Lífið

Siggi Hlö þeytir skífum á Sardiníu

 Siggi segir parið þekkja til á Íslandi og ekki hafa treyst neinum öðrum en honum til að halda uppi stuðinu í brúðkaupspartýinu.
Siggi segir parið þekkja til á Íslandi og ekki hafa treyst neinum öðrum en honum til að halda uppi stuðinu í brúðkaupspartýinu. Fréttablaðið/pjetur
„Maður er bara heimsfrægur, það er bara svoleiðis,“ segir plötusnúðurinn Siggi Hlö sem er staddur á Sardiníu á Ítalíu þar sem hann þeytir skífum í brúðkaupi næstkomandi laugardag.

Það er nýsjálenskt par sem gengur í það heilaga á eyjunni fögru og létu þau fljúga með Sigga út til að spila í partýinu. „Þau þekkja aðeins til á Íslandi og vildu bara fá þann besta í málið, þau treystu engum öðrum í þetta,“ segir hann. Eiginkona Sigga fékk að fljóta með og ákváðu þau að gera sér vikulanga ferð úr þessu og þannig fara í sumarfrí í leiðinni. Brúðkaupið fer fram utandyra á ströndinni og verður veislan þar rétt hjá. „Ég fór og kíkti á aðstæður áðan. Það er búið að setja upp fínt dansgólf og þetta lítur allt voða vel út. Ég er bara að fara að spila þarna á ströndinni, það er spennandi,“ segir hann.

Siggi segir ekki miklar líkur á því að hann spili mörg íslensk lög í veislunni þó hann hafi tekið með sér disk með Páli Óskari og Milljónamæringunum. „Það er smá mambófílingur í honum svo það er aldrei að vita nema maður kynni veislugesti fyrir þeim. Annars geri ég þetta bara eins og venjulega og reyni að lesa hópinn og láta hann leiða mig áfram,“ segir hann. Spurður hvort hann hafi áður spilað við svipaðar aðstæður neitar hann því. „Þetta er alveg toppurinn.“- trs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.