Menntun ábyrgra stjórnenda – ábyrgð háskóla Bryndís Hlöðversdóttir skrifar 8. febrúar 2012 06:00 Leiðtogar dagsins í dag, hvort sem er í stjórnmálum eða viðskiptalífi, standa frammi fyrir áskorunum á borð við umhverfisvá sem fylgir vaxandi velmegun í heiminum, að ekki sé talað um aðra þætti mannlegs atferlis sem ógnað geta mannlegu samfélagi á borð við spillingu og slæma stjórnarhætti. Það er mikilvægt fyrir framtíð alls mannkyns að leiðtogar framtíðarinnar taki á slíkum viðfangsefnum af ábyrgð og virðingu fyrir komandi kynslóðum en láti ekki skammtímasjónarmið ráða för. Háskólar gegna hér lykilhlutverki, þeir mennta forystufólk í viðskiptalífi, í stjórnmálum og í vísindum og eigi það markmið að takast að innleiða hugsun sjálfbærni og samfélagsábyrgðar inn í framtíðarstefnumótun, þá þurfa háskólarnir að vera í broddi þeirrar fylkingar. Menningarmálastofnun Sameinuðu Þjóðanna (UNESCO) hefur tilnefnt áratuginn 2005-2014 áratug menntunar til sjálfbærrar þróunar en markmiðið með því er að tvinna lögmál, gildi og viðhorf sjálfbærrar þróunar inn í alla kennslu og starfsemi menntastofnana og auka þannig vitund og skilning skólasamfélagsins á sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð. Átak SÞ til menntunar ábyrgra leiðtogaHáskólar um allan heim hafa eftir að efnahagskreppan skall á verið gagnrýndir fyrir það að hafa útskrifað fólk sem hafi einkum haft gróðahyggju og skammsýni að leiðarljósi við ákvarðanatöku en síður lagt áherslu á gott siðferði, góða stjórnarhætti, samfélagsábyrgð og virðingu fyrir umhverfi og hagsmunum heildarinnar. Í tengslum við áratug SÞ um menntun til sjálfbærrar þróunar hefur verið komið á fót sameiginlegu átaki þeirra menntastofnana sem vilja vinna markvisst að því að mennta ábyrga stjórnendur (PRME – Principles for responsible management education). Nú þegar hafa um fjögur hundruð menntastofnanir skráð sig til þátttöku í átakinu, en Háskólinn á Bifröst er fyrstur íslenskra háskóla til að undirrita viljayfirlýsingu PRME. Átakið styður menntastofnanir til að aðlaga kennsluskrá sína, rannsóknir, kennsluaðferðir og daglega starfsemi að hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar á kerfisbundinn hátt. Á meðal þátttakenda eru margir virtustu viðskiptaháskólar heims en þátttakendur hafa skipulagt samstarf sín á milli og miðla hver öðrum af reynslu sinni af þátttökunni. Sex markmiðStefna Háskólans á Bifröst er í endurskoðun með hliðsjón af markmiðum um menntun ábyrgra stjórnenda og verður ný stefna kynnt fyrir mitt ár 2012. Átakið byggir á 6 markmiðum sem þátttakendur skuldbinda sig til að vinna að til en þau eru þessi í stuttu máli;að efla með markvissum hætti færni nemenda til að vinna að sjálfbæru hagkerfi í heiminumað endurspegla hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar og samfélagsábyrgðar í námsskrá, námsefni og kennslufræði skólansað bjóða upp á aðstæður og aðbúnað í háskólanum sem gera nemendum kleift að efla færni sína sem ábyrgir stjórnendurað stunda rannsóknir sem auka skilning á hlutverki og mögulegum áhrifum fyrirtækja á þróun félagslegra, umhverfislegra og efnahagslegra gildaað leita eftir virku samstarfi við fyrirtæki til að auka skilning á þeim samfélagslegu og umhverfislegu áskorunum sem þau standa frammi fyrir og þróa í samstarfi við þau leiðir til að takast á við þær áskoranirað standa fyrir gagnrýnni umræðu á meðal fyrirtækja, fjölmiðla og annarra áhugasamra hagsmunahópa í samfélaginu um sjálfbærni og samfélagsábyrgð. Við Háskólann á Bifröst er nú unnið markvisst að innleiðingu markmiðanna og hefur verið ráðinn sérstakur starfsmaður á skrifstofu rektors til að fylgja þeim eftir með endurskoðun allra námskeiðslýsinga, kennslufræði og annarra þátta í starfsemi skólans. Ljóst er að til að slík innleiðing náist þurfa allir starfsmenn og nemendur skólans að koma að henni og hún verður ekki unnin á einni nóttu. Það þarf sífellt að hafa vökult auga fyrir því að eftir markmiðunum sé unnið. Það er von okkar að fyrsta þætti innleiðingarinnar, að festa markmiðin í opinbera stefnu skólans, verði lokið fyrir mitt þetta ár ásamt því að endurskoða allar námskeiðslýsingar með hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Leiðtogar dagsins í dag, hvort sem er í stjórnmálum eða viðskiptalífi, standa frammi fyrir áskorunum á borð við umhverfisvá sem fylgir vaxandi velmegun í heiminum, að ekki sé talað um aðra þætti mannlegs atferlis sem ógnað geta mannlegu samfélagi á borð við spillingu og slæma stjórnarhætti. Það er mikilvægt fyrir framtíð alls mannkyns að leiðtogar framtíðarinnar taki á slíkum viðfangsefnum af ábyrgð og virðingu fyrir komandi kynslóðum en láti ekki skammtímasjónarmið ráða för. Háskólar gegna hér lykilhlutverki, þeir mennta forystufólk í viðskiptalífi, í stjórnmálum og í vísindum og eigi það markmið að takast að innleiða hugsun sjálfbærni og samfélagsábyrgðar inn í framtíðarstefnumótun, þá þurfa háskólarnir að vera í broddi þeirrar fylkingar. Menningarmálastofnun Sameinuðu Þjóðanna (UNESCO) hefur tilnefnt áratuginn 2005-2014 áratug menntunar til sjálfbærrar þróunar en markmiðið með því er að tvinna lögmál, gildi og viðhorf sjálfbærrar þróunar inn í alla kennslu og starfsemi menntastofnana og auka þannig vitund og skilning skólasamfélagsins á sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð. Átak SÞ til menntunar ábyrgra leiðtogaHáskólar um allan heim hafa eftir að efnahagskreppan skall á verið gagnrýndir fyrir það að hafa útskrifað fólk sem hafi einkum haft gróðahyggju og skammsýni að leiðarljósi við ákvarðanatöku en síður lagt áherslu á gott siðferði, góða stjórnarhætti, samfélagsábyrgð og virðingu fyrir umhverfi og hagsmunum heildarinnar. Í tengslum við áratug SÞ um menntun til sjálfbærrar þróunar hefur verið komið á fót sameiginlegu átaki þeirra menntastofnana sem vilja vinna markvisst að því að mennta ábyrga stjórnendur (PRME – Principles for responsible management education). Nú þegar hafa um fjögur hundruð menntastofnanir skráð sig til þátttöku í átakinu, en Háskólinn á Bifröst er fyrstur íslenskra háskóla til að undirrita viljayfirlýsingu PRME. Átakið styður menntastofnanir til að aðlaga kennsluskrá sína, rannsóknir, kennsluaðferðir og daglega starfsemi að hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar á kerfisbundinn hátt. Á meðal þátttakenda eru margir virtustu viðskiptaháskólar heims en þátttakendur hafa skipulagt samstarf sín á milli og miðla hver öðrum af reynslu sinni af þátttökunni. Sex markmiðStefna Háskólans á Bifröst er í endurskoðun með hliðsjón af markmiðum um menntun ábyrgra stjórnenda og verður ný stefna kynnt fyrir mitt ár 2012. Átakið byggir á 6 markmiðum sem þátttakendur skuldbinda sig til að vinna að til en þau eru þessi í stuttu máli;að efla með markvissum hætti færni nemenda til að vinna að sjálfbæru hagkerfi í heiminumað endurspegla hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar og samfélagsábyrgðar í námsskrá, námsefni og kennslufræði skólansað bjóða upp á aðstæður og aðbúnað í háskólanum sem gera nemendum kleift að efla færni sína sem ábyrgir stjórnendurað stunda rannsóknir sem auka skilning á hlutverki og mögulegum áhrifum fyrirtækja á þróun félagslegra, umhverfislegra og efnahagslegra gildaað leita eftir virku samstarfi við fyrirtæki til að auka skilning á þeim samfélagslegu og umhverfislegu áskorunum sem þau standa frammi fyrir og þróa í samstarfi við þau leiðir til að takast á við þær áskoranirað standa fyrir gagnrýnni umræðu á meðal fyrirtækja, fjölmiðla og annarra áhugasamra hagsmunahópa í samfélaginu um sjálfbærni og samfélagsábyrgð. Við Háskólann á Bifröst er nú unnið markvisst að innleiðingu markmiðanna og hefur verið ráðinn sérstakur starfsmaður á skrifstofu rektors til að fylgja þeim eftir með endurskoðun allra námskeiðslýsinga, kennslufræði og annarra þátta í starfsemi skólans. Ljóst er að til að slík innleiðing náist þurfa allir starfsmenn og nemendur skólans að koma að henni og hún verður ekki unnin á einni nóttu. Það þarf sífellt að hafa vökult auga fyrir því að eftir markmiðunum sé unnið. Það er von okkar að fyrsta þætti innleiðingarinnar, að festa markmiðin í opinbera stefnu skólans, verði lokið fyrir mitt þetta ár ásamt því að endurskoða allar námskeiðslýsingar með hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar að leiðarljósi.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun