemendum skólans sem fá að taka þátt í útskriftarsýningunni sem fer fram næstkomandi föstudag í tengslum við tískuvikuna í London. Útskrifstarsýningu skólans er jafnan beðið með mikilli eftirvæntingu hjá tískupressunni enda hefur skólinn alið af sér helstu fatahönnuði nútímans á borð við Stellu McCartney, Alexander McQueen og Phoebe Philo. Erna er fyrsti Íslendingurinn sem sýnir í útskriftasýningu Central Saint Martins, „Kennurunum hérna finnst áhugavert að vera með Íslending í skólanum. Ég er ótrúlega spennt að taka þátt í þessu og ef vel gengur getur þátttaka í sýningunni opnað margar dyr. Ég hef samt ekki haft mikinn tíma til að leiða hugann að því enda í mörg horn að líta þessa dagana," segir Erna sem hefur verið að hringja út aðstoðarfólk til að hjálpa sér á lokasprettinum. „Það hafa um 30 manns hjálpað mér að koma þessu heim og saman. Ég hef meira að segja verið að hringja í ókunnuga Íslendinga sem ég hef frétt af í London eins og au pair-stúlkur." Erna vinnur útskriftarlínu sína upp úr íslensku ullinni og fékk fyrirtækið Ístex til að styrkja sig með efnivið. Hún vill ekki gefa of mikið uppi í sambandi við fatalínuna en hún er öll unnin í höndunum og inniheldur meðal annars prjónaðar peysur. Erna tók BA-nám í fatahönnun í Amsterdam og fór þaðan í Central Saint Martins sem var efstur á óskalista hennar. „Ég var í skýjunum þegar ég komst inn og eins og margir aðrir sá ég skólann og allt sem honum tengist í hyllingum. Glamúrímyndin var samt fljót að fölna enda er hér mikil samkeppni og geysilegar kröfur gerðar til nemenda. Þetta er erfitt og vinnuálagið hefur oft á tíðum reynt á geðheilsuna hjá manni," segir Erna áður en hún heldur áfram að leggja lokahönd á sýninguna en fatalínu Ernu verður hægt að sjá á vefsíðunni Style.com sem gerir útskriftasýningunni alltaf góð skil. alfrun@frettabladid.is Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
„Ég held að ég sé búin að setja met í svefnleysi undanfarna daga og verið að vinna 16-18 tíma á dag," segir fatahönnuðurinn Erna Einarsdóttir en hún er að útskrifast frá tískuskólanum fræga Central Saint Martins í London. Erna leggur stund á meistaranám í fatahönnun við skólann með áherslu á textíl og prent. Hún er ein af útvöldum nemendum skólans sem fá að taka þátt í útskriftarsýningunni sem fer fram næstkomandi föstudag í tengslum við tískuvikuna í London. Útskrifstarsýningu skólans er jafnan beðið með mikilli eftirvæntingu hjá tískupressunni enda hefur skólinn alið af sér helstu fatahönnuði nútímans á borð við Stellu McCartney, Alexander McQueen og Phoebe Philo. Erna er fyrsti Íslendingurinn sem sýnir í útskriftasýningu Central Saint Martins, „Kennurunum hérna finnst áhugavert að vera með Íslending í skólanum. Ég er ótrúlega spennt að taka þátt í þessu og ef vel gengur getur þátttaka í sýningunni opnað margar dyr. Ég hef samt ekki haft mikinn tíma til að leiða hugann að því enda í mörg horn að líta þessa dagana," segir Erna sem hefur verið að hringja út aðstoðarfólk til að hjálpa sér á lokasprettinum. „Það hafa um 30 manns hjálpað mér að koma þessu heim og saman. Ég hef meira að segja verið að hringja í ókunnuga Íslendinga sem ég hef frétt af í London eins og au pair-stúlkur." Erna vinnur útskriftarlínu sína upp úr íslensku ullinni og fékk fyrirtækið Ístex til að styrkja sig með efnivið. Hún vill ekki gefa of mikið uppi í sambandi við fatalínuna en hún er öll unnin í höndunum og inniheldur meðal annars prjónaðar peysur. Erna tók BA-nám í fatahönnun í Amsterdam og fór þaðan í Central Saint Martins sem var efstur á óskalista hennar. „Ég var í skýjunum þegar ég komst inn og eins og margir aðrir sá ég skólann og allt sem honum tengist í hyllingum. Glamúrímyndin var samt fljót að fölna enda er hér mikil samkeppni og geysilegar kröfur gerðar til nemenda. Þetta er erfitt og vinnuálagið hefur oft á tíðum reynt á geðheilsuna hjá manni," segir Erna áður en hún heldur áfram að leggja lokahönd á sýninguna en fatalínu Ernu verður hægt að sjá á vefsíðunni Style.com sem gerir útskriftasýningunni alltaf góð skil. alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira