Umfangsmikið vandamál 14. febrúar 2012 17:00 "Með því að greina áhættuþætti eins og aldur og kyn er hægt að beina forvörnum í réttar áttir,“ segir Kristín. Fréttablaðið/Valli Slysa- og ofbeldisdauði hefur aukist hér á landi. Hann er margfalt algengari hjá körlum en konum en hefur engu að síður aukist hjá konum og í aldurshópnum 67 ára og eldri. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum rannsóknar hjúkrunarfræðingsins Kristínar Bergsdóttur. Slysa- og ofbeldisdauði-Áhrifaþættir og þjóðhagslegar afleiðingar heitir meistaraverkefni hjúkrunarfræðingsins Kristínar Bergsdóttur sem hún varði í byrjun mánaðarins. Um er að ræða lýðheilsugrundaða aftursýna hóprannsókn og er þetta fyrsta íslenska rannsóknin sem veitir heildarsýn á umfang og áhrifaþætti dauðsfalla af þessu tagi hér á landi. Rannsóknin byggir á tölum úr dánarmeinaskrá Hagstofu Íslands og nær yfir tólf ára tímabil eða frá árinu 1996 til 2007. „Hún tekur til allra banaslysa, morða og sjálfsvíga hjá Íslendingum á aldrinum 0 til 101 árs en samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar nær ofbeldisdauði bæði yfir morð og sjálfsvíg," segir Kristín. Helstu niðurstöður eru þær að slysa og ofbeldisdauði á Íslandi hefur aukist. Eins liggur fyrir að hann er mun algengari hjá körlum en konum sem kemur heim og saman við niðurstöður utan úr heimi. „Munurinn er mikill, en helmingi fleiri karlar dóu af völdum slysa og ofbeldis á tímabilinu en konur og þrisvar sinnum fleiri af völdum sjálfsvíga og morða. Hins vegar kom fram aukning hjá konum sem og í aldurshópnum 67 ára og eldri og er munurinn marktækur þegar búið er að leiðrétta fyrir mannfjöldaaukningu," segir Kristín. „Það sem kemur einnig á óvart er að enginn munur var á milli höfuðborgarsvæðisins og dreifbýlis." Áætlað er að um fimm milljónir manna deyi af völdum slysa og ofbeldis á heimsvísu á hverju ári og þar af 1,6 milljónir vegna ofbeldisverka. Slysa- og ofbeldisdauði er á meðal helstu dánarorsaka fólks á aldrinum 15 til 44 ára og þriðja algengasta dánarorsök í heimi á eftir hjarta- og æðasjúkdómum og krabbameini. Á Íslandi létust 1.032 af völdum slysa og ofbeldisverka á því tímabili sem rannsóknin náði til eða að meðaltali 86 á ári. Meðalaldur þeirra sem létust af þessum orsökum var 53 ár. „Þetta er því umfangsmikið vandamál," segir Kristín. En hvað varð til þess þú ákvaðst að fara út í að skoða þessi mál? „Ég hef starfað sem hjúkrunarfræðingur á slysa- og bráðadeild Landspítalans í bráðum ellefu ár. Það sem sló mig í fyrstu voru dauðaslysin og önnur ótímabær dauðsföll. Þegar ég hóf meistaranám í lýðheilsuvísindum ákvað ég að gera þessu skil en með því að greina áhættuþætti eins og aldur og kyn er hægt að beina forvörnum í réttar áttir. Það er til mikils að vinna enda eru þetta í öllum tilfellum ótímabær dauðföll sem valda ómældu tilfinningatjóni en einnig þjóðhagslegu tjóni þar sem þessir einstaklingar skila ekki tekjum til þjóðarbúsins." En kemur þú til með að vinna með niðurstöðurnar frekar? „Já, það er draumurinn. Allar þær rannsóknir sem ég hef skoðað í kringum þessi mál sýna mikinn breytileika á milli heimssvæða. Þar hafa efnahagsaðstæður og menningarmunur mikið að segja. Þá eykst dánartíðnin umtalsvert ef lönd lenda í efnahagskreppu. Ég lauk minni rannsókn í lok árs 2007 en árið eftir varð efnahagshrun hér á landi. Mér þætti áhugavert að skoða hvort hrunið hafi haft sömu áhrif hér og þekkist erlendis." vera@frettabladid.is Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Sjá meira
Slysa- og ofbeldisdauði hefur aukist hér á landi. Hann er margfalt algengari hjá körlum en konum en hefur engu að síður aukist hjá konum og í aldurshópnum 67 ára og eldri. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum rannsóknar hjúkrunarfræðingsins Kristínar Bergsdóttur. Slysa- og ofbeldisdauði-Áhrifaþættir og þjóðhagslegar afleiðingar heitir meistaraverkefni hjúkrunarfræðingsins Kristínar Bergsdóttur sem hún varði í byrjun mánaðarins. Um er að ræða lýðheilsugrundaða aftursýna hóprannsókn og er þetta fyrsta íslenska rannsóknin sem veitir heildarsýn á umfang og áhrifaþætti dauðsfalla af þessu tagi hér á landi. Rannsóknin byggir á tölum úr dánarmeinaskrá Hagstofu Íslands og nær yfir tólf ára tímabil eða frá árinu 1996 til 2007. „Hún tekur til allra banaslysa, morða og sjálfsvíga hjá Íslendingum á aldrinum 0 til 101 árs en samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar nær ofbeldisdauði bæði yfir morð og sjálfsvíg," segir Kristín. Helstu niðurstöður eru þær að slysa og ofbeldisdauði á Íslandi hefur aukist. Eins liggur fyrir að hann er mun algengari hjá körlum en konum sem kemur heim og saman við niðurstöður utan úr heimi. „Munurinn er mikill, en helmingi fleiri karlar dóu af völdum slysa og ofbeldis á tímabilinu en konur og þrisvar sinnum fleiri af völdum sjálfsvíga og morða. Hins vegar kom fram aukning hjá konum sem og í aldurshópnum 67 ára og eldri og er munurinn marktækur þegar búið er að leiðrétta fyrir mannfjöldaaukningu," segir Kristín. „Það sem kemur einnig á óvart er að enginn munur var á milli höfuðborgarsvæðisins og dreifbýlis." Áætlað er að um fimm milljónir manna deyi af völdum slysa og ofbeldis á heimsvísu á hverju ári og þar af 1,6 milljónir vegna ofbeldisverka. Slysa- og ofbeldisdauði er á meðal helstu dánarorsaka fólks á aldrinum 15 til 44 ára og þriðja algengasta dánarorsök í heimi á eftir hjarta- og æðasjúkdómum og krabbameini. Á Íslandi létust 1.032 af völdum slysa og ofbeldisverka á því tímabili sem rannsóknin náði til eða að meðaltali 86 á ári. Meðalaldur þeirra sem létust af þessum orsökum var 53 ár. „Þetta er því umfangsmikið vandamál," segir Kristín. En hvað varð til þess þú ákvaðst að fara út í að skoða þessi mál? „Ég hef starfað sem hjúkrunarfræðingur á slysa- og bráðadeild Landspítalans í bráðum ellefu ár. Það sem sló mig í fyrstu voru dauðaslysin og önnur ótímabær dauðsföll. Þegar ég hóf meistaranám í lýðheilsuvísindum ákvað ég að gera þessu skil en með því að greina áhættuþætti eins og aldur og kyn er hægt að beina forvörnum í réttar áttir. Það er til mikils að vinna enda eru þetta í öllum tilfellum ótímabær dauðföll sem valda ómældu tilfinningatjóni en einnig þjóðhagslegu tjóni þar sem þessir einstaklingar skila ekki tekjum til þjóðarbúsins." En kemur þú til með að vinna með niðurstöðurnar frekar? „Já, það er draumurinn. Allar þær rannsóknir sem ég hef skoðað í kringum þessi mál sýna mikinn breytileika á milli heimssvæða. Þar hafa efnahagsaðstæður og menningarmunur mikið að segja. Þá eykst dánartíðnin umtalsvert ef lönd lenda í efnahagskreppu. Ég lauk minni rannsókn í lok árs 2007 en árið eftir varð efnahagshrun hér á landi. Mér þætti áhugavert að skoða hvort hrunið hafi haft sömu áhrif hér og þekkist erlendis." vera@frettabladid.is
Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Sjá meira