Cronenberg í krísu? Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 13. febrúar 2012 12:30 Bíó. A Dangerous Method. Leikstjórn: David Cronenberg. Leikarar: Michael Fassbender, Viggo Mortensen, Keira Knightley, Vincent Cassel, Sarah Gadon. Árið 1904 fær geðlæknirinn Carl Jung hina ungu Sabinu Spielrein til meðferðar, en hún þjáist af alvarlegri geðveiki. Eftir langa meðferð, sem framkvæmd er með aðstoð frá sjálfum Sigmund Freud, sýnir stúlkan batamerki og nær að stunda læknanám sitt af kappi. Meðan á því stendur á hún í kynferðissambandi við Jung, sem sjálfur er ráðsettur fjölskyldufaðir. Kanadíski leikstjórinn David Cronenberg hefur í seinni tíð færst nær „venjulegri" kvikmyndagerð, en á fyrri hluta ferils síns sendi hann frá sér margar stórskrýtnar en virkilega áhugaverðar myndir. Óvenjuleg kynhegðun hefur margsinnis verið umfjöllunarefni hans og má því ætla að hann hafi fyrir löngu hlaupið af sér perrahornin. Af þeim sökum staldrar hann stutt við í sjálfum kynlífsatriðunum og gefur þess í stað samtölunum stærra hlutverk. Leikhópurinn er ágætur. Viggo Mortensen er þrælfínn sem Freud, Keira Knightley kemur á óvart í erfiðu hlutverki og dansar skemmtilega á gráa svæðinu milli leiks og ofleiks, en Fassbender, sem mestur þungi hvílir á, er því miður veiki hlekkurinn. Hann er ekki ósannfærandi en á köflum er eitthvað pínulítið rembingslegt við taktana í honum. A Dangerous Method er forvitnileg en frásagnargleðinni er ábótavant. Cronenberg var frábær leikstjóri og hefði hann gert myndina fyrir 15 árum hefði hún verið mun groddalegri, en um leið hefði hún líklega verið meira spennandi og listrænt ögrandi. Að þessu sinni vantar einhvern herslumun. Niðurstaða: Sæmileg mynd frá leikstjóra sem hefur þó oft gert betur. Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Bíó. A Dangerous Method. Leikstjórn: David Cronenberg. Leikarar: Michael Fassbender, Viggo Mortensen, Keira Knightley, Vincent Cassel, Sarah Gadon. Árið 1904 fær geðlæknirinn Carl Jung hina ungu Sabinu Spielrein til meðferðar, en hún þjáist af alvarlegri geðveiki. Eftir langa meðferð, sem framkvæmd er með aðstoð frá sjálfum Sigmund Freud, sýnir stúlkan batamerki og nær að stunda læknanám sitt af kappi. Meðan á því stendur á hún í kynferðissambandi við Jung, sem sjálfur er ráðsettur fjölskyldufaðir. Kanadíski leikstjórinn David Cronenberg hefur í seinni tíð færst nær „venjulegri" kvikmyndagerð, en á fyrri hluta ferils síns sendi hann frá sér margar stórskrýtnar en virkilega áhugaverðar myndir. Óvenjuleg kynhegðun hefur margsinnis verið umfjöllunarefni hans og má því ætla að hann hafi fyrir löngu hlaupið af sér perrahornin. Af þeim sökum staldrar hann stutt við í sjálfum kynlífsatriðunum og gefur þess í stað samtölunum stærra hlutverk. Leikhópurinn er ágætur. Viggo Mortensen er þrælfínn sem Freud, Keira Knightley kemur á óvart í erfiðu hlutverki og dansar skemmtilega á gráa svæðinu milli leiks og ofleiks, en Fassbender, sem mestur þungi hvílir á, er því miður veiki hlekkurinn. Hann er ekki ósannfærandi en á köflum er eitthvað pínulítið rembingslegt við taktana í honum. A Dangerous Method er forvitnileg en frásagnargleðinni er ábótavant. Cronenberg var frábær leikstjóri og hefði hann gert myndina fyrir 15 árum hefði hún verið mun groddalegri, en um leið hefði hún líklega verið meira spennandi og listrænt ögrandi. Að þessu sinni vantar einhvern herslumun. Niðurstaða: Sæmileg mynd frá leikstjóra sem hefur þó oft gert betur.
Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira