Sigruðu með flutningi til heiðurs látnum kennara 9. febrúar 2012 20:00 „Þetta var allt svolítið á hundavaði en við sungum lagið alls níu sinnum fyrir keppnina," segir Agnar Ólason, formaður og annar stofnandi Karlakórs Sjómannaskólans. Karlakór Sjómannaskólans gerði sér lítið fyrir og sigraði í undankeppni skólans fyrir Söngkeppni framhaldsskólanna nú á dögunum. Kórinn flutti lagið Undir bláhimni en flutningurinn var tileinkaður Einari G. Gunnarssyni, sem fórst með togaranum Hallgrími SI-77 í sjóslysi við Noregsstrendur 25. janúar síðastliðinn. Einar hafði verið kennari við skólann í hátt í 35 ár og mörgum kórmeðlimum mjög kær. Hugmyndin að kórnum kviknaði í haust en það var þó ekki fyrr en nú um áramótin sem Agnar og samnemi hans, Bergsteinn Ingólfsson, hrintu henni í framkvæmd. Stofnfundur kórsins var haldinn 19. janúar síðastliðinn, eða 13 dögum fyrir keppnina. „Við stefndum á að taka þátt í keppninni frá upphafi, en vorum ekki vissir um að ná því með svo stuttum fyrirvara. Ég ákvað svo að skrá okkur til leiks og það var ekki aftur snúið þaðan," segir Agnar. Kórinn samanstendur af 36 manns auk tveggja heiðursmeðlima, bræðranna Andra Snæs og Braga Fannars Þorsteinssona sem spila á harmonikku. Núverandi og fyrrverandi nemendur Vélskólans og Stýrimannaskólans eru gjaldgengir meðlimir í kórnum, þó aðeins núverandi nemendur megi taka þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna á Akureyri nú í mars. Agnar segir menn hafa tekið vel í framtakið frá upphafi, enda erfitt að hrinda einhverju svona í framkvæmd án þess að velvilji og góður andi sé til staðar. Hann segir menn afar spennta fyrir keppninni á Akureyri „Það er mikil skipulagning í gangi um hvar skuli stoppa á leiðinni til að taka lagið. Eins og er þykir Varmahlíð líklegust, enda nokkrir Skagfirðingar í kórnum," segir hann. Áhugasömum er bent á Aðdáendasíðu Karlakórs Sjómannaskólans á Facebook. tinnaros@frettabladid.is Mest lesið Búa á Balí þar sem ástin kviknaði fyrst Lífið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Með Banksy í stofunni heima Menning Enginn að rífast í partýi á Prikinu Lífið Fleiri fréttir Búa á Balí þar sem ástin kviknaði fyrst Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Sjá meira
„Þetta var allt svolítið á hundavaði en við sungum lagið alls níu sinnum fyrir keppnina," segir Agnar Ólason, formaður og annar stofnandi Karlakórs Sjómannaskólans. Karlakór Sjómannaskólans gerði sér lítið fyrir og sigraði í undankeppni skólans fyrir Söngkeppni framhaldsskólanna nú á dögunum. Kórinn flutti lagið Undir bláhimni en flutningurinn var tileinkaður Einari G. Gunnarssyni, sem fórst með togaranum Hallgrími SI-77 í sjóslysi við Noregsstrendur 25. janúar síðastliðinn. Einar hafði verið kennari við skólann í hátt í 35 ár og mörgum kórmeðlimum mjög kær. Hugmyndin að kórnum kviknaði í haust en það var þó ekki fyrr en nú um áramótin sem Agnar og samnemi hans, Bergsteinn Ingólfsson, hrintu henni í framkvæmd. Stofnfundur kórsins var haldinn 19. janúar síðastliðinn, eða 13 dögum fyrir keppnina. „Við stefndum á að taka þátt í keppninni frá upphafi, en vorum ekki vissir um að ná því með svo stuttum fyrirvara. Ég ákvað svo að skrá okkur til leiks og það var ekki aftur snúið þaðan," segir Agnar. Kórinn samanstendur af 36 manns auk tveggja heiðursmeðlima, bræðranna Andra Snæs og Braga Fannars Þorsteinssona sem spila á harmonikku. Núverandi og fyrrverandi nemendur Vélskólans og Stýrimannaskólans eru gjaldgengir meðlimir í kórnum, þó aðeins núverandi nemendur megi taka þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna á Akureyri nú í mars. Agnar segir menn hafa tekið vel í framtakið frá upphafi, enda erfitt að hrinda einhverju svona í framkvæmd án þess að velvilji og góður andi sé til staðar. Hann segir menn afar spennta fyrir keppninni á Akureyri „Það er mikil skipulagning í gangi um hvar skuli stoppa á leiðinni til að taka lagið. Eins og er þykir Varmahlíð líklegust, enda nokkrir Skagfirðingar í kórnum," segir hann. Áhugasömum er bent á Aðdáendasíðu Karlakórs Sjómannaskólans á Facebook. tinnaros@frettabladid.is
Mest lesið Búa á Balí þar sem ástin kviknaði fyrst Lífið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Með Banksy í stofunni heima Menning Enginn að rífast í partýi á Prikinu Lífið Fleiri fréttir Búa á Balí þar sem ástin kviknaði fyrst Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Sjá meira
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun