Er sem sagt, sko? Jón Axel Egilsson skrifar 10. apríl 2012 06:00 Æskuvinir mínir voru skrítinn hópur og aldursmunur þess yngsta og elsta hátt í fjögur ár. Þegar einn þeirra elstu komst inn í MR og sagði okkur frá upphefðinni orðaði hann það svona: „Nú er ég kominn í menntaskóla, hættur að segja mér hlakkar til en segi mig hlakkar til.“ Þegar þetta féll í grýttan farveg hjá hópnum bætti hann við: „Maður á nefnilega að segja ég hlakka til.“ Þetta er ein besta kennslustund í íslensku sem ég hlaut um ævina. Á þessum árum vorum við rétt vaxnir upp úr því að fara í þrjúbíó en talsmátinn bar þess merki því talað var með miklu handapati og áhrifshljóðum. Þessi sami vinur hlustaði og bað okkur svo að endurtaka frásögnina, vanalega með orðinu „Hvernig?“ Þegar hann hafði spurt nokkrum sinnum og fengið frásögnina endurtekna í hvert skipti, fór að draga úr handapatinu og áhrifshljóðunum. Eitthvert sinn í glöðum hópi tók hann upp á því að herma eftir okkur. Náði öllum stælunum og orðræðunni hjá hverjum og einum og við hlógum okkur máttlausa á kostnað hver annars. Þegar kom að mér gerðist hann alvarlegur og fór að útskýra „…, sko…, þannig getur maður nefnilega…, sko…“ Þarf ég að geta þess að ég hef ekki notað það orð í hálfa öld? Hvað er sem sagt?Ég vandist því í uppvextinum að menn segðu frá eða útskýrðu eitthvað, tóku síðan mál sitt saman að lokum og sögðu: „…sem sagt, þannig var farið að því.“ Í dag notar annar hver maður sem sagt/sem sé í tíma og ótíma án þess að það þjóni nokkrum öðrum tilgangi en sem hikorð eins og sko eða hérna. Fréttamenn eru engin undantekning hvað þetta varðar og bæta sumir um betur með þeim hvimleiða framburði að hafa áherslur á einstök orð innan setningar: „Bankinn Hagnaðist þannig á Kostnað…“ Í síðasta þætti Silfursins notuðu svo til allir viðmælendur og þáttarstjórnandi sem sagt/sem sé eins og þeir fengju borgað fyrir það og Djöflaeyjan er litlu betri. Þegar kemur að þýðendum norrænna spennusagna kastar fyrst tólfunum. Í síðustu bókinni um Wallander taldi ég í fyrstu að sem sagt væri málvenja hans, en þegar annar hver maður talaði þannig og einnig sögumaðurinn vona ég að hér hafi þýðandinn verið að verki. Þýðanda bóka Lizu Marklund um Anniku Bengtzon er sem sagt svo tamt á tungu að það kemur jafnvel tvisvar fyrir í sömu efnisgreininni sem dregur annars ágæta þýðingu niður á lægra plan. Ég hef ekki séð frumtextann en bágt á ég með að trúa að metsöluhöfundar riti þannig. Verið er að framleiða sjónvarpskvikmyndir eftir fyrstu sex skáldsögum Lizu um Anniku (en hún er að rita þá níundu) og gefst þá tækifæri til að hlusta. Þeir sem vinna við skriftir ættu að kynna sér leiðréttingarforrit. Þau virka vel gegn stafavíxlun og hægt er að láta þau lýsa upp (gul yfirstrikun) ákveðin orðasambönd þannig að nokkuð margir gulir blettir verða á síðunni sé það endurtekið nógu oft – eins og maður hafi pissað á sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Skoðun Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Æskuvinir mínir voru skrítinn hópur og aldursmunur þess yngsta og elsta hátt í fjögur ár. Þegar einn þeirra elstu komst inn í MR og sagði okkur frá upphefðinni orðaði hann það svona: „Nú er ég kominn í menntaskóla, hættur að segja mér hlakkar til en segi mig hlakkar til.“ Þegar þetta féll í grýttan farveg hjá hópnum bætti hann við: „Maður á nefnilega að segja ég hlakka til.“ Þetta er ein besta kennslustund í íslensku sem ég hlaut um ævina. Á þessum árum vorum við rétt vaxnir upp úr því að fara í þrjúbíó en talsmátinn bar þess merki því talað var með miklu handapati og áhrifshljóðum. Þessi sami vinur hlustaði og bað okkur svo að endurtaka frásögnina, vanalega með orðinu „Hvernig?“ Þegar hann hafði spurt nokkrum sinnum og fengið frásögnina endurtekna í hvert skipti, fór að draga úr handapatinu og áhrifshljóðunum. Eitthvert sinn í glöðum hópi tók hann upp á því að herma eftir okkur. Náði öllum stælunum og orðræðunni hjá hverjum og einum og við hlógum okkur máttlausa á kostnað hver annars. Þegar kom að mér gerðist hann alvarlegur og fór að útskýra „…, sko…, þannig getur maður nefnilega…, sko…“ Þarf ég að geta þess að ég hef ekki notað það orð í hálfa öld? Hvað er sem sagt?Ég vandist því í uppvextinum að menn segðu frá eða útskýrðu eitthvað, tóku síðan mál sitt saman að lokum og sögðu: „…sem sagt, þannig var farið að því.“ Í dag notar annar hver maður sem sagt/sem sé í tíma og ótíma án þess að það þjóni nokkrum öðrum tilgangi en sem hikorð eins og sko eða hérna. Fréttamenn eru engin undantekning hvað þetta varðar og bæta sumir um betur með þeim hvimleiða framburði að hafa áherslur á einstök orð innan setningar: „Bankinn Hagnaðist þannig á Kostnað…“ Í síðasta þætti Silfursins notuðu svo til allir viðmælendur og þáttarstjórnandi sem sagt/sem sé eins og þeir fengju borgað fyrir það og Djöflaeyjan er litlu betri. Þegar kemur að þýðendum norrænna spennusagna kastar fyrst tólfunum. Í síðustu bókinni um Wallander taldi ég í fyrstu að sem sagt væri málvenja hans, en þegar annar hver maður talaði þannig og einnig sögumaðurinn vona ég að hér hafi þýðandinn verið að verki. Þýðanda bóka Lizu Marklund um Anniku Bengtzon er sem sagt svo tamt á tungu að það kemur jafnvel tvisvar fyrir í sömu efnisgreininni sem dregur annars ágæta þýðingu niður á lægra plan. Ég hef ekki séð frumtextann en bágt á ég með að trúa að metsöluhöfundar riti þannig. Verið er að framleiða sjónvarpskvikmyndir eftir fyrstu sex skáldsögum Lizu um Anniku (en hún er að rita þá níundu) og gefst þá tækifæri til að hlusta. Þeir sem vinna við skriftir ættu að kynna sér leiðréttingarforrit. Þau virka vel gegn stafavíxlun og hægt er að láta þau lýsa upp (gul yfirstrikun) ákveðin orðasambönd þannig að nokkuð margir gulir blettir verða á síðunni sé það endurtekið nógu oft – eins og maður hafi pissað á sig.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar