Nýr Landspítali við Hringbraut: Nei, takk! Guðjón Baldursson og Bryndís Guðjónsdóttir skrifar 3. febrúar 2012 08:00 Þegar músin tísti vöknuðu ljónin í skóginum. Annar höfundur þessarar greinar skrifaði tvær greinar í Fréttablaðið milli jóla og nýárs um nýtt háskólasjúkrahús við Hringbraut og fann því allt til foráttu. Þótti staðsetningin afleit, áleit landfræðilega nálægð við háskólann tylliástæðu og snobb og enn fremur var á það bent að peningar til verkefnisins væru ekki til. Strax eftir áramótin fór að rigna inn í blaðið lofgreinum um hinn nýja spítala rituðum af læknisfræðilegum verkefnisstjóra og forstjóra spítalans. Í þeim fjórum greinum sem birst hafa eftir þá félaga er reyndar ekkert nýtt: lof er borið á þessa þyrpingu gamalla og nýrra lágreistra húsa og fullyrt að: 1. „Öryggi og vellíðan sjúklinga verði í fyrirrúmi", 2. „Hinn nýi spítali sé sparnaður fyrir þjóðfélagið á erfiðum tímum"! 3. „Líklegt er að bakverkur og bakmeiðsl starfsmanna minnki svo um muni"! Svo verður auðvitað 4. „dagsbirta, gott útsýni og hlýlegt og notalegt umhverfi" á hinum nýja spítala. Þegar umræðan um nýjan spítala hófst um aldamótin svo ekki sé talað um 2005-2007 voru forsendur gerólíkar því sem þær eru nú. Fyrir fimm árum vorum við best í heimi og gátum allt. Eftir efnahagshrunið eigum við ekki bót fyrir boruna á okkur, hér er allt í kalda koli og niðurskurður í heilbrigðiskerfinu er farinn að valda skerðingu á heilbrigðisþjónustunni og öryggi sjúklinga er við hættumörk vegna fjárskorts. Á sama tíma ætlum við að fara að byggja þyrpingu af nýjum húsum í Vatnsmýrinni sem eiga að tengjast öðrum misgömlum húsum við Hringbrautina sem varla halda vatni né vindi með brúm og undirgöngum. Kostnaður 50 milljarðar króna, sem er áætlun, en skv. íslenskri hefð er raunkostnaður að minnsta kosti tvöföld sú upphæð! Allt er þetta sparnaður og mikil hagræðing segja stjórnendur spítalans! Og ekki króna til í ríkiskassanum! Þá sláum við bara lán, borga seinna, þetta reddast! Halda menn að 2007 partíið sé ennþá í gangi? Piltar mínir, partíið er búið. Hvernig má það vera að á sama tíma og ekki er til fé til þess að kaupa lyf sem nauðsynleg eru til meðhöndlunar á illvígum sjúkdómum, fé til að kosta skurðaðgerðir sem forða fólki frá örorku, fé til þess að endurnýja nauðsynlegasta tækjabúnað, eru menn í slíkum hugleiðingum? Allra nauðsynlegasti tækjabúnaður er keyptur fyrir gjafafé frá góðgerðarsamtökum. En nú á að fá lánað sparifé okkar til þess að koma fyrir alls kyns flottheitum, sjálfvirkni og tækjabúnaði eins og sogkerfisbúnaði þar sem sorp er sent til miðlægrar sorpstöðvar o.s.frv. Nálægð við sjúklinga eykst ekki í þessari fyrirhuguðu byggingu, ferðalögum fjölgar miklu frekar til stoðdeilda eftir löngu og flóknu undirgangakerfi og yfir brýr milli húsa nema sjúklingar verði líka settir í rörpóstinn eins og sýni og lyfin. Þær sendingar eru allavega „öruggari og fljótvirkari" eins og fram kemur í einni fjögurra greina stjórnenda spítalans. Þá ber að benda á að göngur starfsmanna á vöktum koma heldur ekki til með að minnka skv. þessari hönnun spítalans nema til komi veruleg aukning á mönnun. Það segir sig sjálft að ef einn hjúkrunarfræðingur á næturvakt þarf að sinna 24 veikum sjúklingum sem staddir eru á þremur mismunandi stöðum innan sömu deildar getur honum reynst erfitt að hafa góða yfirsýn yfir líðan sjúklinganna. Hjúkrunarfræðingurinn þarf að hlaupa á milli eininga, inn og út af stofum og reyna að sinna þeim sem eru í mestri þörf hverju sinni. Gleymum því ekki að sjúklingar eru almennt veikari á sjúkrahúsum í dag en þeir voru fyrir 30-40 árum síðan. Legudögum hefur fækkað og sjúklingar eru útskrifaðir eins fljótt og kostur er. Nýlega var gerð svokölluð viðhorfskönnun í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Spurt var: Hver er skoðun þín á byggingu háskólasjúkrahúss? Fjöldi svarenda var 3.504 manns sem verður að að teljast allgott úrtak vítt og breitt úr þjóðfélaginu. Svarniðurstöður voru þessar: Ég vil byggja strax:15% Ég vil byggja síðar :23% Ég er mótfallin(n) byggingunni:62% Niðurstöðurnar eru sláandi en koma ekki á óvart. Þær getur hver og einn túlkað fyrir sig en það er deginum ljósara að fólki líst illa á byggingaráformin. Enda er öllum kunnugt um að ríkiskassinn er tómur og fjármögnun verkefnisins er ráðgerð með lánum, og það með lánum frá lífeyrissjóðum, sparifé landsmanna! Enn er spurt: Hafa menn ekkert lært af 2007 vitleysunni? Hvað ef ríkið á ekki peninga til þess að borga lánið þegar þar að kemur? Þetta reddast? Það hefur sannast að löggjafarvaldið getur farið gegn dómsvaldinu á Íslandi og ríkisvaldið er til alls víst. Það er allavega ekki hægt að treysta á að lán til ríkisins frá lífeyrissjóðunum verði greidd til baka. Það er ekki hægt að treysta ríkisstjórn Íslands fyrir barni yfir læk. Hitt er líka víst að steinsteypukubbar, samansafn af misstórum legokubbum er ekki fremst á forgangslista hins almenna borgara. Hann vill njóta öruggrar og faglegrar heilbrigðisþjónustu og þar skiptir starfsfólkið mestu máli, ekki stórar rúmgóðar stofur með útsýni yfir háskólasvæðið eða rörpóstkerfi. Hættum við þessa Vatnsmýrarvitleysu sem fyrst, förum að einbeita okkur að mannauðinum, starfsfólkinu sjálfu, sem auk sjúklinganna hefur mest þurft að finna fyrir niðurskurðinum. Síaukið vinnuálag á það síðustu misserin er komið að þolmörkum. Komum í veg fyrir að við missum þessar burðarstoðir spítalans frá okkur, gerum betur við það en hingað til, svo að okkar fólk geti haldið áfram að veita hinum sjúku þá góðu þjónustu sem einkennt hefur íslenskt heilbrigðiskerfi fram til þessa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þegar músin tísti vöknuðu ljónin í skóginum. Annar höfundur þessarar greinar skrifaði tvær greinar í Fréttablaðið milli jóla og nýárs um nýtt háskólasjúkrahús við Hringbraut og fann því allt til foráttu. Þótti staðsetningin afleit, áleit landfræðilega nálægð við háskólann tylliástæðu og snobb og enn fremur var á það bent að peningar til verkefnisins væru ekki til. Strax eftir áramótin fór að rigna inn í blaðið lofgreinum um hinn nýja spítala rituðum af læknisfræðilegum verkefnisstjóra og forstjóra spítalans. Í þeim fjórum greinum sem birst hafa eftir þá félaga er reyndar ekkert nýtt: lof er borið á þessa þyrpingu gamalla og nýrra lágreistra húsa og fullyrt að: 1. „Öryggi og vellíðan sjúklinga verði í fyrirrúmi", 2. „Hinn nýi spítali sé sparnaður fyrir þjóðfélagið á erfiðum tímum"! 3. „Líklegt er að bakverkur og bakmeiðsl starfsmanna minnki svo um muni"! Svo verður auðvitað 4. „dagsbirta, gott útsýni og hlýlegt og notalegt umhverfi" á hinum nýja spítala. Þegar umræðan um nýjan spítala hófst um aldamótin svo ekki sé talað um 2005-2007 voru forsendur gerólíkar því sem þær eru nú. Fyrir fimm árum vorum við best í heimi og gátum allt. Eftir efnahagshrunið eigum við ekki bót fyrir boruna á okkur, hér er allt í kalda koli og niðurskurður í heilbrigðiskerfinu er farinn að valda skerðingu á heilbrigðisþjónustunni og öryggi sjúklinga er við hættumörk vegna fjárskorts. Á sama tíma ætlum við að fara að byggja þyrpingu af nýjum húsum í Vatnsmýrinni sem eiga að tengjast öðrum misgömlum húsum við Hringbrautina sem varla halda vatni né vindi með brúm og undirgöngum. Kostnaður 50 milljarðar króna, sem er áætlun, en skv. íslenskri hefð er raunkostnaður að minnsta kosti tvöföld sú upphæð! Allt er þetta sparnaður og mikil hagræðing segja stjórnendur spítalans! Og ekki króna til í ríkiskassanum! Þá sláum við bara lán, borga seinna, þetta reddast! Halda menn að 2007 partíið sé ennþá í gangi? Piltar mínir, partíið er búið. Hvernig má það vera að á sama tíma og ekki er til fé til þess að kaupa lyf sem nauðsynleg eru til meðhöndlunar á illvígum sjúkdómum, fé til að kosta skurðaðgerðir sem forða fólki frá örorku, fé til þess að endurnýja nauðsynlegasta tækjabúnað, eru menn í slíkum hugleiðingum? Allra nauðsynlegasti tækjabúnaður er keyptur fyrir gjafafé frá góðgerðarsamtökum. En nú á að fá lánað sparifé okkar til þess að koma fyrir alls kyns flottheitum, sjálfvirkni og tækjabúnaði eins og sogkerfisbúnaði þar sem sorp er sent til miðlægrar sorpstöðvar o.s.frv. Nálægð við sjúklinga eykst ekki í þessari fyrirhuguðu byggingu, ferðalögum fjölgar miklu frekar til stoðdeilda eftir löngu og flóknu undirgangakerfi og yfir brýr milli húsa nema sjúklingar verði líka settir í rörpóstinn eins og sýni og lyfin. Þær sendingar eru allavega „öruggari og fljótvirkari" eins og fram kemur í einni fjögurra greina stjórnenda spítalans. Þá ber að benda á að göngur starfsmanna á vöktum koma heldur ekki til með að minnka skv. þessari hönnun spítalans nema til komi veruleg aukning á mönnun. Það segir sig sjálft að ef einn hjúkrunarfræðingur á næturvakt þarf að sinna 24 veikum sjúklingum sem staddir eru á þremur mismunandi stöðum innan sömu deildar getur honum reynst erfitt að hafa góða yfirsýn yfir líðan sjúklinganna. Hjúkrunarfræðingurinn þarf að hlaupa á milli eininga, inn og út af stofum og reyna að sinna þeim sem eru í mestri þörf hverju sinni. Gleymum því ekki að sjúklingar eru almennt veikari á sjúkrahúsum í dag en þeir voru fyrir 30-40 árum síðan. Legudögum hefur fækkað og sjúklingar eru útskrifaðir eins fljótt og kostur er. Nýlega var gerð svokölluð viðhorfskönnun í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Spurt var: Hver er skoðun þín á byggingu háskólasjúkrahúss? Fjöldi svarenda var 3.504 manns sem verður að að teljast allgott úrtak vítt og breitt úr þjóðfélaginu. Svarniðurstöður voru þessar: Ég vil byggja strax:15% Ég vil byggja síðar :23% Ég er mótfallin(n) byggingunni:62% Niðurstöðurnar eru sláandi en koma ekki á óvart. Þær getur hver og einn túlkað fyrir sig en það er deginum ljósara að fólki líst illa á byggingaráformin. Enda er öllum kunnugt um að ríkiskassinn er tómur og fjármögnun verkefnisins er ráðgerð með lánum, og það með lánum frá lífeyrissjóðum, sparifé landsmanna! Enn er spurt: Hafa menn ekkert lært af 2007 vitleysunni? Hvað ef ríkið á ekki peninga til þess að borga lánið þegar þar að kemur? Þetta reddast? Það hefur sannast að löggjafarvaldið getur farið gegn dómsvaldinu á Íslandi og ríkisvaldið er til alls víst. Það er allavega ekki hægt að treysta á að lán til ríkisins frá lífeyrissjóðunum verði greidd til baka. Það er ekki hægt að treysta ríkisstjórn Íslands fyrir barni yfir læk. Hitt er líka víst að steinsteypukubbar, samansafn af misstórum legokubbum er ekki fremst á forgangslista hins almenna borgara. Hann vill njóta öruggrar og faglegrar heilbrigðisþjónustu og þar skiptir starfsfólkið mestu máli, ekki stórar rúmgóðar stofur með útsýni yfir háskólasvæðið eða rörpóstkerfi. Hættum við þessa Vatnsmýrarvitleysu sem fyrst, förum að einbeita okkur að mannauðinum, starfsfólkinu sjálfu, sem auk sjúklinganna hefur mest þurft að finna fyrir niðurskurðinum. Síaukið vinnuálag á það síðustu misserin er komið að þolmörkum. Komum í veg fyrir að við missum þessar burðarstoðir spítalans frá okkur, gerum betur við það en hingað til, svo að okkar fólk geti haldið áfram að veita hinum sjúku þá góðu þjónustu sem einkennt hefur íslenskt heilbrigðiskerfi fram til þessa.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun