Menntun má tæta Brynja Dís Björnsdóttir skrifar 11. febrúar 2012 06:00 Tilraunir sveitarfélaga til að treysta fjárhagsstöðu sína og draga úr útgjöldum hafa falist í fækkun skóla, sameiningu skóla, niðurskurði til skólamála, myndun nýrra skóla með samfléttingu á grunn-, leik- og tónskólum og fækkun starfsfólks í grunnskólum landsins. Skólarnir hafa þurft að taka á sig stærstan hluta þess niðurskurðar sem sveitarfélögin hafa stýrt. Nú er komið að sársaukamörkum, sveitarfélögum landsins mun verða ljóst að skólarnir geta naumast starfað með þann litla stuðning sem þau fá frá sveitarfélögunum. Forsenda skólastarfs verður og er alltaf starfsfólkið og á því hvílir mikil ábyrgð nú þegar sveitarfélögin hafa svelt skólana nær viðstöðulaust í fjögur ár. Fjármagn til skólamála þarf að aukast verulega svo skólarnir nái að uppfylla skyldur sínar samkvæmt lögum og reglugerðum og kröfum samfélagsins í dag til skólanna. Smám saman mun skólastarfið og starfsfólk skólanna snúa vörn í sókn. Reiði fólksins mun ná hámarki vegna þess ömurlega hugarfars sem sveitarfélög hafa gagnvart skólum, nemendum og menntun þeirra. Von skóla í dag er tormelt því sveitarfélögin eru ekki hætt niðurskurði, þau finna sífellt nýjar og sársaukafyllri leiðir til að ná fram sætum hagnaði í fjárhagsuppgjöri mánaðarins. Nú geta skólarnir ekki tekið á sig meiri niðurskurð og sveitarfélög landsins verða að finna leiðir til að fjármagna skólastarfið og smám saman styrkja menntun í samfélaginu. Ýmislegt neikvætt hefur verið sagt um ungmenni okkar og æsku landsins. Þessi umræða hefur oftar en ekki komið frá menntafólki sem sakar skólana um ófaglegt starf, getuleysi og vanhæft starfsfólk. Skólafólk er orðið langþreytt á fjandskap háskólamenntaðs fólks á störfum þeirra og skólastarfi í landinu. Umræða um skólana í landinu þarf að vera uppbyggileg og fordómalaus. Menntað háskólafólk á ekki að leyfa sér niðurrif grunnskólastarfs með orðum sínum og athöfnum vegna sinnuleysis sveitarfélaga. Umræðan nú í dag þarf að beinast að hlutverki og ábyrgð sveitarfélaga gagnvart menntun barnanna okkar. Sveitarfélög taka ómarkviss og vanhugsuð niðurskurðarskref undir gáleysislegu skjalli menntamannanna og háskólasamfélagsins. Margt verður að breytast og það verður að setja fjármagn í menntun barnanna okkar. Það verður að gera skólana mikilvæga og sjá til þess að þeir geti uppfyllt kröfur nútímasamfélags um menntun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Tilraunir sveitarfélaga til að treysta fjárhagsstöðu sína og draga úr útgjöldum hafa falist í fækkun skóla, sameiningu skóla, niðurskurði til skólamála, myndun nýrra skóla með samfléttingu á grunn-, leik- og tónskólum og fækkun starfsfólks í grunnskólum landsins. Skólarnir hafa þurft að taka á sig stærstan hluta þess niðurskurðar sem sveitarfélögin hafa stýrt. Nú er komið að sársaukamörkum, sveitarfélögum landsins mun verða ljóst að skólarnir geta naumast starfað með þann litla stuðning sem þau fá frá sveitarfélögunum. Forsenda skólastarfs verður og er alltaf starfsfólkið og á því hvílir mikil ábyrgð nú þegar sveitarfélögin hafa svelt skólana nær viðstöðulaust í fjögur ár. Fjármagn til skólamála þarf að aukast verulega svo skólarnir nái að uppfylla skyldur sínar samkvæmt lögum og reglugerðum og kröfum samfélagsins í dag til skólanna. Smám saman mun skólastarfið og starfsfólk skólanna snúa vörn í sókn. Reiði fólksins mun ná hámarki vegna þess ömurlega hugarfars sem sveitarfélög hafa gagnvart skólum, nemendum og menntun þeirra. Von skóla í dag er tormelt því sveitarfélögin eru ekki hætt niðurskurði, þau finna sífellt nýjar og sársaukafyllri leiðir til að ná fram sætum hagnaði í fjárhagsuppgjöri mánaðarins. Nú geta skólarnir ekki tekið á sig meiri niðurskurð og sveitarfélög landsins verða að finna leiðir til að fjármagna skólastarfið og smám saman styrkja menntun í samfélaginu. Ýmislegt neikvætt hefur verið sagt um ungmenni okkar og æsku landsins. Þessi umræða hefur oftar en ekki komið frá menntafólki sem sakar skólana um ófaglegt starf, getuleysi og vanhæft starfsfólk. Skólafólk er orðið langþreytt á fjandskap háskólamenntaðs fólks á störfum þeirra og skólastarfi í landinu. Umræða um skólana í landinu þarf að vera uppbyggileg og fordómalaus. Menntað háskólafólk á ekki að leyfa sér niðurrif grunnskólastarfs með orðum sínum og athöfnum vegna sinnuleysis sveitarfélaga. Umræðan nú í dag þarf að beinast að hlutverki og ábyrgð sveitarfélaga gagnvart menntun barnanna okkar. Sveitarfélög taka ómarkviss og vanhugsuð niðurskurðarskref undir gáleysislegu skjalli menntamannanna og háskólasamfélagsins. Margt verður að breytast og það verður að setja fjármagn í menntun barnanna okkar. Það verður að gera skólana mikilvæga og sjá til þess að þeir geti uppfyllt kröfur nútímasamfélags um menntun.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar