Til of mikils mælst? Ragnheiður Gestsdóttir skrifar 9. febrúar 2012 06:00 Þegar ógnvekjandi tölur um treglæsi unglinga birtust sl. haust tók ég mig til og skrifaði langa grein um málið. Of langa – hún fékk ekki inni hér í blaðinu. Síðan hefur talsvert vatn runnið til sjávar og aðrir orðið til að segja margt af því sem mér lá þá á hjarta, bæði í ræðu og riti. Allir ættu nú orðið að vera meðvitaðir um alvöru málsins og skilja að sjálf bókaþjóðin er í miklum ólestri. Ég ætla því ekkert að vera að þusa, heldur leggja þess í stað til einfalda aðgerð: Gefum börnunum okkar og íslenskri tungu einn klukkutíma á dag. Til þess að þetta geti orðið þurfa foreldrar og skólar að taka höndum saman og gera örlitlar breytingar á daglegum venjum – en það myndi, samkvæmt því sem rannsakað hefur verið, bæta stöðu barnanna umtalsvert hvað varðar lestraráhuga og málþroska. Og svo kostar það ekki krónu. Í fyrsta lagi: Notið tuttugu mínútur (að minnsta kosti) af hverjum skóladegi til yndislestrar. Með því er átt við lestur sjálfvalinna bóka í friði og ró, án nokkurra kvaða. Allir í skólanum nota þessa stund til lestrar, jafnt börn og fullorðnir, og það gildir um nemendur á öllum aldri. Ef skólinn sem þitt barn gengur í hefur ekki enn þá tekið upp daglegan yndislestur, leggðu þá til að það verði gert! Í öðru lagi: Lesið upphátt í skólanum fyrir grunnskólanemendur á öllum stigum í tuttugu mínútur (eða meira) á dag. Lesið úr góðum og skemmtilegum bókum sem hæfa þroska nemendanna. Ef ekki er lesið fyrir barnið þitt í skólanum, spurðu þá hvers vegna það sé ekki gert! Ef þú ert kennari, íhugaðu þá hvort þetta gæti ekki verið einhver mikilvægasta og lærdómsríkasta stund dagsins! Hlustun eykur orðaforða og máltilfinningu, skerpir athygli og einbeitingu, góðar bókmenntir fræða og kenna lífsleikni – og innprenta um leið þá mikilvægu staðreynd að bækur geta verið áhugaverðar og skemmtilegar. Í þriðja lagi: Lestu fyrir barnið þitt heima í tuttugu mínútur (hið minnsta) á hverjum degi! Ekki hætta þótt barnið sé sjálft farið að lesa – haltu áfram eins lengi og það vill sjálft. Þessar stundir geta verið einhverjar þær indælustu sem þið eigið saman. Lestu bækur sem þér þóttu skemmtilegar í bernsku og fylgstu líka með og lestu nýjar bækur. Talið saman um efni bókanna. Farið saman á bókasafnið í leit að nýjum og gömlum fjársjóðum. Hlustið saman á hljóðbækur. Kannið í sameiningu þá heima sem bækurnar veita ykkur aðgang að. Einn klukkutími á dag. Klukkutími sem gefur af sér margfalda ávöxtun í skilningi, færni og ekki síst gleði. Er það til of mikils mælst? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ógnvekjandi tölur um treglæsi unglinga birtust sl. haust tók ég mig til og skrifaði langa grein um málið. Of langa – hún fékk ekki inni hér í blaðinu. Síðan hefur talsvert vatn runnið til sjávar og aðrir orðið til að segja margt af því sem mér lá þá á hjarta, bæði í ræðu og riti. Allir ættu nú orðið að vera meðvitaðir um alvöru málsins og skilja að sjálf bókaþjóðin er í miklum ólestri. Ég ætla því ekkert að vera að þusa, heldur leggja þess í stað til einfalda aðgerð: Gefum börnunum okkar og íslenskri tungu einn klukkutíma á dag. Til þess að þetta geti orðið þurfa foreldrar og skólar að taka höndum saman og gera örlitlar breytingar á daglegum venjum – en það myndi, samkvæmt því sem rannsakað hefur verið, bæta stöðu barnanna umtalsvert hvað varðar lestraráhuga og málþroska. Og svo kostar það ekki krónu. Í fyrsta lagi: Notið tuttugu mínútur (að minnsta kosti) af hverjum skóladegi til yndislestrar. Með því er átt við lestur sjálfvalinna bóka í friði og ró, án nokkurra kvaða. Allir í skólanum nota þessa stund til lestrar, jafnt börn og fullorðnir, og það gildir um nemendur á öllum aldri. Ef skólinn sem þitt barn gengur í hefur ekki enn þá tekið upp daglegan yndislestur, leggðu þá til að það verði gert! Í öðru lagi: Lesið upphátt í skólanum fyrir grunnskólanemendur á öllum stigum í tuttugu mínútur (eða meira) á dag. Lesið úr góðum og skemmtilegum bókum sem hæfa þroska nemendanna. Ef ekki er lesið fyrir barnið þitt í skólanum, spurðu þá hvers vegna það sé ekki gert! Ef þú ert kennari, íhugaðu þá hvort þetta gæti ekki verið einhver mikilvægasta og lærdómsríkasta stund dagsins! Hlustun eykur orðaforða og máltilfinningu, skerpir athygli og einbeitingu, góðar bókmenntir fræða og kenna lífsleikni – og innprenta um leið þá mikilvægu staðreynd að bækur geta verið áhugaverðar og skemmtilegar. Í þriðja lagi: Lestu fyrir barnið þitt heima í tuttugu mínútur (hið minnsta) á hverjum degi! Ekki hætta þótt barnið sé sjálft farið að lesa – haltu áfram eins lengi og það vill sjálft. Þessar stundir geta verið einhverjar þær indælustu sem þið eigið saman. Lestu bækur sem þér þóttu skemmtilegar í bernsku og fylgstu líka með og lestu nýjar bækur. Talið saman um efni bókanna. Farið saman á bókasafnið í leit að nýjum og gömlum fjársjóðum. Hlustið saman á hljóðbækur. Kannið í sameiningu þá heima sem bækurnar veita ykkur aðgang að. Einn klukkutími á dag. Klukkutími sem gefur af sér margfalda ávöxtun í skilningi, færni og ekki síst gleði. Er það til of mikils mælst?
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun