Meintar "ólögmæltar refsilækkunarástæður“ Jón Þór Ólason skrifar 2. janúar 2012 11:00 Þann 29. desember sl., ritaði Leifur Runólfsson héraðsdómslögmaður grein í Fréttablaðið er bar heitið „refsilækkunarástæður". Í grein sinni heldur Leifur því m.a. fram að það sé rangt hjá ríkissaksóknara að ekki séu fyrir því fordæmi í dómum Hæstaréttar að fjölmiðlaumfjöllun sé metin sakborningi til „refsilækkunar". Tilgreinir Leifur jafnframt tvo dóma Hæstaréttar er hann telur styðja þessa fullyrðingu sína. Grein Leifs er góðra gjalda verð, svo langt sem hún nær, enda fagnaðarefni að refsiréttarleg álitaefni séu rædd á málefnalegum grundvelli, sérstaklega þeim er snúa að ákvörðun refsingar. Hins vegar verður ekki hjá því komist að benda á að greinin stenst að stórum hluta ekki lögfræðilega skoðun, svo ekki sé kveðið fastar að orði. Það sama á að mörgu leyti við um grein þá er birtist í Fréttablaðinu þann 23. desember sl. og vísað er til í grein lögmannsins. Ákvörðun refsingar er vandasamt verk og við meðferð sakamála fyrir dómi koma bæði mörg og ólík sjónarmið til athugunar þar sem reynt getur á refsihækkunar- og refsilækkunarástæður, málsbætur og þyngingarástæður. Refsiákvörðunarástæður eru ekki tæmandi taldar í lögum og er það viðurkennt sjónarmið í refsirétti að dómstólar hafi töluvert svigrúm til að taka tillit til ólögmæltra sjónarmiða við ákvörðun refsingar sem leiða ýmist til þyngingar eða málsbóta við refsimatið. Með þessu móti geta dómstólar við úrlausn einstakra mála tekið tillit til sérstakra aðstæðna sem uppi eru í málinu. Það er svo dómarans að meta að hvaða marki skuli taka tillit til þessara sjónarmiða og þá jafnframt hvert eigi að vera innbyrðis vægi einstakra sjónarmiða. Lögmaðurinn heldur því fram, eins og fram er komið hér að ofan, að umfjöllun fjölmiðla geti eftir atvikum verið virt sakborningi til „refsilækkunar". Þetta er alrangt. Refsilækkun getur einvörðungu komið til vegna tiltekinna lögmæltra atvika eða atriða, er tengjast afbroti, s.s það þarf að vera lögbundið ef heimila á frávik frá reglum um lágmark refsitegunda. Ólögmælt „refsilækkunarástæða" fyrirfinnst ekki í íslenskum refsirétti. Því er það alveg hárrétt sem haft er eftir ríkissaksóknara í þessum efnum, enda er umrædda ástæðu hvergi að finna stoð í lögum. Það er svo annað mál að umfjöllun fjölmiðla getur komið til kasta dómstóla sem ólögmælt refsiákvörðunarástæða og sem slík leitt til málsbóta eða eftir atvikum til refsiþyngingar við refsimatið. Á þessu er mikill refsiréttarlegur munur. Það verður að gera þá skýru kröfu til löglærðra manna sem kjósa að tjá sig um slík málefni að þeir fari rétt með grundvallaratriði innan refsiréttarins. Að því er varðar tilvísun Leifs til H 1980:89, svonefnds Guðmundar- og Geirfinnsmáls, þá má benda á það að ekki reyndi á þessa ólögmæltu refsiákvörðunarástæðu fyrir Hæstarétti þar sem þætti umrædds dómþola var ekki áfrýjað. Þannig að það er engin innistæða fyrir þeirri fullyrðingu lögmannsins að umræddur dómur sé fordæmi fyrir því að sakborningur hafi fengið „refsilækkun sökum óvæginnar" fjölmiðlaumræðu". Að því er varðar sératkvæði eins Hæstaréttardómara í máli nr. 2/2005, verður að athuga að þar var um sératkvæði að ræða en eftir stendur hins vegar niðurstaða meirihluta réttarins sem víkur ekki sérstaklega að þessum atriðum í forsendum dómsins sem má þá eflaust túlka á þann veg að þeim fyrrgreindum hafi verið hafnað. Hvernig sératkvæðið getur svo verið túlkað sem fordæmi í þessum efnum í ljósi niðurstöðu meirihluta réttarins er mér hins vegar algerlega hulið. Þessu til viðbótar má vekja athygli á því að í H 1982:146 hafnaði Hæstiréttur því að virða ætti nafnbirtingu hins ákærða í fjölmiðlum honum til málsbóta. Sama var uppi á teningnum í dómi Hæstaréttar í máli nr. 602/2006 þar sem héraðsdómur hafði virt óvægna umfjöllun fjölmiðla dómþolanum til málsbóta, en Hæstiréttur tilgreindi hins vegar sérstaklega að ekki hafi verið sýnt fram á að ákærði ætti sér nokkrar málsbætur og hafnaði þar með niðurstöðu héraðsdóms að þessu leyti. Með hliðsjón af framansögðu má vera ljóst að ekkert skýrt dómafordæmi liggur fyrir í dómasafni Hæstaréttar þar sem fallist hefur verið á þessa ólögmæltu refsiákvörðunarástæðu. Hins vegar má benda á að í svonefndu Hafskipsmáli H 1991:936, kom fram í forsendum Hæstaréttar að staða ákærðu og hagir hefðu raskast verulega við þann opinbera málarekstur sem staðið hefðu gegn þeim frá árinu 1986 og var það virt þeim til málsbóta. Má hugsanlega draga þá ályktun að hér sé dómurinn að einhverju leyti að vísa til óvæginnar fjölmiðlaumfjöllunar, en það eru þó í besta falli getgátur. Ég vil þó ekki útiloka að neikvæð og sérstaklega óvægin umfjöllun fjölmiðla geti ekki haft áhrif við refsimatið, en eftir sem áður er það dómstólanna að meta það hverju sinni, enda best til þess fallnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Einföldun stjórnsýslu sem snerist upp í andhverfu sína Pétur Halldórsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Þann 29. desember sl., ritaði Leifur Runólfsson héraðsdómslögmaður grein í Fréttablaðið er bar heitið „refsilækkunarástæður". Í grein sinni heldur Leifur því m.a. fram að það sé rangt hjá ríkissaksóknara að ekki séu fyrir því fordæmi í dómum Hæstaréttar að fjölmiðlaumfjöllun sé metin sakborningi til „refsilækkunar". Tilgreinir Leifur jafnframt tvo dóma Hæstaréttar er hann telur styðja þessa fullyrðingu sína. Grein Leifs er góðra gjalda verð, svo langt sem hún nær, enda fagnaðarefni að refsiréttarleg álitaefni séu rædd á málefnalegum grundvelli, sérstaklega þeim er snúa að ákvörðun refsingar. Hins vegar verður ekki hjá því komist að benda á að greinin stenst að stórum hluta ekki lögfræðilega skoðun, svo ekki sé kveðið fastar að orði. Það sama á að mörgu leyti við um grein þá er birtist í Fréttablaðinu þann 23. desember sl. og vísað er til í grein lögmannsins. Ákvörðun refsingar er vandasamt verk og við meðferð sakamála fyrir dómi koma bæði mörg og ólík sjónarmið til athugunar þar sem reynt getur á refsihækkunar- og refsilækkunarástæður, málsbætur og þyngingarástæður. Refsiákvörðunarástæður eru ekki tæmandi taldar í lögum og er það viðurkennt sjónarmið í refsirétti að dómstólar hafi töluvert svigrúm til að taka tillit til ólögmæltra sjónarmiða við ákvörðun refsingar sem leiða ýmist til þyngingar eða málsbóta við refsimatið. Með þessu móti geta dómstólar við úrlausn einstakra mála tekið tillit til sérstakra aðstæðna sem uppi eru í málinu. Það er svo dómarans að meta að hvaða marki skuli taka tillit til þessara sjónarmiða og þá jafnframt hvert eigi að vera innbyrðis vægi einstakra sjónarmiða. Lögmaðurinn heldur því fram, eins og fram er komið hér að ofan, að umfjöllun fjölmiðla geti eftir atvikum verið virt sakborningi til „refsilækkunar". Þetta er alrangt. Refsilækkun getur einvörðungu komið til vegna tiltekinna lögmæltra atvika eða atriða, er tengjast afbroti, s.s það þarf að vera lögbundið ef heimila á frávik frá reglum um lágmark refsitegunda. Ólögmælt „refsilækkunarástæða" fyrirfinnst ekki í íslenskum refsirétti. Því er það alveg hárrétt sem haft er eftir ríkissaksóknara í þessum efnum, enda er umrædda ástæðu hvergi að finna stoð í lögum. Það er svo annað mál að umfjöllun fjölmiðla getur komið til kasta dómstóla sem ólögmælt refsiákvörðunarástæða og sem slík leitt til málsbóta eða eftir atvikum til refsiþyngingar við refsimatið. Á þessu er mikill refsiréttarlegur munur. Það verður að gera þá skýru kröfu til löglærðra manna sem kjósa að tjá sig um slík málefni að þeir fari rétt með grundvallaratriði innan refsiréttarins. Að því er varðar tilvísun Leifs til H 1980:89, svonefnds Guðmundar- og Geirfinnsmáls, þá má benda á það að ekki reyndi á þessa ólögmæltu refsiákvörðunarástæðu fyrir Hæstarétti þar sem þætti umrædds dómþola var ekki áfrýjað. Þannig að það er engin innistæða fyrir þeirri fullyrðingu lögmannsins að umræddur dómur sé fordæmi fyrir því að sakborningur hafi fengið „refsilækkun sökum óvæginnar" fjölmiðlaumræðu". Að því er varðar sératkvæði eins Hæstaréttardómara í máli nr. 2/2005, verður að athuga að þar var um sératkvæði að ræða en eftir stendur hins vegar niðurstaða meirihluta réttarins sem víkur ekki sérstaklega að þessum atriðum í forsendum dómsins sem má þá eflaust túlka á þann veg að þeim fyrrgreindum hafi verið hafnað. Hvernig sératkvæðið getur svo verið túlkað sem fordæmi í þessum efnum í ljósi niðurstöðu meirihluta réttarins er mér hins vegar algerlega hulið. Þessu til viðbótar má vekja athygli á því að í H 1982:146 hafnaði Hæstiréttur því að virða ætti nafnbirtingu hins ákærða í fjölmiðlum honum til málsbóta. Sama var uppi á teningnum í dómi Hæstaréttar í máli nr. 602/2006 þar sem héraðsdómur hafði virt óvægna umfjöllun fjölmiðla dómþolanum til málsbóta, en Hæstiréttur tilgreindi hins vegar sérstaklega að ekki hafi verið sýnt fram á að ákærði ætti sér nokkrar málsbætur og hafnaði þar með niðurstöðu héraðsdóms að þessu leyti. Með hliðsjón af framansögðu má vera ljóst að ekkert skýrt dómafordæmi liggur fyrir í dómasafni Hæstaréttar þar sem fallist hefur verið á þessa ólögmæltu refsiákvörðunarástæðu. Hins vegar má benda á að í svonefndu Hafskipsmáli H 1991:936, kom fram í forsendum Hæstaréttar að staða ákærðu og hagir hefðu raskast verulega við þann opinbera málarekstur sem staðið hefðu gegn þeim frá árinu 1986 og var það virt þeim til málsbóta. Má hugsanlega draga þá ályktun að hér sé dómurinn að einhverju leyti að vísa til óvæginnar fjölmiðlaumfjöllunar, en það eru þó í besta falli getgátur. Ég vil þó ekki útiloka að neikvæð og sérstaklega óvægin umfjöllun fjölmiðla geti ekki haft áhrif við refsimatið, en eftir sem áður er það dómstólanna að meta það hverju sinni, enda best til þess fallnir.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar