Menntun ábyrgra stjórnenda – ábyrgð háskóla Bryndís Hlöðversdóttir skrifar 8. febrúar 2012 06:00 Leiðtogar dagsins í dag, hvort sem er í stjórnmálum eða viðskiptalífi, standa frammi fyrir áskorunum á borð við umhverfisvá sem fylgir vaxandi velmegun í heiminum, að ekki sé talað um aðra þætti mannlegs atferlis sem ógnað geta mannlegu samfélagi á borð við spillingu og slæma stjórnarhætti. Það er mikilvægt fyrir framtíð alls mannkyns að leiðtogar framtíðarinnar taki á slíkum viðfangsefnum af ábyrgð og virðingu fyrir komandi kynslóðum en láti ekki skammtímasjónarmið ráða för. Háskólar gegna hér lykilhlutverki, þeir mennta forystufólk í viðskiptalífi, í stjórnmálum og í vísindum og eigi það markmið að takast að innleiða hugsun sjálfbærni og samfélagsábyrgðar inn í framtíðarstefnumótun, þá þurfa háskólarnir að vera í broddi þeirrar fylkingar. Menningarmálastofnun Sameinuðu Þjóðanna (UNESCO) hefur tilnefnt áratuginn 2005-2014 áratug menntunar til sjálfbærrar þróunar en markmiðið með því er að tvinna lögmál, gildi og viðhorf sjálfbærrar þróunar inn í alla kennslu og starfsemi menntastofnana og auka þannig vitund og skilning skólasamfélagsins á sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð. Átak SÞ til menntunar ábyrgra leiðtogaHáskólar um allan heim hafa eftir að efnahagskreppan skall á verið gagnrýndir fyrir það að hafa útskrifað fólk sem hafi einkum haft gróðahyggju og skammsýni að leiðarljósi við ákvarðanatöku en síður lagt áherslu á gott siðferði, góða stjórnarhætti, samfélagsábyrgð og virðingu fyrir umhverfi og hagsmunum heildarinnar. Í tengslum við áratug SÞ um menntun til sjálfbærrar þróunar hefur verið komið á fót sameiginlegu átaki þeirra menntastofnana sem vilja vinna markvisst að því að mennta ábyrga stjórnendur (PRME – Principles for responsible management education). Nú þegar hafa um fjögur hundruð menntastofnanir skráð sig til þátttöku í átakinu, en Háskólinn á Bifröst er fyrstur íslenskra háskóla til að undirrita viljayfirlýsingu PRME. Átakið styður menntastofnanir til að aðlaga kennsluskrá sína, rannsóknir, kennsluaðferðir og daglega starfsemi að hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar á kerfisbundinn hátt. Á meðal þátttakenda eru margir virtustu viðskiptaháskólar heims en þátttakendur hafa skipulagt samstarf sín á milli og miðla hver öðrum af reynslu sinni af þátttökunni. Sex markmiðStefna Háskólans á Bifröst er í endurskoðun með hliðsjón af markmiðum um menntun ábyrgra stjórnenda og verður ný stefna kynnt fyrir mitt ár 2012. Átakið byggir á 6 markmiðum sem þátttakendur skuldbinda sig til að vinna að til en þau eru þessi í stuttu máli;að efla með markvissum hætti færni nemenda til að vinna að sjálfbæru hagkerfi í heiminumað endurspegla hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar og samfélagsábyrgðar í námsskrá, námsefni og kennslufræði skólansað bjóða upp á aðstæður og aðbúnað í háskólanum sem gera nemendum kleift að efla færni sína sem ábyrgir stjórnendurað stunda rannsóknir sem auka skilning á hlutverki og mögulegum áhrifum fyrirtækja á þróun félagslegra, umhverfislegra og efnahagslegra gildaað leita eftir virku samstarfi við fyrirtæki til að auka skilning á þeim samfélagslegu og umhverfislegu áskorunum sem þau standa frammi fyrir og þróa í samstarfi við þau leiðir til að takast á við þær áskoranirað standa fyrir gagnrýnni umræðu á meðal fyrirtækja, fjölmiðla og annarra áhugasamra hagsmunahópa í samfélaginu um sjálfbærni og samfélagsábyrgð. Við Háskólann á Bifröst er nú unnið markvisst að innleiðingu markmiðanna og hefur verið ráðinn sérstakur starfsmaður á skrifstofu rektors til að fylgja þeim eftir með endurskoðun allra námskeiðslýsinga, kennslufræði og annarra þátta í starfsemi skólans. Ljóst er að til að slík innleiðing náist þurfa allir starfsmenn og nemendur skólans að koma að henni og hún verður ekki unnin á einni nóttu. Það þarf sífellt að hafa vökult auga fyrir því að eftir markmiðunum sé unnið. Það er von okkar að fyrsta þætti innleiðingarinnar, að festa markmiðin í opinbera stefnu skólans, verði lokið fyrir mitt þetta ár ásamt því að endurskoða allar námskeiðslýsingar með hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Sjá meira
Leiðtogar dagsins í dag, hvort sem er í stjórnmálum eða viðskiptalífi, standa frammi fyrir áskorunum á borð við umhverfisvá sem fylgir vaxandi velmegun í heiminum, að ekki sé talað um aðra þætti mannlegs atferlis sem ógnað geta mannlegu samfélagi á borð við spillingu og slæma stjórnarhætti. Það er mikilvægt fyrir framtíð alls mannkyns að leiðtogar framtíðarinnar taki á slíkum viðfangsefnum af ábyrgð og virðingu fyrir komandi kynslóðum en láti ekki skammtímasjónarmið ráða för. Háskólar gegna hér lykilhlutverki, þeir mennta forystufólk í viðskiptalífi, í stjórnmálum og í vísindum og eigi það markmið að takast að innleiða hugsun sjálfbærni og samfélagsábyrgðar inn í framtíðarstefnumótun, þá þurfa háskólarnir að vera í broddi þeirrar fylkingar. Menningarmálastofnun Sameinuðu Þjóðanna (UNESCO) hefur tilnefnt áratuginn 2005-2014 áratug menntunar til sjálfbærrar þróunar en markmiðið með því er að tvinna lögmál, gildi og viðhorf sjálfbærrar þróunar inn í alla kennslu og starfsemi menntastofnana og auka þannig vitund og skilning skólasamfélagsins á sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð. Átak SÞ til menntunar ábyrgra leiðtogaHáskólar um allan heim hafa eftir að efnahagskreppan skall á verið gagnrýndir fyrir það að hafa útskrifað fólk sem hafi einkum haft gróðahyggju og skammsýni að leiðarljósi við ákvarðanatöku en síður lagt áherslu á gott siðferði, góða stjórnarhætti, samfélagsábyrgð og virðingu fyrir umhverfi og hagsmunum heildarinnar. Í tengslum við áratug SÞ um menntun til sjálfbærrar þróunar hefur verið komið á fót sameiginlegu átaki þeirra menntastofnana sem vilja vinna markvisst að því að mennta ábyrga stjórnendur (PRME – Principles for responsible management education). Nú þegar hafa um fjögur hundruð menntastofnanir skráð sig til þátttöku í átakinu, en Háskólinn á Bifröst er fyrstur íslenskra háskóla til að undirrita viljayfirlýsingu PRME. Átakið styður menntastofnanir til að aðlaga kennsluskrá sína, rannsóknir, kennsluaðferðir og daglega starfsemi að hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar á kerfisbundinn hátt. Á meðal þátttakenda eru margir virtustu viðskiptaháskólar heims en þátttakendur hafa skipulagt samstarf sín á milli og miðla hver öðrum af reynslu sinni af þátttökunni. Sex markmiðStefna Háskólans á Bifröst er í endurskoðun með hliðsjón af markmiðum um menntun ábyrgra stjórnenda og verður ný stefna kynnt fyrir mitt ár 2012. Átakið byggir á 6 markmiðum sem þátttakendur skuldbinda sig til að vinna að til en þau eru þessi í stuttu máli;að efla með markvissum hætti færni nemenda til að vinna að sjálfbæru hagkerfi í heiminumað endurspegla hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar og samfélagsábyrgðar í námsskrá, námsefni og kennslufræði skólansað bjóða upp á aðstæður og aðbúnað í háskólanum sem gera nemendum kleift að efla færni sína sem ábyrgir stjórnendurað stunda rannsóknir sem auka skilning á hlutverki og mögulegum áhrifum fyrirtækja á þróun félagslegra, umhverfislegra og efnahagslegra gildaað leita eftir virku samstarfi við fyrirtæki til að auka skilning á þeim samfélagslegu og umhverfislegu áskorunum sem þau standa frammi fyrir og þróa í samstarfi við þau leiðir til að takast á við þær áskoranirað standa fyrir gagnrýnni umræðu á meðal fyrirtækja, fjölmiðla og annarra áhugasamra hagsmunahópa í samfélaginu um sjálfbærni og samfélagsábyrgð. Við Háskólann á Bifröst er nú unnið markvisst að innleiðingu markmiðanna og hefur verið ráðinn sérstakur starfsmaður á skrifstofu rektors til að fylgja þeim eftir með endurskoðun allra námskeiðslýsinga, kennslufræði og annarra þátta í starfsemi skólans. Ljóst er að til að slík innleiðing náist þurfa allir starfsmenn og nemendur skólans að koma að henni og hún verður ekki unnin á einni nóttu. Það þarf sífellt að hafa vökult auga fyrir því að eftir markmiðunum sé unnið. Það er von okkar að fyrsta þætti innleiðingarinnar, að festa markmiðin í opinbera stefnu skólans, verði lokið fyrir mitt þetta ár ásamt því að endurskoða allar námskeiðslýsingar með hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar að leiðarljósi.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar