Til of mikils mælst? Ragnheiður Gestsdóttir skrifar 9. febrúar 2012 06:00 Þegar ógnvekjandi tölur um treglæsi unglinga birtust sl. haust tók ég mig til og skrifaði langa grein um málið. Of langa – hún fékk ekki inni hér í blaðinu. Síðan hefur talsvert vatn runnið til sjávar og aðrir orðið til að segja margt af því sem mér lá þá á hjarta, bæði í ræðu og riti. Allir ættu nú orðið að vera meðvitaðir um alvöru málsins og skilja að sjálf bókaþjóðin er í miklum ólestri. Ég ætla því ekkert að vera að þusa, heldur leggja þess í stað til einfalda aðgerð: Gefum börnunum okkar og íslenskri tungu einn klukkutíma á dag. Til þess að þetta geti orðið þurfa foreldrar og skólar að taka höndum saman og gera örlitlar breytingar á daglegum venjum – en það myndi, samkvæmt því sem rannsakað hefur verið, bæta stöðu barnanna umtalsvert hvað varðar lestraráhuga og málþroska. Og svo kostar það ekki krónu. Í fyrsta lagi: Notið tuttugu mínútur (að minnsta kosti) af hverjum skóladegi til yndislestrar. Með því er átt við lestur sjálfvalinna bóka í friði og ró, án nokkurra kvaða. Allir í skólanum nota þessa stund til lestrar, jafnt börn og fullorðnir, og það gildir um nemendur á öllum aldri. Ef skólinn sem þitt barn gengur í hefur ekki enn þá tekið upp daglegan yndislestur, leggðu þá til að það verði gert! Í öðru lagi: Lesið upphátt í skólanum fyrir grunnskólanemendur á öllum stigum í tuttugu mínútur (eða meira) á dag. Lesið úr góðum og skemmtilegum bókum sem hæfa þroska nemendanna. Ef ekki er lesið fyrir barnið þitt í skólanum, spurðu þá hvers vegna það sé ekki gert! Ef þú ert kennari, íhugaðu þá hvort þetta gæti ekki verið einhver mikilvægasta og lærdómsríkasta stund dagsins! Hlustun eykur orðaforða og máltilfinningu, skerpir athygli og einbeitingu, góðar bókmenntir fræða og kenna lífsleikni – og innprenta um leið þá mikilvægu staðreynd að bækur geta verið áhugaverðar og skemmtilegar. Í þriðja lagi: Lestu fyrir barnið þitt heima í tuttugu mínútur (hið minnsta) á hverjum degi! Ekki hætta þótt barnið sé sjálft farið að lesa – haltu áfram eins lengi og það vill sjálft. Þessar stundir geta verið einhverjar þær indælustu sem þið eigið saman. Lestu bækur sem þér þóttu skemmtilegar í bernsku og fylgstu líka með og lestu nýjar bækur. Talið saman um efni bókanna. Farið saman á bókasafnið í leit að nýjum og gömlum fjársjóðum. Hlustið saman á hljóðbækur. Kannið í sameiningu þá heima sem bækurnar veita ykkur aðgang að. Einn klukkutími á dag. Klukkutími sem gefur af sér margfalda ávöxtun í skilningi, færni og ekki síst gleði. Er það til of mikils mælst? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Þegar ógnvekjandi tölur um treglæsi unglinga birtust sl. haust tók ég mig til og skrifaði langa grein um málið. Of langa – hún fékk ekki inni hér í blaðinu. Síðan hefur talsvert vatn runnið til sjávar og aðrir orðið til að segja margt af því sem mér lá þá á hjarta, bæði í ræðu og riti. Allir ættu nú orðið að vera meðvitaðir um alvöru málsins og skilja að sjálf bókaþjóðin er í miklum ólestri. Ég ætla því ekkert að vera að þusa, heldur leggja þess í stað til einfalda aðgerð: Gefum börnunum okkar og íslenskri tungu einn klukkutíma á dag. Til þess að þetta geti orðið þurfa foreldrar og skólar að taka höndum saman og gera örlitlar breytingar á daglegum venjum – en það myndi, samkvæmt því sem rannsakað hefur verið, bæta stöðu barnanna umtalsvert hvað varðar lestraráhuga og málþroska. Og svo kostar það ekki krónu. Í fyrsta lagi: Notið tuttugu mínútur (að minnsta kosti) af hverjum skóladegi til yndislestrar. Með því er átt við lestur sjálfvalinna bóka í friði og ró, án nokkurra kvaða. Allir í skólanum nota þessa stund til lestrar, jafnt börn og fullorðnir, og það gildir um nemendur á öllum aldri. Ef skólinn sem þitt barn gengur í hefur ekki enn þá tekið upp daglegan yndislestur, leggðu þá til að það verði gert! Í öðru lagi: Lesið upphátt í skólanum fyrir grunnskólanemendur á öllum stigum í tuttugu mínútur (eða meira) á dag. Lesið úr góðum og skemmtilegum bókum sem hæfa þroska nemendanna. Ef ekki er lesið fyrir barnið þitt í skólanum, spurðu þá hvers vegna það sé ekki gert! Ef þú ert kennari, íhugaðu þá hvort þetta gæti ekki verið einhver mikilvægasta og lærdómsríkasta stund dagsins! Hlustun eykur orðaforða og máltilfinningu, skerpir athygli og einbeitingu, góðar bókmenntir fræða og kenna lífsleikni – og innprenta um leið þá mikilvægu staðreynd að bækur geta verið áhugaverðar og skemmtilegar. Í þriðja lagi: Lestu fyrir barnið þitt heima í tuttugu mínútur (hið minnsta) á hverjum degi! Ekki hætta þótt barnið sé sjálft farið að lesa – haltu áfram eins lengi og það vill sjálft. Þessar stundir geta verið einhverjar þær indælustu sem þið eigið saman. Lestu bækur sem þér þóttu skemmtilegar í bernsku og fylgstu líka með og lestu nýjar bækur. Talið saman um efni bókanna. Farið saman á bókasafnið í leit að nýjum og gömlum fjársjóðum. Hlustið saman á hljóðbækur. Kannið í sameiningu þá heima sem bækurnar veita ykkur aðgang að. Einn klukkutími á dag. Klukkutími sem gefur af sér margfalda ávöxtun í skilningi, færni og ekki síst gleði. Er það til of mikils mælst?
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun