Menntun ábyrgra stjórnenda – ábyrgð háskóla Bryndís Hlöðversdóttir skrifar 8. febrúar 2012 06:00 Leiðtogar dagsins í dag, hvort sem er í stjórnmálum eða viðskiptalífi, standa frammi fyrir áskorunum á borð við umhverfisvá sem fylgir vaxandi velmegun í heiminum, að ekki sé talað um aðra þætti mannlegs atferlis sem ógnað geta mannlegu samfélagi á borð við spillingu og slæma stjórnarhætti. Það er mikilvægt fyrir framtíð alls mannkyns að leiðtogar framtíðarinnar taki á slíkum viðfangsefnum af ábyrgð og virðingu fyrir komandi kynslóðum en láti ekki skammtímasjónarmið ráða för. Háskólar gegna hér lykilhlutverki, þeir mennta forystufólk í viðskiptalífi, í stjórnmálum og í vísindum og eigi það markmið að takast að innleiða hugsun sjálfbærni og samfélagsábyrgðar inn í framtíðarstefnumótun, þá þurfa háskólarnir að vera í broddi þeirrar fylkingar. Menningarmálastofnun Sameinuðu Þjóðanna (UNESCO) hefur tilnefnt áratuginn 2005-2014 áratug menntunar til sjálfbærrar þróunar en markmiðið með því er að tvinna lögmál, gildi og viðhorf sjálfbærrar þróunar inn í alla kennslu og starfsemi menntastofnana og auka þannig vitund og skilning skólasamfélagsins á sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð. Átak SÞ til menntunar ábyrgra leiðtogaHáskólar um allan heim hafa eftir að efnahagskreppan skall á verið gagnrýndir fyrir það að hafa útskrifað fólk sem hafi einkum haft gróðahyggju og skammsýni að leiðarljósi við ákvarðanatöku en síður lagt áherslu á gott siðferði, góða stjórnarhætti, samfélagsábyrgð og virðingu fyrir umhverfi og hagsmunum heildarinnar. Í tengslum við áratug SÞ um menntun til sjálfbærrar þróunar hefur verið komið á fót sameiginlegu átaki þeirra menntastofnana sem vilja vinna markvisst að því að mennta ábyrga stjórnendur (PRME – Principles for responsible management education). Nú þegar hafa um fjögur hundruð menntastofnanir skráð sig til þátttöku í átakinu, en Háskólinn á Bifröst er fyrstur íslenskra háskóla til að undirrita viljayfirlýsingu PRME. Átakið styður menntastofnanir til að aðlaga kennsluskrá sína, rannsóknir, kennsluaðferðir og daglega starfsemi að hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar á kerfisbundinn hátt. Á meðal þátttakenda eru margir virtustu viðskiptaháskólar heims en þátttakendur hafa skipulagt samstarf sín á milli og miðla hver öðrum af reynslu sinni af þátttökunni. Sex markmiðStefna Háskólans á Bifröst er í endurskoðun með hliðsjón af markmiðum um menntun ábyrgra stjórnenda og verður ný stefna kynnt fyrir mitt ár 2012. Átakið byggir á 6 markmiðum sem þátttakendur skuldbinda sig til að vinna að til en þau eru þessi í stuttu máli;að efla með markvissum hætti færni nemenda til að vinna að sjálfbæru hagkerfi í heiminumað endurspegla hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar og samfélagsábyrgðar í námsskrá, námsefni og kennslufræði skólansað bjóða upp á aðstæður og aðbúnað í háskólanum sem gera nemendum kleift að efla færni sína sem ábyrgir stjórnendurað stunda rannsóknir sem auka skilning á hlutverki og mögulegum áhrifum fyrirtækja á þróun félagslegra, umhverfislegra og efnahagslegra gildaað leita eftir virku samstarfi við fyrirtæki til að auka skilning á þeim samfélagslegu og umhverfislegu áskorunum sem þau standa frammi fyrir og þróa í samstarfi við þau leiðir til að takast á við þær áskoranirað standa fyrir gagnrýnni umræðu á meðal fyrirtækja, fjölmiðla og annarra áhugasamra hagsmunahópa í samfélaginu um sjálfbærni og samfélagsábyrgð. Við Háskólann á Bifröst er nú unnið markvisst að innleiðingu markmiðanna og hefur verið ráðinn sérstakur starfsmaður á skrifstofu rektors til að fylgja þeim eftir með endurskoðun allra námskeiðslýsinga, kennslufræði og annarra þátta í starfsemi skólans. Ljóst er að til að slík innleiðing náist þurfa allir starfsmenn og nemendur skólans að koma að henni og hún verður ekki unnin á einni nóttu. Það þarf sífellt að hafa vökult auga fyrir því að eftir markmiðunum sé unnið. Það er von okkar að fyrsta þætti innleiðingarinnar, að festa markmiðin í opinbera stefnu skólans, verði lokið fyrir mitt þetta ár ásamt því að endurskoða allar námskeiðslýsingar með hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Leiðtogar dagsins í dag, hvort sem er í stjórnmálum eða viðskiptalífi, standa frammi fyrir áskorunum á borð við umhverfisvá sem fylgir vaxandi velmegun í heiminum, að ekki sé talað um aðra þætti mannlegs atferlis sem ógnað geta mannlegu samfélagi á borð við spillingu og slæma stjórnarhætti. Það er mikilvægt fyrir framtíð alls mannkyns að leiðtogar framtíðarinnar taki á slíkum viðfangsefnum af ábyrgð og virðingu fyrir komandi kynslóðum en láti ekki skammtímasjónarmið ráða för. Háskólar gegna hér lykilhlutverki, þeir mennta forystufólk í viðskiptalífi, í stjórnmálum og í vísindum og eigi það markmið að takast að innleiða hugsun sjálfbærni og samfélagsábyrgðar inn í framtíðarstefnumótun, þá þurfa háskólarnir að vera í broddi þeirrar fylkingar. Menningarmálastofnun Sameinuðu Þjóðanna (UNESCO) hefur tilnefnt áratuginn 2005-2014 áratug menntunar til sjálfbærrar þróunar en markmiðið með því er að tvinna lögmál, gildi og viðhorf sjálfbærrar þróunar inn í alla kennslu og starfsemi menntastofnana og auka þannig vitund og skilning skólasamfélagsins á sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð. Átak SÞ til menntunar ábyrgra leiðtogaHáskólar um allan heim hafa eftir að efnahagskreppan skall á verið gagnrýndir fyrir það að hafa útskrifað fólk sem hafi einkum haft gróðahyggju og skammsýni að leiðarljósi við ákvarðanatöku en síður lagt áherslu á gott siðferði, góða stjórnarhætti, samfélagsábyrgð og virðingu fyrir umhverfi og hagsmunum heildarinnar. Í tengslum við áratug SÞ um menntun til sjálfbærrar þróunar hefur verið komið á fót sameiginlegu átaki þeirra menntastofnana sem vilja vinna markvisst að því að mennta ábyrga stjórnendur (PRME – Principles for responsible management education). Nú þegar hafa um fjögur hundruð menntastofnanir skráð sig til þátttöku í átakinu, en Háskólinn á Bifröst er fyrstur íslenskra háskóla til að undirrita viljayfirlýsingu PRME. Átakið styður menntastofnanir til að aðlaga kennsluskrá sína, rannsóknir, kennsluaðferðir og daglega starfsemi að hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar á kerfisbundinn hátt. Á meðal þátttakenda eru margir virtustu viðskiptaháskólar heims en þátttakendur hafa skipulagt samstarf sín á milli og miðla hver öðrum af reynslu sinni af þátttökunni. Sex markmiðStefna Háskólans á Bifröst er í endurskoðun með hliðsjón af markmiðum um menntun ábyrgra stjórnenda og verður ný stefna kynnt fyrir mitt ár 2012. Átakið byggir á 6 markmiðum sem þátttakendur skuldbinda sig til að vinna að til en þau eru þessi í stuttu máli;að efla með markvissum hætti færni nemenda til að vinna að sjálfbæru hagkerfi í heiminumað endurspegla hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar og samfélagsábyrgðar í námsskrá, námsefni og kennslufræði skólansað bjóða upp á aðstæður og aðbúnað í háskólanum sem gera nemendum kleift að efla færni sína sem ábyrgir stjórnendurað stunda rannsóknir sem auka skilning á hlutverki og mögulegum áhrifum fyrirtækja á þróun félagslegra, umhverfislegra og efnahagslegra gildaað leita eftir virku samstarfi við fyrirtæki til að auka skilning á þeim samfélagslegu og umhverfislegu áskorunum sem þau standa frammi fyrir og þróa í samstarfi við þau leiðir til að takast á við þær áskoranirað standa fyrir gagnrýnni umræðu á meðal fyrirtækja, fjölmiðla og annarra áhugasamra hagsmunahópa í samfélaginu um sjálfbærni og samfélagsábyrgð. Við Háskólann á Bifröst er nú unnið markvisst að innleiðingu markmiðanna og hefur verið ráðinn sérstakur starfsmaður á skrifstofu rektors til að fylgja þeim eftir með endurskoðun allra námskeiðslýsinga, kennslufræði og annarra þátta í starfsemi skólans. Ljóst er að til að slík innleiðing náist þurfa allir starfsmenn og nemendur skólans að koma að henni og hún verður ekki unnin á einni nóttu. Það þarf sífellt að hafa vökult auga fyrir því að eftir markmiðunum sé unnið. Það er von okkar að fyrsta þætti innleiðingarinnar, að festa markmiðin í opinbera stefnu skólans, verði lokið fyrir mitt þetta ár ásamt því að endurskoða allar námskeiðslýsingar með hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar að leiðarljósi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar