Lögregla í átökum við mótmælendur 11. febrúar 2012 05:00 Íbúar Grikklands eru ævareiðir vegna nýrra niðurskurðaráforma ofan á allan þann niðurskurð sem skert hefur lífsgæði almennings verulega. nordicphotos/AFP Átök mótmælenda við lögreglu brutust út í Aþenu í gær, þegar tveggja daga mótmælaaðgerðir gegn nýjum niðurskurðaráformum stjórnvalda hófust. Gríska stjórnin samþykkti niðurskurðaráformin í vikunni, að kröfu Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Enn er þó langur vegur frá því að þessi áform séu í höfn, og óvissa ríkir þar með einnig um fjárhagsaðstoðina frá ESB og AGS sem á að koma í veg fyrir að gríska ríkið fari í greiðsluþrot í næsta mánuði. Evangelous Venizelos fjármálaráðherra segir að nú sé komið að því að gríska þingið taki úrslitaákvörðun um það hvort Grikkland verði áfram á evrusvæðinu. Niðurskurðaráformin verða líklega borin undir atkvæði á þinginu á morgun, en í gær reyndu leiðtogar stjórnarflokkanna að tryggja stuðning þingflokka sinna við áformin. Þingmenn eru tregir til að samþykkja áformin, sem leggja enn frekari byrðar á grísku þjóðina í viðbót við þann niðurskurð sem þegar er búið að samþykkja. Georgios Karatzaferis, leiðtogi eins af stjórnarflokkunum þremur, hefur þegar sagt að hann ætli ekki að samþykkja nýju niðurskurðaráformin. Það eitt mun þó ekki verða stjórninni að falli því Karatzaferis er leiðtogi LAOS, sem er litli flokkurinn í stjórninni. LAOS er flokkur hægri þjóðernissinna, en aðrir flokkar í stjórninni eru sósíalistaflokkurinn PASOK og íhaldsflokkurinn Nýtt lýðræði, flokkar sem löngum hafa verið höfuðandstæðingar í grískri pólitík en hafa samtals 236 þingsæti af 300. Stjórnin samþykkti á fimmtudag að skera verulega niður í heilbrigðismálum, varnarmálum og sveitarstjórnarmálum, en að auki verður 15 þúsund ríkisstarfsmönnum sagt upp störfum. Einnig verða lögbundin lágmarkslaun lækkuð um 20 til 30 prósent og eftirlaun ríkisstarfsmanna lækkuð um 15 prósent. Að auki þurfa Grikkir að finna leið til að spara 325 milljarða evra í viðbót áður en ESB og AGS fallast á að veita þeim 130 milljarða evra í fjárhagsaðstoð. Á leiðtogafundi Evrópusambandsins í byrjun næsta mánaðar verður svo tekin afstaða til þess hvort Grikkir teljist hafa uppfyllt þau skilyrði sem þeim eru sett. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Sjá meira
Átök mótmælenda við lögreglu brutust út í Aþenu í gær, þegar tveggja daga mótmælaaðgerðir gegn nýjum niðurskurðaráformum stjórnvalda hófust. Gríska stjórnin samþykkti niðurskurðaráformin í vikunni, að kröfu Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Enn er þó langur vegur frá því að þessi áform séu í höfn, og óvissa ríkir þar með einnig um fjárhagsaðstoðina frá ESB og AGS sem á að koma í veg fyrir að gríska ríkið fari í greiðsluþrot í næsta mánuði. Evangelous Venizelos fjármálaráðherra segir að nú sé komið að því að gríska þingið taki úrslitaákvörðun um það hvort Grikkland verði áfram á evrusvæðinu. Niðurskurðaráformin verða líklega borin undir atkvæði á þinginu á morgun, en í gær reyndu leiðtogar stjórnarflokkanna að tryggja stuðning þingflokka sinna við áformin. Þingmenn eru tregir til að samþykkja áformin, sem leggja enn frekari byrðar á grísku þjóðina í viðbót við þann niðurskurð sem þegar er búið að samþykkja. Georgios Karatzaferis, leiðtogi eins af stjórnarflokkunum þremur, hefur þegar sagt að hann ætli ekki að samþykkja nýju niðurskurðaráformin. Það eitt mun þó ekki verða stjórninni að falli því Karatzaferis er leiðtogi LAOS, sem er litli flokkurinn í stjórninni. LAOS er flokkur hægri þjóðernissinna, en aðrir flokkar í stjórninni eru sósíalistaflokkurinn PASOK og íhaldsflokkurinn Nýtt lýðræði, flokkar sem löngum hafa verið höfuðandstæðingar í grískri pólitík en hafa samtals 236 þingsæti af 300. Stjórnin samþykkti á fimmtudag að skera verulega niður í heilbrigðismálum, varnarmálum og sveitarstjórnarmálum, en að auki verður 15 þúsund ríkisstarfsmönnum sagt upp störfum. Einnig verða lögbundin lágmarkslaun lækkuð um 20 til 30 prósent og eftirlaun ríkisstarfsmanna lækkuð um 15 prósent. Að auki þurfa Grikkir að finna leið til að spara 325 milljarða evra í viðbót áður en ESB og AGS fallast á að veita þeim 130 milljarða evra í fjárhagsaðstoð. Á leiðtogafundi Evrópusambandsins í byrjun næsta mánaðar verður svo tekin afstaða til þess hvort Grikkir teljist hafa uppfyllt þau skilyrði sem þeim eru sett. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Sjá meira