Menntun má tæta Brynja Dís Björnsdóttir skrifar 11. febrúar 2012 06:00 Tilraunir sveitarfélaga til að treysta fjárhagsstöðu sína og draga úr útgjöldum hafa falist í fækkun skóla, sameiningu skóla, niðurskurði til skólamála, myndun nýrra skóla með samfléttingu á grunn-, leik- og tónskólum og fækkun starfsfólks í grunnskólum landsins. Skólarnir hafa þurft að taka á sig stærstan hluta þess niðurskurðar sem sveitarfélögin hafa stýrt. Nú er komið að sársaukamörkum, sveitarfélögum landsins mun verða ljóst að skólarnir geta naumast starfað með þann litla stuðning sem þau fá frá sveitarfélögunum. Forsenda skólastarfs verður og er alltaf starfsfólkið og á því hvílir mikil ábyrgð nú þegar sveitarfélögin hafa svelt skólana nær viðstöðulaust í fjögur ár. Fjármagn til skólamála þarf að aukast verulega svo skólarnir nái að uppfylla skyldur sínar samkvæmt lögum og reglugerðum og kröfum samfélagsins í dag til skólanna. Smám saman mun skólastarfið og starfsfólk skólanna snúa vörn í sókn. Reiði fólksins mun ná hámarki vegna þess ömurlega hugarfars sem sveitarfélög hafa gagnvart skólum, nemendum og menntun þeirra. Von skóla í dag er tormelt því sveitarfélögin eru ekki hætt niðurskurði, þau finna sífellt nýjar og sársaukafyllri leiðir til að ná fram sætum hagnaði í fjárhagsuppgjöri mánaðarins. Nú geta skólarnir ekki tekið á sig meiri niðurskurð og sveitarfélög landsins verða að finna leiðir til að fjármagna skólastarfið og smám saman styrkja menntun í samfélaginu. Ýmislegt neikvætt hefur verið sagt um ungmenni okkar og æsku landsins. Þessi umræða hefur oftar en ekki komið frá menntafólki sem sakar skólana um ófaglegt starf, getuleysi og vanhæft starfsfólk. Skólafólk er orðið langþreytt á fjandskap háskólamenntaðs fólks á störfum þeirra og skólastarfi í landinu. Umræða um skólana í landinu þarf að vera uppbyggileg og fordómalaus. Menntað háskólafólk á ekki að leyfa sér niðurrif grunnskólastarfs með orðum sínum og athöfnum vegna sinnuleysis sveitarfélaga. Umræðan nú í dag þarf að beinast að hlutverki og ábyrgð sveitarfélaga gagnvart menntun barnanna okkar. Sveitarfélög taka ómarkviss og vanhugsuð niðurskurðarskref undir gáleysislegu skjalli menntamannanna og háskólasamfélagsins. Margt verður að breytast og það verður að setja fjármagn í menntun barnanna okkar. Það verður að gera skólana mikilvæga og sjá til þess að þeir geti uppfyllt kröfur nútímasamfélags um menntun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Tilraunir sveitarfélaga til að treysta fjárhagsstöðu sína og draga úr útgjöldum hafa falist í fækkun skóla, sameiningu skóla, niðurskurði til skólamála, myndun nýrra skóla með samfléttingu á grunn-, leik- og tónskólum og fækkun starfsfólks í grunnskólum landsins. Skólarnir hafa þurft að taka á sig stærstan hluta þess niðurskurðar sem sveitarfélögin hafa stýrt. Nú er komið að sársaukamörkum, sveitarfélögum landsins mun verða ljóst að skólarnir geta naumast starfað með þann litla stuðning sem þau fá frá sveitarfélögunum. Forsenda skólastarfs verður og er alltaf starfsfólkið og á því hvílir mikil ábyrgð nú þegar sveitarfélögin hafa svelt skólana nær viðstöðulaust í fjögur ár. Fjármagn til skólamála þarf að aukast verulega svo skólarnir nái að uppfylla skyldur sínar samkvæmt lögum og reglugerðum og kröfum samfélagsins í dag til skólanna. Smám saman mun skólastarfið og starfsfólk skólanna snúa vörn í sókn. Reiði fólksins mun ná hámarki vegna þess ömurlega hugarfars sem sveitarfélög hafa gagnvart skólum, nemendum og menntun þeirra. Von skóla í dag er tormelt því sveitarfélögin eru ekki hætt niðurskurði, þau finna sífellt nýjar og sársaukafyllri leiðir til að ná fram sætum hagnaði í fjárhagsuppgjöri mánaðarins. Nú geta skólarnir ekki tekið á sig meiri niðurskurð og sveitarfélög landsins verða að finna leiðir til að fjármagna skólastarfið og smám saman styrkja menntun í samfélaginu. Ýmislegt neikvætt hefur verið sagt um ungmenni okkar og æsku landsins. Þessi umræða hefur oftar en ekki komið frá menntafólki sem sakar skólana um ófaglegt starf, getuleysi og vanhæft starfsfólk. Skólafólk er orðið langþreytt á fjandskap háskólamenntaðs fólks á störfum þeirra og skólastarfi í landinu. Umræða um skólana í landinu þarf að vera uppbyggileg og fordómalaus. Menntað háskólafólk á ekki að leyfa sér niðurrif grunnskólastarfs með orðum sínum og athöfnum vegna sinnuleysis sveitarfélaga. Umræðan nú í dag þarf að beinast að hlutverki og ábyrgð sveitarfélaga gagnvart menntun barnanna okkar. Sveitarfélög taka ómarkviss og vanhugsuð niðurskurðarskref undir gáleysislegu skjalli menntamannanna og háskólasamfélagsins. Margt verður að breytast og það verður að setja fjármagn í menntun barnanna okkar. Það verður að gera skólana mikilvæga og sjá til þess að þeir geti uppfyllt kröfur nútímasamfélags um menntun.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar