Framkvæmdastjóri Microsoft varar við útlendum svikahröppum 10. apríl 2012 22:00 Halldór Jörgensen. „Þeir hafa verið að hringja mikið yfir páskana, meðal annars til Noregs," segir Halldór Jörgensen, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, en íslensk hjón fengu sérkennilegt símtal um helgina frá erlendum aðila sem þóttist vera frá Microsoft í Bretlandi. Þarna var svikari á ferð og sem betur fer áttuðu hjónin sig á því. Hrappurinn sagði að einhver villa hefði komið upp í tölvu þeirra hjóna sem þau þyrftu að bregðast við og bað fólkið um að setjast við tölvu sína og kveikja á henni. Fólkinu fannst maðurinn eitthvað grunsamlegur og sleit því símtalinu. Í ljós kom að þarna var svikari á ferð, en Halldór segir Microsoft aldrei hringja í fólk. En hvað vilja svikahrapparnir? „Þeir eru oft að reyna að komast yfir persónulegar upplýsingar til þess að selja," útskýrir Halldór og tekur sem dæmi að þeir beini fólki inn á heimasíður þar sem finna má sýkt forrit. Fólk niðurhalar svo þessum forritum í tölvur sínar og þá hefur hrappurinn óheftan aðgang að tölvunni. Aðganginn má svo selja áfram til annarra svikahrappa sem sjá tækifæri til þess að komast yfir fé eða verðmætar upplýsingar sem eru svo aftur seldar áfram, svo sem kreditkortanúmer og svo framvegis. Og það er ljóst að ógnin er raunveruleg. Halldór segir að norskir fréttamiðlar hafi greint frá hjónum í Noregi sem gáfust upp eftir að svikahrappur hafði ítrekað samband við þau. Þannig gáfu þau honum einhverjar upplýsingar en skaðinn er óljós að því er fram kemur í norskum fréttamiðlum. „Þetta virðast vera vel þjálfaðir einstaklingar sem vita hvað þeir eru að gera. Hingað til hafa þeir herjað á enskumælandi lönd en nú hafa þeir beint kröftum sínum að Norðurlöndunum, sérstaklega nú um páskana," segir Halldór sem hvetur fólk til þess að gefa engar persónulegar upplýsingar til ókunnugs fólks. Hvað þá að hlýða leiðbeiningum þeirra um að fara á ákveðnar heimasíður. Halldór segist hafa verið nokkuð vongóður um að Ísland myndi sleppa við þessa svikamyllu, „maður er eiginlega hálfsvekktur að þeir hafi hringt," segir hann en aðspurður segist hann ekki vita um fleiri tilfelli hér á landi. Aftur á móti viti hann til þess að hrapparnir hafi reynt það sama í Danmörku en ekki er vitað hvernig þeim gekk þar í landi. Halldór segir bestu leiðina til þess að verjast svona svikurum sé að hafa vírusforritin í lagi. Og svo auðvitað ekki gefa neinar upplýsingar til ókunnugra. Í þessu samhengi má benda á heimasíðu Microsoft þar sem má nálgast mjög öflugar netvarnir. Tengdar fréttir Þóttist vera starfsmaður Microsoft Karlmaður hringdi í hjón hér á landi í gærkvöld og kynnti sig sem starfsmann Microsoft í Bretlandi. Hann sagði að einhver villa hefði komið upp sem þau þyrftu að bregðast við og bað fólkið um að setjast við tölvu sína og kveikja á henni. Fólkinu fannst maðurinn eitthvað grunsamlegur og svo reyndist vera. 10. apríl 2012 16:00 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Sjá meira
„Þeir hafa verið að hringja mikið yfir páskana, meðal annars til Noregs," segir Halldór Jörgensen, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, en íslensk hjón fengu sérkennilegt símtal um helgina frá erlendum aðila sem þóttist vera frá Microsoft í Bretlandi. Þarna var svikari á ferð og sem betur fer áttuðu hjónin sig á því. Hrappurinn sagði að einhver villa hefði komið upp í tölvu þeirra hjóna sem þau þyrftu að bregðast við og bað fólkið um að setjast við tölvu sína og kveikja á henni. Fólkinu fannst maðurinn eitthvað grunsamlegur og sleit því símtalinu. Í ljós kom að þarna var svikari á ferð, en Halldór segir Microsoft aldrei hringja í fólk. En hvað vilja svikahrapparnir? „Þeir eru oft að reyna að komast yfir persónulegar upplýsingar til þess að selja," útskýrir Halldór og tekur sem dæmi að þeir beini fólki inn á heimasíður þar sem finna má sýkt forrit. Fólk niðurhalar svo þessum forritum í tölvur sínar og þá hefur hrappurinn óheftan aðgang að tölvunni. Aðganginn má svo selja áfram til annarra svikahrappa sem sjá tækifæri til þess að komast yfir fé eða verðmætar upplýsingar sem eru svo aftur seldar áfram, svo sem kreditkortanúmer og svo framvegis. Og það er ljóst að ógnin er raunveruleg. Halldór segir að norskir fréttamiðlar hafi greint frá hjónum í Noregi sem gáfust upp eftir að svikahrappur hafði ítrekað samband við þau. Þannig gáfu þau honum einhverjar upplýsingar en skaðinn er óljós að því er fram kemur í norskum fréttamiðlum. „Þetta virðast vera vel þjálfaðir einstaklingar sem vita hvað þeir eru að gera. Hingað til hafa þeir herjað á enskumælandi lönd en nú hafa þeir beint kröftum sínum að Norðurlöndunum, sérstaklega nú um páskana," segir Halldór sem hvetur fólk til þess að gefa engar persónulegar upplýsingar til ókunnugs fólks. Hvað þá að hlýða leiðbeiningum þeirra um að fara á ákveðnar heimasíður. Halldór segist hafa verið nokkuð vongóður um að Ísland myndi sleppa við þessa svikamyllu, „maður er eiginlega hálfsvekktur að þeir hafi hringt," segir hann en aðspurður segist hann ekki vita um fleiri tilfelli hér á landi. Aftur á móti viti hann til þess að hrapparnir hafi reynt það sama í Danmörku en ekki er vitað hvernig þeim gekk þar í landi. Halldór segir bestu leiðina til þess að verjast svona svikurum sé að hafa vírusforritin í lagi. Og svo auðvitað ekki gefa neinar upplýsingar til ókunnugra. Í þessu samhengi má benda á heimasíðu Microsoft þar sem má nálgast mjög öflugar netvarnir.
Tengdar fréttir Þóttist vera starfsmaður Microsoft Karlmaður hringdi í hjón hér á landi í gærkvöld og kynnti sig sem starfsmann Microsoft í Bretlandi. Hann sagði að einhver villa hefði komið upp sem þau þyrftu að bregðast við og bað fólkið um að setjast við tölvu sína og kveikja á henni. Fólkinu fannst maðurinn eitthvað grunsamlegur og svo reyndist vera. 10. apríl 2012 16:00 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Sjá meira
Þóttist vera starfsmaður Microsoft Karlmaður hringdi í hjón hér á landi í gærkvöld og kynnti sig sem starfsmann Microsoft í Bretlandi. Hann sagði að einhver villa hefði komið upp sem þau þyrftu að bregðast við og bað fólkið um að setjast við tölvu sína og kveikja á henni. Fólkinu fannst maðurinn eitthvað grunsamlegur og svo reyndist vera. 10. apríl 2012 16:00