Á annan veg til Gautaborgar 17. janúar 2012 08:00 Hafsteinn Gunnar Sigurðsson er ánægður með að mynd sín Á annan veg sé ein af átta myndum sem sýndar verða á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg. „Þetta er mjög gaman og flott að vera valinn inn á þessa hátíð,“ segir Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, leikstjóri myndarinnar Á annan veg sem var valin inn á hina eftirsóttu kvikmyndahátíð í Gautaborg fyrir helgi. Hátíðin er sú stærsta sinnar tegundar á Norðurlöndunum og verður Á annan veg fulltrúi Íslands en átta nýjar norrænar myndir keppa um hin eftirsóttu Drekaverðlaun. „Við höfum verið á miklu flakki með myndina síðan í haust en þetta verður frumsýning á henni á Norðurlöndunum og vonandi opnast einhverjar dyr þar í kjölfarið,“ segir Hafsteinn, sem ætlar að fylgja myndinni til Svíþjóðar ásamt öðrum framleiðanda myndarinnar. Kvikmyndahátíðin í Gautaborg fer fram dagana 27. janúar til 6. febrúar en Á annan veg verður sýnd þann 28. janúar. Samhliða hátíðinni verður sérstök kvikmyndahátíð barnanna og eiga Íslendingar einnig fulltrúa þar en teiknimyndin Hetjur Valhallar: Þór í leikstjórn Óskars Jónassonar er þar á dagskrá. Til mikils er að vinna á hátíðinni en Drekaverðlaunin eru um ein milljón sænskra króna. „Það væri nú ekki leiðinlegt að vinna verðlaunin en helst vill maður náttúrulega reyna að koma myndinni í sýningu á Norðurlöndunum,“ segir Hafsteinn, sem er byrjaður að undirbúa nýja mynd. „Þetta er verkefni sem ég er að undirbúa ásamt Huldari Breiðfjörð og ég vonast til að geta farið í tökur strax í vor. Samt ætla ég að halda áfram að kynna Á annan veg þetta árið.“ -áp Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira
„Þetta er mjög gaman og flott að vera valinn inn á þessa hátíð,“ segir Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, leikstjóri myndarinnar Á annan veg sem var valin inn á hina eftirsóttu kvikmyndahátíð í Gautaborg fyrir helgi. Hátíðin er sú stærsta sinnar tegundar á Norðurlöndunum og verður Á annan veg fulltrúi Íslands en átta nýjar norrænar myndir keppa um hin eftirsóttu Drekaverðlaun. „Við höfum verið á miklu flakki með myndina síðan í haust en þetta verður frumsýning á henni á Norðurlöndunum og vonandi opnast einhverjar dyr þar í kjölfarið,“ segir Hafsteinn, sem ætlar að fylgja myndinni til Svíþjóðar ásamt öðrum framleiðanda myndarinnar. Kvikmyndahátíðin í Gautaborg fer fram dagana 27. janúar til 6. febrúar en Á annan veg verður sýnd þann 28. janúar. Samhliða hátíðinni verður sérstök kvikmyndahátíð barnanna og eiga Íslendingar einnig fulltrúa þar en teiknimyndin Hetjur Valhallar: Þór í leikstjórn Óskars Jónassonar er þar á dagskrá. Til mikils er að vinna á hátíðinni en Drekaverðlaunin eru um ein milljón sænskra króna. „Það væri nú ekki leiðinlegt að vinna verðlaunin en helst vill maður náttúrulega reyna að koma myndinni í sýningu á Norðurlöndunum,“ segir Hafsteinn, sem er byrjaður að undirbúa nýja mynd. „Þetta er verkefni sem ég er að undirbúa ásamt Huldari Breiðfjörð og ég vonast til að geta farið í tökur strax í vor. Samt ætla ég að halda áfram að kynna Á annan veg þetta árið.“ -áp
Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira