Nýr Landspítali við Hringbraut: Nei, takk! Guðjón Baldursson og Bryndís Guðjónsdóttir skrifar 3. febrúar 2012 08:00 Þegar músin tísti vöknuðu ljónin í skóginum. Annar höfundur þessarar greinar skrifaði tvær greinar í Fréttablaðið milli jóla og nýárs um nýtt háskólasjúkrahús við Hringbraut og fann því allt til foráttu. Þótti staðsetningin afleit, áleit landfræðilega nálægð við háskólann tylliástæðu og snobb og enn fremur var á það bent að peningar til verkefnisins væru ekki til. Strax eftir áramótin fór að rigna inn í blaðið lofgreinum um hinn nýja spítala rituðum af læknisfræðilegum verkefnisstjóra og forstjóra spítalans. Í þeim fjórum greinum sem birst hafa eftir þá félaga er reyndar ekkert nýtt: lof er borið á þessa þyrpingu gamalla og nýrra lágreistra húsa og fullyrt að: 1. „Öryggi og vellíðan sjúklinga verði í fyrirrúmi", 2. „Hinn nýi spítali sé sparnaður fyrir þjóðfélagið á erfiðum tímum"! 3. „Líklegt er að bakverkur og bakmeiðsl starfsmanna minnki svo um muni"! Svo verður auðvitað 4. „dagsbirta, gott útsýni og hlýlegt og notalegt umhverfi" á hinum nýja spítala. Þegar umræðan um nýjan spítala hófst um aldamótin svo ekki sé talað um 2005-2007 voru forsendur gerólíkar því sem þær eru nú. Fyrir fimm árum vorum við best í heimi og gátum allt. Eftir efnahagshrunið eigum við ekki bót fyrir boruna á okkur, hér er allt í kalda koli og niðurskurður í heilbrigðiskerfinu er farinn að valda skerðingu á heilbrigðisþjónustunni og öryggi sjúklinga er við hættumörk vegna fjárskorts. Á sama tíma ætlum við að fara að byggja þyrpingu af nýjum húsum í Vatnsmýrinni sem eiga að tengjast öðrum misgömlum húsum við Hringbrautina sem varla halda vatni né vindi með brúm og undirgöngum. Kostnaður 50 milljarðar króna, sem er áætlun, en skv. íslenskri hefð er raunkostnaður að minnsta kosti tvöföld sú upphæð! Allt er þetta sparnaður og mikil hagræðing segja stjórnendur spítalans! Og ekki króna til í ríkiskassanum! Þá sláum við bara lán, borga seinna, þetta reddast! Halda menn að 2007 partíið sé ennþá í gangi? Piltar mínir, partíið er búið. Hvernig má það vera að á sama tíma og ekki er til fé til þess að kaupa lyf sem nauðsynleg eru til meðhöndlunar á illvígum sjúkdómum, fé til að kosta skurðaðgerðir sem forða fólki frá örorku, fé til þess að endurnýja nauðsynlegasta tækjabúnað, eru menn í slíkum hugleiðingum? Allra nauðsynlegasti tækjabúnaður er keyptur fyrir gjafafé frá góðgerðarsamtökum. En nú á að fá lánað sparifé okkar til þess að koma fyrir alls kyns flottheitum, sjálfvirkni og tækjabúnaði eins og sogkerfisbúnaði þar sem sorp er sent til miðlægrar sorpstöðvar o.s.frv. Nálægð við sjúklinga eykst ekki í þessari fyrirhuguðu byggingu, ferðalögum fjölgar miklu frekar til stoðdeilda eftir löngu og flóknu undirgangakerfi og yfir brýr milli húsa nema sjúklingar verði líka settir í rörpóstinn eins og sýni og lyfin. Þær sendingar eru allavega „öruggari og fljótvirkari" eins og fram kemur í einni fjögurra greina stjórnenda spítalans. Þá ber að benda á að göngur starfsmanna á vöktum koma heldur ekki til með að minnka skv. þessari hönnun spítalans nema til komi veruleg aukning á mönnun. Það segir sig sjálft að ef einn hjúkrunarfræðingur á næturvakt þarf að sinna 24 veikum sjúklingum sem staddir eru á þremur mismunandi stöðum innan sömu deildar getur honum reynst erfitt að hafa góða yfirsýn yfir líðan sjúklinganna. Hjúkrunarfræðingurinn þarf að hlaupa á milli eininga, inn og út af stofum og reyna að sinna þeim sem eru í mestri þörf hverju sinni. Gleymum því ekki að sjúklingar eru almennt veikari á sjúkrahúsum í dag en þeir voru fyrir 30-40 árum síðan. Legudögum hefur fækkað og sjúklingar eru útskrifaðir eins fljótt og kostur er. Nýlega var gerð svokölluð viðhorfskönnun í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Spurt var: Hver er skoðun þín á byggingu háskólasjúkrahúss? Fjöldi svarenda var 3.504 manns sem verður að að teljast allgott úrtak vítt og breitt úr þjóðfélaginu. Svarniðurstöður voru þessar: Ég vil byggja strax:15% Ég vil byggja síðar :23% Ég er mótfallin(n) byggingunni:62% Niðurstöðurnar eru sláandi en koma ekki á óvart. Þær getur hver og einn túlkað fyrir sig en það er deginum ljósara að fólki líst illa á byggingaráformin. Enda er öllum kunnugt um að ríkiskassinn er tómur og fjármögnun verkefnisins er ráðgerð með lánum, og það með lánum frá lífeyrissjóðum, sparifé landsmanna! Enn er spurt: Hafa menn ekkert lært af 2007 vitleysunni? Hvað ef ríkið á ekki peninga til þess að borga lánið þegar þar að kemur? Þetta reddast? Það hefur sannast að löggjafarvaldið getur farið gegn dómsvaldinu á Íslandi og ríkisvaldið er til alls víst. Það er allavega ekki hægt að treysta á að lán til ríkisins frá lífeyrissjóðunum verði greidd til baka. Það er ekki hægt að treysta ríkisstjórn Íslands fyrir barni yfir læk. Hitt er líka víst að steinsteypukubbar, samansafn af misstórum legokubbum er ekki fremst á forgangslista hins almenna borgara. Hann vill njóta öruggrar og faglegrar heilbrigðisþjónustu og þar skiptir starfsfólkið mestu máli, ekki stórar rúmgóðar stofur með útsýni yfir háskólasvæðið eða rörpóstkerfi. Hættum við þessa Vatnsmýrarvitleysu sem fyrst, förum að einbeita okkur að mannauðinum, starfsfólkinu sjálfu, sem auk sjúklinganna hefur mest þurft að finna fyrir niðurskurðinum. Síaukið vinnuálag á það síðustu misserin er komið að þolmörkum. Komum í veg fyrir að við missum þessar burðarstoðir spítalans frá okkur, gerum betur við það en hingað til, svo að okkar fólk geti haldið áfram að veita hinum sjúku þá góðu þjónustu sem einkennt hefur íslenskt heilbrigðiskerfi fram til þessa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Einföldun stjórnsýslu sem snerist upp í andhverfu sína Pétur Halldórsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Þegar músin tísti vöknuðu ljónin í skóginum. Annar höfundur þessarar greinar skrifaði tvær greinar í Fréttablaðið milli jóla og nýárs um nýtt háskólasjúkrahús við Hringbraut og fann því allt til foráttu. Þótti staðsetningin afleit, áleit landfræðilega nálægð við háskólann tylliástæðu og snobb og enn fremur var á það bent að peningar til verkefnisins væru ekki til. Strax eftir áramótin fór að rigna inn í blaðið lofgreinum um hinn nýja spítala rituðum af læknisfræðilegum verkefnisstjóra og forstjóra spítalans. Í þeim fjórum greinum sem birst hafa eftir þá félaga er reyndar ekkert nýtt: lof er borið á þessa þyrpingu gamalla og nýrra lágreistra húsa og fullyrt að: 1. „Öryggi og vellíðan sjúklinga verði í fyrirrúmi", 2. „Hinn nýi spítali sé sparnaður fyrir þjóðfélagið á erfiðum tímum"! 3. „Líklegt er að bakverkur og bakmeiðsl starfsmanna minnki svo um muni"! Svo verður auðvitað 4. „dagsbirta, gott útsýni og hlýlegt og notalegt umhverfi" á hinum nýja spítala. Þegar umræðan um nýjan spítala hófst um aldamótin svo ekki sé talað um 2005-2007 voru forsendur gerólíkar því sem þær eru nú. Fyrir fimm árum vorum við best í heimi og gátum allt. Eftir efnahagshrunið eigum við ekki bót fyrir boruna á okkur, hér er allt í kalda koli og niðurskurður í heilbrigðiskerfinu er farinn að valda skerðingu á heilbrigðisþjónustunni og öryggi sjúklinga er við hættumörk vegna fjárskorts. Á sama tíma ætlum við að fara að byggja þyrpingu af nýjum húsum í Vatnsmýrinni sem eiga að tengjast öðrum misgömlum húsum við Hringbrautina sem varla halda vatni né vindi með brúm og undirgöngum. Kostnaður 50 milljarðar króna, sem er áætlun, en skv. íslenskri hefð er raunkostnaður að minnsta kosti tvöföld sú upphæð! Allt er þetta sparnaður og mikil hagræðing segja stjórnendur spítalans! Og ekki króna til í ríkiskassanum! Þá sláum við bara lán, borga seinna, þetta reddast! Halda menn að 2007 partíið sé ennþá í gangi? Piltar mínir, partíið er búið. Hvernig má það vera að á sama tíma og ekki er til fé til þess að kaupa lyf sem nauðsynleg eru til meðhöndlunar á illvígum sjúkdómum, fé til að kosta skurðaðgerðir sem forða fólki frá örorku, fé til þess að endurnýja nauðsynlegasta tækjabúnað, eru menn í slíkum hugleiðingum? Allra nauðsynlegasti tækjabúnaður er keyptur fyrir gjafafé frá góðgerðarsamtökum. En nú á að fá lánað sparifé okkar til þess að koma fyrir alls kyns flottheitum, sjálfvirkni og tækjabúnaði eins og sogkerfisbúnaði þar sem sorp er sent til miðlægrar sorpstöðvar o.s.frv. Nálægð við sjúklinga eykst ekki í þessari fyrirhuguðu byggingu, ferðalögum fjölgar miklu frekar til stoðdeilda eftir löngu og flóknu undirgangakerfi og yfir brýr milli húsa nema sjúklingar verði líka settir í rörpóstinn eins og sýni og lyfin. Þær sendingar eru allavega „öruggari og fljótvirkari" eins og fram kemur í einni fjögurra greina stjórnenda spítalans. Þá ber að benda á að göngur starfsmanna á vöktum koma heldur ekki til með að minnka skv. þessari hönnun spítalans nema til komi veruleg aukning á mönnun. Það segir sig sjálft að ef einn hjúkrunarfræðingur á næturvakt þarf að sinna 24 veikum sjúklingum sem staddir eru á þremur mismunandi stöðum innan sömu deildar getur honum reynst erfitt að hafa góða yfirsýn yfir líðan sjúklinganna. Hjúkrunarfræðingurinn þarf að hlaupa á milli eininga, inn og út af stofum og reyna að sinna þeim sem eru í mestri þörf hverju sinni. Gleymum því ekki að sjúklingar eru almennt veikari á sjúkrahúsum í dag en þeir voru fyrir 30-40 árum síðan. Legudögum hefur fækkað og sjúklingar eru útskrifaðir eins fljótt og kostur er. Nýlega var gerð svokölluð viðhorfskönnun í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Spurt var: Hver er skoðun þín á byggingu háskólasjúkrahúss? Fjöldi svarenda var 3.504 manns sem verður að að teljast allgott úrtak vítt og breitt úr þjóðfélaginu. Svarniðurstöður voru þessar: Ég vil byggja strax:15% Ég vil byggja síðar :23% Ég er mótfallin(n) byggingunni:62% Niðurstöðurnar eru sláandi en koma ekki á óvart. Þær getur hver og einn túlkað fyrir sig en það er deginum ljósara að fólki líst illa á byggingaráformin. Enda er öllum kunnugt um að ríkiskassinn er tómur og fjármögnun verkefnisins er ráðgerð með lánum, og það með lánum frá lífeyrissjóðum, sparifé landsmanna! Enn er spurt: Hafa menn ekkert lært af 2007 vitleysunni? Hvað ef ríkið á ekki peninga til þess að borga lánið þegar þar að kemur? Þetta reddast? Það hefur sannast að löggjafarvaldið getur farið gegn dómsvaldinu á Íslandi og ríkisvaldið er til alls víst. Það er allavega ekki hægt að treysta á að lán til ríkisins frá lífeyrissjóðunum verði greidd til baka. Það er ekki hægt að treysta ríkisstjórn Íslands fyrir barni yfir læk. Hitt er líka víst að steinsteypukubbar, samansafn af misstórum legokubbum er ekki fremst á forgangslista hins almenna borgara. Hann vill njóta öruggrar og faglegrar heilbrigðisþjónustu og þar skiptir starfsfólkið mestu máli, ekki stórar rúmgóðar stofur með útsýni yfir háskólasvæðið eða rörpóstkerfi. Hættum við þessa Vatnsmýrarvitleysu sem fyrst, förum að einbeita okkur að mannauðinum, starfsfólkinu sjálfu, sem auk sjúklinganna hefur mest þurft að finna fyrir niðurskurðinum. Síaukið vinnuálag á það síðustu misserin er komið að þolmörkum. Komum í veg fyrir að við missum þessar burðarstoðir spítalans frá okkur, gerum betur við það en hingað til, svo að okkar fólk geti haldið áfram að veita hinum sjúku þá góðu þjónustu sem einkennt hefur íslenskt heilbrigðiskerfi fram til þessa.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar