Jóhannes keppir á móti Lars Von Trier 3. febrúar 2012 21:00 Jóhannes Sverrisson brellugerðarmaður er tilnefndur til dönsku kvikmyndaverðlaunanna ásamt Dananum Søren Hvam fyrir brellugerð fyrir myndina ID:A. Verðlaunahátíðin fer fram á sunnudaginn næsta og er um eins konar Óskarsverðlaun danska kvikmyndaiðnaðarins að ræða. Jóhannes hefur unnið við brellugerð í tólf ár og segir tilviljun hafa ráðið því að hann datt í þetta tiltekna starf. Hann rekur fyrirtækin Lightning ehf. á Íslandi og Nordica6 í Danmörku ásamt Hauki Karlssyni og hafa þeir unnið að brellugerð fyrir kvikmyndir á borð við The Last Airbender, Brim, Svartur á leik og við stórmyndina Prometheus. "Ég vann við gerð A Little Trip to Heaven þar sem ég sá um bílana og þaðan leiddist ég inn í brellugerð. Ég er sjálflærður í faginu, enda er enginn skóli sem vill kenna fólki að leika sér með sprengiefni og blóðslettur," útskýrir Jóhannes. Hann segir starfið þó ekki hættulegt sé öryggið ávallt í fyrirrúmi. "Þetta er alls ekki hættuleg vinna ef maður notar skynsemina og er stórskemmtileg að auki. Ég hef í það minnsta aldrei litið til baka." ID:A er spennumynd í leikstjórn Christians Christiansen og fjallar um konu sem vaknar upp einn dag minnislaus, blaut og hrakin og reynir að púsla saman lífi sínu. Jóhannes og samstarfsmaður hans fengu tvær vikur til að undirbúa sig fyrir verkefnið og æfa skot og sprengingar. "Undirbúningurinn skiptir miklu máli því þetta er mikil nákvæmnisvinna og það er fjöldi fólks sem stólar á að allt gangi eftir áætlun. Við æfðum okkur vel og einn daginn skaut ég sama manninn átján sinnum fyrir eina töku. Það var blóðugur dagur í vinnunni." Tilnefningin til dönsku kvikmyndaverðlaunanna er sú fyrsta sem Jóhannes hlýtur fyrir vinnu sína, en þess má geta að sambærilegur flokkur er ekki til á Eddunni, íslensku kvikmyndaverðlaununum. Jóhannes segir það vissulega mikinn heiður að vera tilnefndur til verðlaunanna og efast ekki um að þetta muni opna honum dyr í framtíðinni. "Það er gott að hafa tilnefninguna á ferilskránni upp á það að komast að í fleiri verkefnum í Danmörku og víðar. Vonandi leiðir þetta bara til stærri hluta." Jóhannes verður viðstaddur afhendinguna á sunnudag og er að vonum spenntur. Hann stoppar þó stutt því hans bíða mörg spennandi verkefni hér á Íslandi í vor og sumar.- sm Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Fleiri fréttir Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Sjá meira
Jóhannes Sverrisson brellugerðarmaður er tilnefndur til dönsku kvikmyndaverðlaunanna ásamt Dananum Søren Hvam fyrir brellugerð fyrir myndina ID:A. Verðlaunahátíðin fer fram á sunnudaginn næsta og er um eins konar Óskarsverðlaun danska kvikmyndaiðnaðarins að ræða. Jóhannes hefur unnið við brellugerð í tólf ár og segir tilviljun hafa ráðið því að hann datt í þetta tiltekna starf. Hann rekur fyrirtækin Lightning ehf. á Íslandi og Nordica6 í Danmörku ásamt Hauki Karlssyni og hafa þeir unnið að brellugerð fyrir kvikmyndir á borð við The Last Airbender, Brim, Svartur á leik og við stórmyndina Prometheus. "Ég vann við gerð A Little Trip to Heaven þar sem ég sá um bílana og þaðan leiddist ég inn í brellugerð. Ég er sjálflærður í faginu, enda er enginn skóli sem vill kenna fólki að leika sér með sprengiefni og blóðslettur," útskýrir Jóhannes. Hann segir starfið þó ekki hættulegt sé öryggið ávallt í fyrirrúmi. "Þetta er alls ekki hættuleg vinna ef maður notar skynsemina og er stórskemmtileg að auki. Ég hef í það minnsta aldrei litið til baka." ID:A er spennumynd í leikstjórn Christians Christiansen og fjallar um konu sem vaknar upp einn dag minnislaus, blaut og hrakin og reynir að púsla saman lífi sínu. Jóhannes og samstarfsmaður hans fengu tvær vikur til að undirbúa sig fyrir verkefnið og æfa skot og sprengingar. "Undirbúningurinn skiptir miklu máli því þetta er mikil nákvæmnisvinna og það er fjöldi fólks sem stólar á að allt gangi eftir áætlun. Við æfðum okkur vel og einn daginn skaut ég sama manninn átján sinnum fyrir eina töku. Það var blóðugur dagur í vinnunni." Tilnefningin til dönsku kvikmyndaverðlaunanna er sú fyrsta sem Jóhannes hlýtur fyrir vinnu sína, en þess má geta að sambærilegur flokkur er ekki til á Eddunni, íslensku kvikmyndaverðlaununum. Jóhannes segir það vissulega mikinn heiður að vera tilnefndur til verðlaunanna og efast ekki um að þetta muni opna honum dyr í framtíðinni. "Það er gott að hafa tilnefninguna á ferilskránni upp á það að komast að í fleiri verkefnum í Danmörku og víðar. Vonandi leiðir þetta bara til stærri hluta." Jóhannes verður viðstaddur afhendinguna á sunnudag og er að vonum spenntur. Hann stoppar þó stutt því hans bíða mörg spennandi verkefni hér á Íslandi í vor og sumar.- sm
Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Fleiri fréttir Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Sjá meira