Endurskoðun stjórnarskrárinnar Birkir Jón Jónsson skrifar 8. febrúar 2012 06:00 Nú liggja fyrir tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá íslenska lýðveldisins sem er grundvallarlöggjöf samfélagsins og er mikil þörf á því að ræða þær á Alþingi og ekki síður meðal þjóðarinnar. Skipun stjórnlagaráðs var söguleg eins og menn muna, eftir kosningu sem dæmd var ógild af Hæstarétti, en ráðið hefur starfað og skilað af sér ítarlegum tillögum um nýja stjórnarskrá sem fela í sér miklar breytingar frá þeirri sem nú gildir. Ljóst er að áhersla var lögð á það í stjórnlagaráði að ná saman um tillögur, og endanleg niðurstaða er málamiðlun milli mismunandi sjónarmiða sem vissulega voru fyrir hendi innan ráðsins. Stjórnlagaráðið vann mikla vinnu við þetta verk – ekki síst í ljósi þess að því var ætlaður mjög skammur tími til þess að ná niðurstöðu. Það plagg sem nú liggur fyrir er ekki hafið yfir gagnrýni fremur en önnur mannanna verk. Nú er nauðsyn að tillögurnar fái vandaða og yfirvegaða umfjöllun, þá er mjög áríðandi að líta til lengri tíma og reyna eftir föngum að gera sér ljósa grein fyrir áhrifum þeirra á samfélagsþróunina til frambúðar. Í umfjölluninni er einnig nauðsynlegt að tryggja að ný stjórnarskrá verði skýr og gefi ekki tilefni til deilna um lögfræðileg túlkunarefni. Niðurstaðan verði síðan lögð í dóm þjóðarinnar. Nauðsyn ber til að skapa Alþingi svigrúm til þess að vinna þetta verk að sínum hluta og kynna málið með skipulegum hætti í þjóðfélaginu öllu. Framsóknarmenn samþykktu tillögu um stjórnlagaþing á flokksþingi árið 2009. Það var í kjölfar þess að dægurmálin urðu til þess að vinna endurskoðunarnefndar um stjórnarskrána strandaði. Ekki síst í ljósi þess ber að leggja sérstaka áherslu á að láta ekki persónur, stjórnmáladeilur dagsins eða þær hremmingar sem þjóðfélagið hefur gengið í gegnum síðustu árin yfirskyggja alla sýn til framtíðar. Hins vegar skal hér bent á nokkur grundvallaratriði sem þarfnast úrlausnar og Framsóknarflokkurinn hefur lagt áherslu á:Að eignarhald Íslendinga á auðlindum sínum verði tryggt í stjórnarskrá.Að valdsvið og hlutverk forseta Íslands verði skilgreint með óumdeildum hætti.Að þrígreining ríkisvaldsins verði styrkt. Ráðherrar sitji ekki á Alþingi með atkvæðisrétti samhliða ráðherradómi og ráðning hæstaréttardómara verði aðskilin frá framkvæmdarvaldinu.Að auðlindaákvæði komi inn í stjórnarskrána.Að stjórnarskráin sé grundvöllur mannréttinda og lýðræðis.Að um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu gildi skýrar reglur sem festar eru í löggjöf. Skipulag fiskveiða hefur verið heitt deilumál í samfélaginu um árabil. Við framsóknarmenn leggjum áherslu á að auðlindir sjávar eru sameign þjóðarinnar og nauðsyn er að fá sátt um veiðiréttinn og gjaldtöku fyrir hann. Auðlindaákvæði þarf að mynda grunn fyrir slíka sátt, þótt útfærslan sé í löggjöf. Hér er stiklað á stóru. Stjórnarskráin þarf að vera skýrt plagg um grundvallaratriði samfélagsskipunarinnar. Hún á ekki að innihalda orðmargar stefnuyfirlýsingar. Nú er nauðsyn að fram fari góð og gagnleg umræða í framhaldi af því starfi sem unnið hefur verið á vettvangi stjórnlagaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nú liggja fyrir tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá íslenska lýðveldisins sem er grundvallarlöggjöf samfélagsins og er mikil þörf á því að ræða þær á Alþingi og ekki síður meðal þjóðarinnar. Skipun stjórnlagaráðs var söguleg eins og menn muna, eftir kosningu sem dæmd var ógild af Hæstarétti, en ráðið hefur starfað og skilað af sér ítarlegum tillögum um nýja stjórnarskrá sem fela í sér miklar breytingar frá þeirri sem nú gildir. Ljóst er að áhersla var lögð á það í stjórnlagaráði að ná saman um tillögur, og endanleg niðurstaða er málamiðlun milli mismunandi sjónarmiða sem vissulega voru fyrir hendi innan ráðsins. Stjórnlagaráðið vann mikla vinnu við þetta verk – ekki síst í ljósi þess að því var ætlaður mjög skammur tími til þess að ná niðurstöðu. Það plagg sem nú liggur fyrir er ekki hafið yfir gagnrýni fremur en önnur mannanna verk. Nú er nauðsyn að tillögurnar fái vandaða og yfirvegaða umfjöllun, þá er mjög áríðandi að líta til lengri tíma og reyna eftir föngum að gera sér ljósa grein fyrir áhrifum þeirra á samfélagsþróunina til frambúðar. Í umfjölluninni er einnig nauðsynlegt að tryggja að ný stjórnarskrá verði skýr og gefi ekki tilefni til deilna um lögfræðileg túlkunarefni. Niðurstaðan verði síðan lögð í dóm þjóðarinnar. Nauðsyn ber til að skapa Alþingi svigrúm til þess að vinna þetta verk að sínum hluta og kynna málið með skipulegum hætti í þjóðfélaginu öllu. Framsóknarmenn samþykktu tillögu um stjórnlagaþing á flokksþingi árið 2009. Það var í kjölfar þess að dægurmálin urðu til þess að vinna endurskoðunarnefndar um stjórnarskrána strandaði. Ekki síst í ljósi þess ber að leggja sérstaka áherslu á að láta ekki persónur, stjórnmáladeilur dagsins eða þær hremmingar sem þjóðfélagið hefur gengið í gegnum síðustu árin yfirskyggja alla sýn til framtíðar. Hins vegar skal hér bent á nokkur grundvallaratriði sem þarfnast úrlausnar og Framsóknarflokkurinn hefur lagt áherslu á:Að eignarhald Íslendinga á auðlindum sínum verði tryggt í stjórnarskrá.Að valdsvið og hlutverk forseta Íslands verði skilgreint með óumdeildum hætti.Að þrígreining ríkisvaldsins verði styrkt. Ráðherrar sitji ekki á Alþingi með atkvæðisrétti samhliða ráðherradómi og ráðning hæstaréttardómara verði aðskilin frá framkvæmdarvaldinu.Að auðlindaákvæði komi inn í stjórnarskrána.Að stjórnarskráin sé grundvöllur mannréttinda og lýðræðis.Að um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu gildi skýrar reglur sem festar eru í löggjöf. Skipulag fiskveiða hefur verið heitt deilumál í samfélaginu um árabil. Við framsóknarmenn leggjum áherslu á að auðlindir sjávar eru sameign þjóðarinnar og nauðsyn er að fá sátt um veiðiréttinn og gjaldtöku fyrir hann. Auðlindaákvæði þarf að mynda grunn fyrir slíka sátt, þótt útfærslan sé í löggjöf. Hér er stiklað á stóru. Stjórnarskráin þarf að vera skýrt plagg um grundvallaratriði samfélagsskipunarinnar. Hún á ekki að innihalda orðmargar stefnuyfirlýsingar. Nú er nauðsyn að fram fari góð og gagnleg umræða í framhaldi af því starfi sem unnið hefur verið á vettvangi stjórnlagaráðs.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar