Stjórnvöld í Aserbaídsjan gagnrýnd fyrir einræði 10. febrúar 2012 10:15 Íbúar á þessu svæði voru þvingaðir til að flytja út úr húsum sínum og þau síðan rifin. nordicphotos/AFP Mannréttindasamtökin Amnesty International segja andrúmsloft ótta og sjálfsritskoðunar ríkja í Aserbaídsjan. Mótmælahreyfing á síðasta ári var barin niður harðri hendi. Samkynhneigðum er hótað lífláti. „Alþjóðasamfélagið hefur lítið gert til að sporna við þróun í átt að auknu einræði í landinu,“ segja mannréttindasamtökin Amnesty International um Aserbaídsjan, olíuríki í Kákasusfjöllum, þar sem til stendur að halda söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í vor. Í lok síðasta árs sendu samtökin frá sér skýrslu um ástand mannréttindamála í Aserbaídsjan, þar sem greint er frá árásum stjórnvalda á mótmælendur frá því að mótmæli gegn spillingu og kúgun brutust út í landinu í mars á síðasta ári. „Síðan þá hefur ungt baráttufólk og stjórnarandstæðingar verið sett í fangelsi að geðþótta yfirvalda, eða í kjölfar upploginna ásakana, en blaðamenn og baráttufólk fyrir mannréttindum hafa sætt hótunum og áreitni.“ Í þessu andrúmslofti virðast samkynhneigðir nú hafa hætt við áform um að halda gleðigöngu stuttu fyrir söngvakeppnina. Samkynhneigðir hafa fengið líflátshótanir og tugir manna hafa skráð sig á Facebook-síðu, sem stofnuð hefur verið gegn áformum um að halda gleðigöngu samkynhneigðra í landinu. Flestir íbúar landsins eru múslímar og hafa litla samúð með samkynhneigðum. Stjórnvöld segja að öllum sé frjálst að sækja um leyfi fyrir útisamkomum, en reynslan er sú að erfitt hefur verið að fá samþykki fyrir slíku, ekki síst síðustu mánuði. Þá skýrði breska útvarpið BBC nýverið frá því að fjöldi manns hefði verið þvingaður til að flytja af heimilum sínum, sem síðan voru rifin til að rýma fyrir nýrri tónlistarhöll, sem verður vettvangur söngvakeppninnar í maí. „Borgaryfirvöld í Bakú hafa engan lagalegan rétt til að flytja fólk nauðungarflutningum og eyðileggja húsin þeirra,“ hefur BBC eftir Zohrab Ismayil, formanni mannréttindasamtaka í Aserbaídsjan. „Eins og stendur þá eru mannréttindabrot hér í Aserbaídsjan daglegur viðburður og þetta er aðeins eitt málanna,“ sagði Ismayil. Amnesty International segir að sautján samviskufangar sitji nú í fangelsi í Aserbaídsjan. „Uppsöfnuð áhrif þessara aðgerða stjórnvalda, ásamt með langvarandi refsileysi þeirra, eru þau að í landinu ríkir andrúmsloft ótta og sjálfsritskoðunar sem grefur undan lýðræðisþróun í Aserbaídsjan,“ segir í tilkynningu frá Amnesty.gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Mannréttindasamtökin Amnesty International segja andrúmsloft ótta og sjálfsritskoðunar ríkja í Aserbaídsjan. Mótmælahreyfing á síðasta ári var barin niður harðri hendi. Samkynhneigðum er hótað lífláti. „Alþjóðasamfélagið hefur lítið gert til að sporna við þróun í átt að auknu einræði í landinu,“ segja mannréttindasamtökin Amnesty International um Aserbaídsjan, olíuríki í Kákasusfjöllum, þar sem til stendur að halda söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í vor. Í lok síðasta árs sendu samtökin frá sér skýrslu um ástand mannréttindamála í Aserbaídsjan, þar sem greint er frá árásum stjórnvalda á mótmælendur frá því að mótmæli gegn spillingu og kúgun brutust út í landinu í mars á síðasta ári. „Síðan þá hefur ungt baráttufólk og stjórnarandstæðingar verið sett í fangelsi að geðþótta yfirvalda, eða í kjölfar upploginna ásakana, en blaðamenn og baráttufólk fyrir mannréttindum hafa sætt hótunum og áreitni.“ Í þessu andrúmslofti virðast samkynhneigðir nú hafa hætt við áform um að halda gleðigöngu stuttu fyrir söngvakeppnina. Samkynhneigðir hafa fengið líflátshótanir og tugir manna hafa skráð sig á Facebook-síðu, sem stofnuð hefur verið gegn áformum um að halda gleðigöngu samkynhneigðra í landinu. Flestir íbúar landsins eru múslímar og hafa litla samúð með samkynhneigðum. Stjórnvöld segja að öllum sé frjálst að sækja um leyfi fyrir útisamkomum, en reynslan er sú að erfitt hefur verið að fá samþykki fyrir slíku, ekki síst síðustu mánuði. Þá skýrði breska útvarpið BBC nýverið frá því að fjöldi manns hefði verið þvingaður til að flytja af heimilum sínum, sem síðan voru rifin til að rýma fyrir nýrri tónlistarhöll, sem verður vettvangur söngvakeppninnar í maí. „Borgaryfirvöld í Bakú hafa engan lagalegan rétt til að flytja fólk nauðungarflutningum og eyðileggja húsin þeirra,“ hefur BBC eftir Zohrab Ismayil, formanni mannréttindasamtaka í Aserbaídsjan. „Eins og stendur þá eru mannréttindabrot hér í Aserbaídsjan daglegur viðburður og þetta er aðeins eitt málanna,“ sagði Ismayil. Amnesty International segir að sautján samviskufangar sitji nú í fangelsi í Aserbaídsjan. „Uppsöfnuð áhrif þessara aðgerða stjórnvalda, ásamt með langvarandi refsileysi þeirra, eru þau að í landinu ríkir andrúmsloft ótta og sjálfsritskoðunar sem grefur undan lýðræðisþróun í Aserbaídsjan,“ segir í tilkynningu frá Amnesty.gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira