Víst hefur skattbyrði allra þyngst Tryggvi Þór Herbertsson skrifar 19. janúar 2012 06:00 Á mánudaginn birti ég hér í blaðinu grein þar sem því er haldið fram að tekjuskattbyrði allra hafi þyngst milli áranna 2009 og 2012 þvert á það sem stjórnarliðar hafa haldið fram. Í gær svaraði fjármálaráðherra mér og sagði að ég hefði gert einföld mistök og þ.a.l. væri ályktun mín röng. Blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar vísaði einnig í greinina, aftur hér í blaðinu, og sagði fjármálaráðherra hafa hrakið fullyrðingar mínar. En er það virkilega svo? Ég og fjármálaráðherra eru sammála um að skattbyrði þeirra tekjuhærri hafi þyngst. Ég geri mig reyndar sekan um einfalda villu í útreikningum á skattbyrði þeirra tekjuhæstu og gengst ég við henni. En villan leiðir til þess að skattbyrði þeirra tekjuhærri er ýkt hjá mér. En það skiptir engu máli fyrir niðurstöðu mína um að skattbyrði allra launþega hafi þyngst. Deilan stendur um hvort tekjuskattbyrðin hafi þyngst á þá tekjulægri. Ég segi að hún hafi þyngst en fjármálaráðherra að hún sé léttari. En af hverju skyldum við fjármálaráðherra leggja ólíkan skilning í málið? Eins og fyrri daginn er við því einfalt svar. Fjármálaráðherra gerir í samanburði sínum ráð fyrir óverðbættum persónufrádrætti sem er rangt að gera. Auðvitað á að nota persónufrádráttinn eins og hann er í raun (46.532 kr.) og bera saman við þann sem hefði verið ef lögunum frá 2009 hefði verið fylgt (48.932 kr.). Aftenging laganna um verðtryggingu persónufrádráttar jók á skattabyrðina hjá öllum skattgreiðendum og bætti nýjum við. Um það er ekki deilt. Til að varpa ljósi á málið þá er rétt að skoða þann hluta tekjudreifingarinnar þar sem ég og ráðherrann erum ósammála – neðsta skattþrepið. Samkvæmt upplýsingum af vef Ríkisskattstjóra var staðgreiðsluhlutfall opinberra gjalda 37,2% árið 2009 en 37,34% í fyrsta skattþrepi (af fyrstu 230.000 kr.) árið 2012. Persónufrádráttur á mánuði er 46.532 kr. í ár en ætti að vera 48.932 kr. ef lögunum frá 2009 hefði verið fylgt. Um það snýst m.a. deilan við Öryrkjabandalagið. Með þessar upplýsingar að vopni er hægt að skoða skattbyrðina (skatta sem hlutfall af launum) í fyrsta skattþrepi á línuriti. Eins og sést á myndinni er skattbyrðin þyngri í neðsta skattþrepinu nú en verið hefði ef lögunum frá 2009 hefði verið fylgt. Því stenst fullyrðing mín frá því á mánudag fullkomlega. Þeir sem eru í neðsta þrepinu greiða hærri skatta nú miðað við sömu nafnlaun. Um efri skattþrepin er ekki deilt. Þeir tekjuhærri búa við mun þyngri skattbyrði. Reyndar ætti með réttu að bera saman raunstærðir en ekki nafnstærðir launa í samanburði sem þessum en það myndi gera myndina enn verri, fjármálaráðherra í óhag. En gefum henni smá slaka í bili. Hitt er annað mál að af ráðstöfunartekjum eftir tekjuskatt er miklu mun meira tekið í óbeina skatta nú en áður. Þannig hefur t.a.m. virðisaukaskattur, eldsneytisskattar, bifreiðagjöld, áfengis- og tóbaksgjöld og erfðafjárskattar verið hækkaðir til muna og nýir skattar eins orkuskattar (sturtuskatturinn), auðlegðarskattur, kolefnaskattar og skattar á gengisreikninga verið innleiddir. Það byrjar ekki vel hjá nýjum fjármálaráðherra. Eitt er að gera smávægilega klaufavillu sem engin áhrif hefur á megin niðurstöðuna. Annað er að hagræða sannleikanum sér í vil. Sannleikurinn er nefnilega sá að skattbyrði allra hefur þyngst jafnt og þétt frá 2009 vegna skattastefnu ríkisstjórnarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Skattbyrði allra hefur þyngst Í tilefni af tíðum ummælum stjórnarliða, nú seinast ráðherra efnahags-, viðskipta-, sjávarútvegs- og landbúnaðarmála í grein hér í blaðinu um helgina, um að meirihluti Íslendinga greiði lægri skatta í hlutfalli við laun sín nú árið 2012 en var árið 2009, er rétt að gera einfaldlega samanburð á skattbyrði áranna tveggja. 16. janúar 2012 12:00 Lækkun skattbyrðar Tryggvi Þór Herbertsson þingmaður skrifar grein í Fréttablaðið í fyrradag þar sem hann ber saman tekjuskattbyrði einstaklinga fyrir árin 2009 annars vegar og 2012 hins vegar. 18. janúar 2012 06:00 Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Á mánudaginn birti ég hér í blaðinu grein þar sem því er haldið fram að tekjuskattbyrði allra hafi þyngst milli áranna 2009 og 2012 þvert á það sem stjórnarliðar hafa haldið fram. Í gær svaraði fjármálaráðherra mér og sagði að ég hefði gert einföld mistök og þ.a.l. væri ályktun mín röng. Blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar vísaði einnig í greinina, aftur hér í blaðinu, og sagði fjármálaráðherra hafa hrakið fullyrðingar mínar. En er það virkilega svo? Ég og fjármálaráðherra eru sammála um að skattbyrði þeirra tekjuhærri hafi þyngst. Ég geri mig reyndar sekan um einfalda villu í útreikningum á skattbyrði þeirra tekjuhæstu og gengst ég við henni. En villan leiðir til þess að skattbyrði þeirra tekjuhærri er ýkt hjá mér. En það skiptir engu máli fyrir niðurstöðu mína um að skattbyrði allra launþega hafi þyngst. Deilan stendur um hvort tekjuskattbyrðin hafi þyngst á þá tekjulægri. Ég segi að hún hafi þyngst en fjármálaráðherra að hún sé léttari. En af hverju skyldum við fjármálaráðherra leggja ólíkan skilning í málið? Eins og fyrri daginn er við því einfalt svar. Fjármálaráðherra gerir í samanburði sínum ráð fyrir óverðbættum persónufrádrætti sem er rangt að gera. Auðvitað á að nota persónufrádráttinn eins og hann er í raun (46.532 kr.) og bera saman við þann sem hefði verið ef lögunum frá 2009 hefði verið fylgt (48.932 kr.). Aftenging laganna um verðtryggingu persónufrádráttar jók á skattabyrðina hjá öllum skattgreiðendum og bætti nýjum við. Um það er ekki deilt. Til að varpa ljósi á málið þá er rétt að skoða þann hluta tekjudreifingarinnar þar sem ég og ráðherrann erum ósammála – neðsta skattþrepið. Samkvæmt upplýsingum af vef Ríkisskattstjóra var staðgreiðsluhlutfall opinberra gjalda 37,2% árið 2009 en 37,34% í fyrsta skattþrepi (af fyrstu 230.000 kr.) árið 2012. Persónufrádráttur á mánuði er 46.532 kr. í ár en ætti að vera 48.932 kr. ef lögunum frá 2009 hefði verið fylgt. Um það snýst m.a. deilan við Öryrkjabandalagið. Með þessar upplýsingar að vopni er hægt að skoða skattbyrðina (skatta sem hlutfall af launum) í fyrsta skattþrepi á línuriti. Eins og sést á myndinni er skattbyrðin þyngri í neðsta skattþrepinu nú en verið hefði ef lögunum frá 2009 hefði verið fylgt. Því stenst fullyrðing mín frá því á mánudag fullkomlega. Þeir sem eru í neðsta þrepinu greiða hærri skatta nú miðað við sömu nafnlaun. Um efri skattþrepin er ekki deilt. Þeir tekjuhærri búa við mun þyngri skattbyrði. Reyndar ætti með réttu að bera saman raunstærðir en ekki nafnstærðir launa í samanburði sem þessum en það myndi gera myndina enn verri, fjármálaráðherra í óhag. En gefum henni smá slaka í bili. Hitt er annað mál að af ráðstöfunartekjum eftir tekjuskatt er miklu mun meira tekið í óbeina skatta nú en áður. Þannig hefur t.a.m. virðisaukaskattur, eldsneytisskattar, bifreiðagjöld, áfengis- og tóbaksgjöld og erfðafjárskattar verið hækkaðir til muna og nýir skattar eins orkuskattar (sturtuskatturinn), auðlegðarskattur, kolefnaskattar og skattar á gengisreikninga verið innleiddir. Það byrjar ekki vel hjá nýjum fjármálaráðherra. Eitt er að gera smávægilega klaufavillu sem engin áhrif hefur á megin niðurstöðuna. Annað er að hagræða sannleikanum sér í vil. Sannleikurinn er nefnilega sá að skattbyrði allra hefur þyngst jafnt og þétt frá 2009 vegna skattastefnu ríkisstjórnarinnar.
Skattbyrði allra hefur þyngst Í tilefni af tíðum ummælum stjórnarliða, nú seinast ráðherra efnahags-, viðskipta-, sjávarútvegs- og landbúnaðarmála í grein hér í blaðinu um helgina, um að meirihluti Íslendinga greiði lægri skatta í hlutfalli við laun sín nú árið 2012 en var árið 2009, er rétt að gera einfaldlega samanburð á skattbyrði áranna tveggja. 16. janúar 2012 12:00
Lækkun skattbyrðar Tryggvi Þór Herbertsson þingmaður skrifar grein í Fréttablaðið í fyrradag þar sem hann ber saman tekjuskattbyrði einstaklinga fyrir árin 2009 annars vegar og 2012 hins vegar. 18. janúar 2012 06:00
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun