"Ómaklegar, órökstuddar og feiknalega ósanngjarnar" Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. júní 2012 18:30 Steingrímur J. Sigfússon segir ómaklegt og fáránlegt hjá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins að kenna núverandi ríkisstjórn um óvænt útgjöld vegna yfirtökunnar á Sparisjóðnum í Keflavík. Ríkið hafi þar fengið vanda í fangið sem skapaðist vegna þess hvernig sparisjóðnum var stýrt. Það var niðurstaða úrskurðarnefndar sem fjallaði um ágreining milli ríkisins og Landsbankans um verðmæti eigna SpKef að ríkið þyrfti að greiða Landsbankanum 19 milljarða króna með þeim innistæðum sem Landsbankinn tók yfir við sameininguna við sparisjóðinn. Þetta er 8 milljörðum króna hærri fjárhæð en lagt var upp með í fyrra þegar sameining SpKef og Landsbankans var kynnt. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins kallaði eftir því í kvöldfréttum okkar á föstudag að einhver þyrfti að axla ábyrgð á þessu „klúðri." Þá vill Guðlaugur Þór Þórðarson rannsókn aðkomu fjármálaráðuneytisins að SpKef í tíð Steingríms J. Sigfússonar. Steingrímur segir þetta fráleitan málflutning. „Ríkið kemur að málinu þegar allt er búið og gert og kemur að starfsemi sparisjóðsins og þegar engu verður um hið liðna breytt. Þess vegna er það feiknalega ósanngjarnt og ómaklegt að koma með ásakanir af því tagi sem í reynd láta að því liggja að ábyrgðin á þessum ósköpum sé hjá ríkinu, sem fær þetta í fangið, en ekki hjá þeim sem stýrðu sparisjóðnum. Áður en menn sýna fram á það með rökum og dæmum að forða hefði mátt einhverju tjóni með öðrum aðgerðum þá ættu menn nú að fara varlega í slíkar ásakanir. Þær eru ómaklegar, órökstuddar og feiknalega ósanngjarnar og mér finnst það koma úr hörðustu átt að þær komi frá forystumönnum Sjálfstæðisflokksins. En auðvitað eru þeir að reyna að draga upp þá mynd fyrir þjóðinni að hér hafi ekki í sjálfu sér orðið bankahrun. „Hið svokallaða bankahrun" segja þeir sumir hverjir og reyna að yfirfæra ábyrgðina á þessum hörmungum yfir á þau stjórnvöld sem fengu það hlutskipti að vinna úr þessu," segir Steingrímur J. Sigfússon. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem gagnrýnt hafa aðkomu fjármálaráðuneytisins að SpKef hafa ekki komið með nein dæmi um hvað stjórnvöld áttu að gera öðruvísi þegar SpKef var tekinn yfir og síðar sameinaður Landsbankanum. Í gildi er yfirlýsing um tryggingu ríkisins á öllum innistæðum í landinu og ef það átti að láta viðskiptavini fjármálafyrirtækja njóta jafnræðis var útilokað fyrir ríkið að gera eitthvað annað en að ábyrgjast skuldbindingar SpKef gagnvart sparifjáreigendum. Í haust er væntanleg skýrsla rannsóknarnefndar sparisjóðanna þar sem meðal annars verður ítarlega fjallað um lánveitingar Sparisjóðsins í Keflavík. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Yfirtakan á SpKef eitt allsherjar klúður - einhver þarf að axla ábyrgð Yfirtaka ríkisins á Sparisjóðnum í Keflavík er eitt allsherjar klúður sem einhver þarf að axla ábyrgð á, segir formaður Sjálfstæðisflokksins. Yfirtakan kostar ríkissjóð 19 milljarða króna, eða 8 milljörðum meira en gefið var út þegar sparisjóðurinn var sameinaður Landsbankanum. 8. júní 2012 19:48 Vill rannsaka verklag Steingríms vegna Spkef Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill að aðkoma Steingríms J. Sigfússonar að Spkef verði rannsökuð. Nýlega kom í ljós að það kostar ríkið 19 milljarða að tryggja einnistæður í sparisjóðnum. 9. júní 2012 14:17 "Eins og Steingrímur haldi að hann sé hafinn yfir lög“ Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir að fjármálaráðuneytið, undir stjórn Steingríms J. Sigfússonar, hafi leppað hlut kröfuhafa SpKef. Guðlaugur gagnrýnir að aðkoma Steingríms að bankanum hafi ekki verið formlega rannsökuð. 9. júní 2012 18:59 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon segir ómaklegt og fáránlegt hjá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins að kenna núverandi ríkisstjórn um óvænt útgjöld vegna yfirtökunnar á Sparisjóðnum í Keflavík. Ríkið hafi þar fengið vanda í fangið sem skapaðist vegna þess hvernig sparisjóðnum var stýrt. Það var niðurstaða úrskurðarnefndar sem fjallaði um ágreining milli ríkisins og Landsbankans um verðmæti eigna SpKef að ríkið þyrfti að greiða Landsbankanum 19 milljarða króna með þeim innistæðum sem Landsbankinn tók yfir við sameininguna við sparisjóðinn. Þetta er 8 milljörðum króna hærri fjárhæð en lagt var upp með í fyrra þegar sameining SpKef og Landsbankans var kynnt. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins kallaði eftir því í kvöldfréttum okkar á föstudag að einhver þyrfti að axla ábyrgð á þessu „klúðri." Þá vill Guðlaugur Þór Þórðarson rannsókn aðkomu fjármálaráðuneytisins að SpKef í tíð Steingríms J. Sigfússonar. Steingrímur segir þetta fráleitan málflutning. „Ríkið kemur að málinu þegar allt er búið og gert og kemur að starfsemi sparisjóðsins og þegar engu verður um hið liðna breytt. Þess vegna er það feiknalega ósanngjarnt og ómaklegt að koma með ásakanir af því tagi sem í reynd láta að því liggja að ábyrgðin á þessum ósköpum sé hjá ríkinu, sem fær þetta í fangið, en ekki hjá þeim sem stýrðu sparisjóðnum. Áður en menn sýna fram á það með rökum og dæmum að forða hefði mátt einhverju tjóni með öðrum aðgerðum þá ættu menn nú að fara varlega í slíkar ásakanir. Þær eru ómaklegar, órökstuddar og feiknalega ósanngjarnar og mér finnst það koma úr hörðustu átt að þær komi frá forystumönnum Sjálfstæðisflokksins. En auðvitað eru þeir að reyna að draga upp þá mynd fyrir þjóðinni að hér hafi ekki í sjálfu sér orðið bankahrun. „Hið svokallaða bankahrun" segja þeir sumir hverjir og reyna að yfirfæra ábyrgðina á þessum hörmungum yfir á þau stjórnvöld sem fengu það hlutskipti að vinna úr þessu," segir Steingrímur J. Sigfússon. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem gagnrýnt hafa aðkomu fjármálaráðuneytisins að SpKef hafa ekki komið með nein dæmi um hvað stjórnvöld áttu að gera öðruvísi þegar SpKef var tekinn yfir og síðar sameinaður Landsbankanum. Í gildi er yfirlýsing um tryggingu ríkisins á öllum innistæðum í landinu og ef það átti að láta viðskiptavini fjármálafyrirtækja njóta jafnræðis var útilokað fyrir ríkið að gera eitthvað annað en að ábyrgjast skuldbindingar SpKef gagnvart sparifjáreigendum. Í haust er væntanleg skýrsla rannsóknarnefndar sparisjóðanna þar sem meðal annars verður ítarlega fjallað um lánveitingar Sparisjóðsins í Keflavík. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Yfirtakan á SpKef eitt allsherjar klúður - einhver þarf að axla ábyrgð Yfirtaka ríkisins á Sparisjóðnum í Keflavík er eitt allsherjar klúður sem einhver þarf að axla ábyrgð á, segir formaður Sjálfstæðisflokksins. Yfirtakan kostar ríkissjóð 19 milljarða króna, eða 8 milljörðum meira en gefið var út þegar sparisjóðurinn var sameinaður Landsbankanum. 8. júní 2012 19:48 Vill rannsaka verklag Steingríms vegna Spkef Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill að aðkoma Steingríms J. Sigfússonar að Spkef verði rannsökuð. Nýlega kom í ljós að það kostar ríkið 19 milljarða að tryggja einnistæður í sparisjóðnum. 9. júní 2012 14:17 "Eins og Steingrímur haldi að hann sé hafinn yfir lög“ Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir að fjármálaráðuneytið, undir stjórn Steingríms J. Sigfússonar, hafi leppað hlut kröfuhafa SpKef. Guðlaugur gagnrýnir að aðkoma Steingríms að bankanum hafi ekki verið formlega rannsökuð. 9. júní 2012 18:59 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Sjá meira
Yfirtakan á SpKef eitt allsherjar klúður - einhver þarf að axla ábyrgð Yfirtaka ríkisins á Sparisjóðnum í Keflavík er eitt allsherjar klúður sem einhver þarf að axla ábyrgð á, segir formaður Sjálfstæðisflokksins. Yfirtakan kostar ríkissjóð 19 milljarða króna, eða 8 milljörðum meira en gefið var út þegar sparisjóðurinn var sameinaður Landsbankanum. 8. júní 2012 19:48
Vill rannsaka verklag Steingríms vegna Spkef Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill að aðkoma Steingríms J. Sigfússonar að Spkef verði rannsökuð. Nýlega kom í ljós að það kostar ríkið 19 milljarða að tryggja einnistæður í sparisjóðnum. 9. júní 2012 14:17
"Eins og Steingrímur haldi að hann sé hafinn yfir lög“ Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir að fjármálaráðuneytið, undir stjórn Steingríms J. Sigfússonar, hafi leppað hlut kröfuhafa SpKef. Guðlaugur gagnrýnir að aðkoma Steingríms að bankanum hafi ekki verið formlega rannsökuð. 9. júní 2012 18:59